Bandalag um pólitísk málefni og varnarmál
Bandalag um pólitísk málefni og varnarmál
Bandalag um pólitísk málefni og varnarmál
Öryggi er lykilþáttur í velferð okkar. Markmið Atlantshafsbandalagsins er að tryggja frelsi og öryggi aðildarríkjanna með umræðu á vettvangi stjórnmálanna og með sameiginlegum vörnum.
STJÓRNMÁL – Atlantshafsbandalagið styður við lýðræðisleg gildi og gerir aðildarríkjunum kleift að ráðfæra sig og vinna sameiginlega að varnar- og öryggismálum til að takast á við úrlausnarefni, efla traust og koma í veg fyrir átök til langframa.
HERMÁL – Atlantshafsbandalagið er skuldbundið til að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn deilumála. Ef ekki reynist unnt að leiða ágreining til lyktar með diplómatískum leiðum hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða til að koma á stjórn á hættutímum. Það er gert samkvæmt ákvæðinu um sameiginlegar varnir, 5. grein Washington-sáttmálans, í umboði Sameinuðu þjóðanna, á eigin vegum eða í samvinnu við önnur ríki og alþjóðastofnanir.