Lagt til málanna
Umbreytingin og viðfangsefni hennar
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
John J. Garstka fjallar um hugtakið umbreytingu, hlutverk umbreytingar í fyrirtækjum jafnt sem hernaðarlegum tofnunum, og einnig um ákveðin atriði umbreytingarinnar í Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Farið um borð: Eigi viðbragðssveit NATO að vera starfhæf verður að innleiða tækninýjungar sem gera mögulegt að setja upp nútímalega yfirstjórn og samhæfðar herstjórnir á vettvangi
Með umbreytingu er átt við viðvarandi,markvissa breytingu, oft víðfeðma, sem gerð er með þaðlangtímamarkmið í huga að skapa eða viðhalda yfirburðum gagnvartkeppinautum eða til þess að bregðast við yfirburðum sem nýr eðahefðbundinn keppinautur hefur komið sér upp. Hugtakið á við þegarstofnun stendur frammi fyrir áskorun eða tækifæri þar sem ekkidugar að nota áður reyndar aðferðir til að endurbæta smám samanstofnun, ferli, tækni, mannauðsstjórnun eða rekstrarlíkön. Þörfgetur verið á umbreytingu jafnt í einkafyrirtækjum sem hjáopinberum stofnunum.
Hvatinn að baki umbreytingu getur verið af ýmsu tagi. Stundumgetur það orðið hvati umbreytingar að samkeppnisstöðustofnunar/fyrirtækis hefur hrakað hratt vegna ófyrirsjáanlegrabreytinga á aðstæðum eða vegna breytinga sem gerast hraðar enfordæmi eru fyrir. Í öðrum tilfellum er um það að ræða aðumbreyting verður vegna nýrra tækifæra, menn vilja skapa séryfirburði eða auka þá sem fyrir eru með því að nýta sér nýja tæknieða tækninýjung sem er í sjónmáli. Oft krefst þetta breytinga áskipulagi, verkferlum eða mannafla sem fyrir er. Þegar um er aðræða það sem kalla má vatnaskil hjá fyrirtæki getur farið svo aðléleg stjórnun valdi því að samkeppnisstaðan versni svo mikið aðþörf sé á gagngerri umbreytingu til að endurheimtasamkeppnisforskot
Mat á samkeppnisyfirburðum
Sagt er að fyrirtæki hafi samkeppnisyfirburði þegar það næryfirburðastöðu gagnvart einum eða fleiri keppinautum.Samkeppnisstaða er hlutfallslegur mælikvarði á frammistöðu. Hægt erað mæla hana í reynd með því að bera saman heildargetu hverskeppinautar í samkeppnisumhverfi. Dæmi um getusvið eru vöruhönnun,framleiðsla, markaðssetning, sala og dreifing. Í hernaði mæti nefnasvið eins og liðsflutninga, árásargetu, aðdrætti og yfirstjórn.Hvort sem um er að ræða viðskipti eða hernað getur aðili metiðsamkeppnisstöðu sína og framtíðarstöðu með því að svaraeftirfarandi spurningum:
Núverandi samkeppnisstaða:
John J. Garstka er aðstoðarforstjóri oghefur umsjón með málefnum aðferðafræði og hernaðaraðgerða hjáStofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins um umbreytinguheraflans.