Endurskilgreining á umbreytingu herja NATO
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Anthony H. Cordesman fer í saumana á röksemdunum að baki umbreytingu herjanna beggja vegna Atlantshafsins og árangrinum af því starfi hingað til.
Flugmáttur: Auðvelt hefur reynst að laga árásarþyrlur að verkefnum sem beinast gegn hryðjuverkum og uppreisnum.
Allt frá tímum fyrraPersaflóastríðsins hafa Bandaríkin leitast við að umbreyta heraflaNATO í hátæknivæddan hefðbundinn herafla með eins mörgumsamstarfshæfum einingum og unnt er að koma við. Jafnframt hefurNATO reynt að efla viðbúnað sinn utan svæðis og hæfni sína til aðsenda öflugt herlið á vettvang fjarri heimahögum – hæfni sem aðmörgu leyti byggist einnig á bandarískri fyrirmynd. ViðbragðssveitNATO er birtingarmynd þessarar viðleitni. Bæði þessi átaksverkefnihafa í víðari skilningi endurspeglað þá tilfinningu manna að NATOverði að finna nýjan grundvöll fyrir tilvist sinni, sem byggist ánýjum verkefnum og nýjum vígbúnaði til að sinna þeim.
NATO hefur náð nokkrum árangri á þessum nótum, en margt af þeimárangri er fremur yfirborðslegur en raunverulegur. Uppbyggingstofnana er ekki það sama og umbreyting herja. Vera kann aðráðherrar geti komist að samkomulagi um forgangsverkefni viðnútímavæðingu herja og að nauðsynlegt sé að geta sent öflugt lið ávettvang fjarri heimahögum, en úr varnaráætlunum og fjárlögumflestra ríkjanna má lesa hægar framfarir, viðvarandi skort ásamstarfshæfni og vanhæfni til að flytja og halda úti nema litlubroti af þjóðarherjunum á fjarlægum slóðum. Aðildarríki NATO íEvrópu verja yfir 220 milljörðum bandaríkjadala til herja sína oghafa yfir að ráða u.þ.b. 2,2 milljónum starfandi hermanna og 2,6milljónum varaliða. Nánast allir sérfræðingar í varnarmálum eruhins vegar sammála um að í viðleitninni til nýrrar hervæðingarskorti mikið á samhæfni og samstarfshæfni og langt sé frá því aðnáðst hafi sama tæknistig og bardagageta og Bandaríkjamenn hafayfir að ráða. Almennt má fullyrða að einungis örlítið brot afheildarmannafla NATO sé fært um að starfa utan landamarkabandalagsins, og stærsti hlutinn nýtist nánast eingöngu ef Evrópafer í stríð innbyrðis.
Á sama tíma hefur í raun skapast samkeppni milli Evrópusambandsinsog NATO um það hver skuli skipuleggja og stýra varnarvígbúnaðiEvrópu, einkum hraðsveitum og leiðangurssveitum. Ýmsar ráðstafanirhafa verið gerðar til að veggfóðra yfir misfellurnar, en spennaninnan NATO af völdum Íraksstríðsins hefur magnað vandann. Spennanmilli Frakka og Bandaríkjamanna er djúpstæð, þrátt fyrir að GeorgeW. Bush hafi farið með útrétta sáttarhönd til Evrópu nú nýverið, ogháttsettir menn á borð við kanslara Þýskalands, Gerhard Schröder,hafa sagt að Atlantshafsbandalagið sé „ekki lengur helstivettvangurinn þar sem samstarfsríki beggja vegna Atlantshafsinsgeti rætt og samræmt stefnumið sín”. Raunin virðist vera sú að NATOsé orðið að stofnun þar sem aðildarríki mynda tilfallandi bandalögtil að bregðast við einstökum ógnum og aðstæðum, miklu fremur en aðstarfa sem ein heild.
Áður en farið er að syrgja andlát NATO, eða sætta sig við aðumbreyting herja þess hafi mistekist, er rétt að skoða nokkraþætti. Í fyrsta lagi er það ekki slæmt – né til merkis um að veriðsé að fórna öryggi Evrópu – að ofuráhersla í Evrópu sé lögð ásamruna og stöðugleika þar í álfu. Aldalöng stríðsátök í fortíðinnieru efni í kennslustund um það hversu mikilvægt það er fyrir Evrópuað ljúka þessu breytingarferli. Tvær heimsstyrjaldir hafa sýnt aðþað skiptir jafnmiklu máli fyrir öryggishagsmuni Kanada ogBandaríkjanna til langs tíma og fyrir Evrópu. NATO þarf ekki nýttsameiningarverkefni utan Evrópu til þess að taka við af kaldastríðinu; hafa ber hugfast að tilgangur Atlantshafsbandalagsins eröryggi yfir Atlantshafið og á þeim vettvangi hafa Vesturlönd náðframúrskarandi árangri.
Í öðru lagi er sú staðreynd ekki ný af nálinni að Bandaríkin leggiáherslu á öryggisverkefni utan Evrópu, né heldur sú staðreynd aðsamvinna yfir Atlantshafið byggist á valkvæðu hernaðarsamstarfi og„bandalögum hina viljugu”, fremur en að treyst sé á formlegasamninga við NATO. NATO hefur sannað gildi sitt í Afganistan og áBalkanskaga, en nánast öll starfsemi þess utan svæðis með þátttökubæði bandarískra og evrópskra herja síðustu hálfa öldina hefureinkennst af tilfallandi samstarfi hers Bandaríkjanna og nokkurraEvrópuríkja. Þar að auki sýndu niðurstöður rannsóknar, sem gerð vareftir Persaflóastríðið á vegum rannsóknarmiðstöðvar flotans, aðBandaríkin hefðu sent sveitir út fyrir svæði NATO oftar en 240sinnum frá því að NATO var stofnað og fram til þess að kaldastríðinu lauk, og í þremur af hverjum fjórum tilvikum var um aðræða aðgerðir Bandaríkjanna án nokkurrar þátttökuEvrópuríkja.
Atlantshafsbandalag sem einkennist af því að Evrópa beini sjónumað Evrópu og Bandaríkin beini sjónum að öllum öðrum heimshlutum meðtilfallandi stuðningi frá einstökum Evrópuríkjum kann raunar íflestum tilvikum að vera eina leiðin fyrir Vesturlönd til aðbregðast við aðstæðum sem upp koma utan hefðbundins svæðis NATO.NATO skapar ekki sameiginlega hagsmuni og sýn. Í mörgum tilvikum erhugmyndin um almennt sammæli allra ríkja bandalagsins ávísun álömun og einhvers konar umbreyting herja allra bandalagsríkjannaverður aldrei að veruleika nema að nafninu til, því að mörg – efekki flest – Evrópuríki hafa enga skýra ástæðu til að taka þátt oggreiða kostnaðinn.
Sú staðreynd að NATO gerir mest gagn sem almennuröryggisvettvangur, sem tryggir viðeigandi samráð og samvinnu þegarsamvinna er talin bæði nauðsynleg og hagkvæm, er ágætur árangursamkvæmt öllum skynsamlegum viðmiðum. „Sérhæfing” Evrópu ogBandaríkjanna endurspeglar einnig þann raunveruleika að tvö helstuforgangsverkefni Bandaríkjanna í öryggismálum eru utan Evrópu:öryggi í Kóreu og stöðugleiki á Taívansundi. Hvort tveggja eruvígvellir þar sem Evrópa getur einungis gegnt sýndarhlutverki.Meira segja við Persaflóann og í Mið-Asíu er Bretland nú einaEvrópuveldið sem hefur einhverja raunverulega möguleika til að geraút herleiðangur af einhverri stærðargráðu sem máli skiptir.
Í þriðja lagi eru forgangsverkefnin í umbreytingu herjanna aðbreytast hvort sem er. Jafnvel „auðugu ríkin” eiga viðfjárveitingarvanda að stríða og það er jafnmikilvægt viðfangsefniað halda niðri kostnaði í Bandaríkjunum og í Evrópu, þrátt fyrirgífurlegt forskot Bandaríkjamanna í útgjöldum til hermála.Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að þauhafi ekki ráð á mörgum af þeim verkefnum sem þau héldu áður að þaugætu ráðist í sem lið í umbyltingu sinni í hermálum. Bandarískiflugherinn er með flota af herflugvélum á innkaupalista sínum semekki eru efni til að festa kaup á. Bandaríski landgönguherinn hefurskuldbundið sig til að ráðast í Osprey verkefnið, sem felst í þróunflugvélar sem er fær um að koma mannafla og búnaði á vettvang átakaí fjarlægum heimshlutum, og stendur frammi fyrir niðurskurði ámörgum öðrum sviðum nútímavæðingar sinnar. Bandaríski landherinnhefur þurft að fresta kaupum á nýrri kynslóð framtíðarfarartækjatil nota á vígvöllum í að minnsta kosti áratug. Og bandarískisjóherinn stendur að mati nánast allra sérfræðinga, innan hans semutan, frammi fyrir hyldjúpri gjá milli þess sem hann þyrfti aðsmíða af skipum og þess sem hann hefur í raun efni á.
Bandaríkin standa frammi fyrir sama raunveruleika og öll önnuraðildarríki NATO. Fjárlög verða ekki mótuð eftir forgangsverkefnumvið umbætur hersins, heldur verða umbætur hersins að fylgjafjárveitingum. Meðan menn búa ekki lengur við hefðbundna ógn fráóvini sem býr yfir sambærilegum hernaðarmætti ræðst umbreytinghersins af því sem menn telja sig hafa efni á.
Í fjórða lagi er það deginum ljósara að kröfur eru einnig aðbreytast að því er varðar aðgerðir. Enn eru fyrir hendi mikilvægarhefðbundnar ógnir í Asíu og Miðausturlöndum, en Bandaríkin hafaviðurkennt í erindisbréfi sínu fyrir fjögurra ára úttekt sína ávarnarmálum, Quadrennial Defense Review, að slíkar„hefðbundnar ógnir” séu einungis hluti af vandamálinu. Áherslur erunú að færast frá hátæknivæddum hefðbundnum herjum yfir í „fjórhliðakerfi” þar sem óhefðbundnar ógnir, niðurrifsöfl og hamfarir hafajafnan forgang. Þær lexíur sem lærðust af 11. september, Afganistanog Írak – og líkurnar á að Íranar og hryðjuverkahópar færi útkvíarnar – hafa neytt Bandaríkin til að gefa ósamhverfumstríðsrekstri, gagnaðgerðum gegn uppreisnum, baráttunni viðhryðjuverk og heimavörnum jafnan forgang. Þetta hefur jafnframtneytt Bandaríkin til að endurmeta þörfina á samstarfi mismunandistofnana. Komið hefur verið upp borgaralegum stofnunum sem getasinnt þjóðaröryggisverkefnum og skilgreind hafa verið hlutverkhersins í þjóðaruppbyggingu, friðargæslustarfi ogstöðugleikaaðgerðum.
Viðbrögð við óhefðbundnum ógnum, niðurrifsöflum og hamförum eruallt verkefni þar sem tæknin getur skipt höfuðmáli, en þar fá hinnnýi dýri vopnaflutningabúnaður, afar kostnaðarsöm geimverkefni oghátæknivopn mun minni forgang. Íraksstríðið hefur t.d. sýnt að gæðinjósna, eftirlits og könnunar (IS+amp;R) voru mikilvægari ennútímalegasta flugvélin. Það leiddi í ljós að nákvæmnishernað mættiástunda að miklu leyti með tiltölulega ódýrum sprengjum sem stýrðareru með lasergeisla og GPS.
Það leiddi einnig í ljós að vopnaflutningatæki sem þegar eru tileru ekki aðeins í fullu gildi, heldur er unnt að laga þau að nýjumverkefnum. Búnaður á borð við skriðdreka af gerðinni M-1A1 ogvopnaða bryndreka af Bradley-gerð hjálpaði ekki einungis til við aðbrjóta á bak aftur hefðbundna heri Íraka, heldur hefur hann síðanskipt sköpum í stríðsrekstri í borgum og í baráttunni viðuppreisnarmenn. Einnig hefur reynst auðvelt að laga árásarþyrlur ogómönnuð loftför að verkefnum gegn hryðjuverkum og gegn uppreisnum.Núverandi orrustuflugvélar geta ráðið við loftferðaógnina íþróunarlöndum og tiltölulega einföld nákvæmnisvopn gera þeim ekkieinungis kleift að „sniðganga” loftvarnir á jörðu niðri heldureinnig að ráðast gegn hryðjuverkamönnum og uppreisnarmönnum íborgum. Eldri búnaður á borð við A-10 Warthog flugvélarnar hefurreynst svo gagnlegur að vel gæti verið að ráðist verði í endurnýjunhans í stórum stíl.
Margt í þeirri gagnrýni sem fram hefur komiðá umbreytinguna á herjum NATO kann að vera byggt á röngum ályktunumog rangri forgangsröðun.
Enn mikilvægara er þó að stríðin íAfganistan og Írak hafa sýnt mikilvægi þess að búa yfir hæfummannafla, sérhæfingu, samstarfi borgara og hers og ýmiss konar„mennskri” færni sem felst í körlum og konum í hernum, en ekkihlutum. Gagnaðgerðir gegn hryðjuverkum og uppreisnum, friðargæslaog þjóðaruppbygging kalla á fólk og hæfni, og á þeim sviðum getaevrópskir herir gegnt lykilhlutverki við aðstæður þar sem ríkitelja að þarfir þeirra fari saman. Sérsveitir, herlögregla,tungumálafræðingar, samstarfssveitir borgara og hermanna,njósnarar, herverkfræðingar, þjónustueiningar og flutningsþyrlureru einungis nokkur dæmi um þá „umbreytingahæfni” sem þarf fremuren hátæknikerfi.
Varnir og svör við hryðjuverkaárásum á heimalönd kalla einnig ánýjar blöndur af hefðbundnum herdeildum, borgaralegum sveitum,löggæslusveitum og viðbragðssveitum við hættuástandi. Á þessu sviðigetur borgaralegur viðbúnaður verið a.m.k. jafnmikilvægur oghernaðarviðbúnaður og þörfin á auknum viðbúnaði kallar á„umbreytingar” í mun víðari skilningi. Sérfræðingar í gagnaðgerðumgegn hryðjuverkum, sérfræðingar um öryggi í upplýsingatækni,aðgerðir til varnar mikilvægum borgaralegum mannvirkjum, sérhæfðumönnun sjúkra og slasaðra, og varnarsveitir í neyðartilfellum,t.d. slökkviliðsmenn, eru jafnmikilvægir þættir í þjóðaröryggi oghersveitir. Á þessum sviðum býr Evrópa oft yfir jafnmikilli ef ekkimeiri færni en Bandaríkin og þarna gæti vel verið mun betrigrundvöllur fyrir sameiginlegum forgangsverkefnum og þörfum beggjavegna Atlantshafsins en í aðgerðum utan hefðbundins svæðis NATO ogherleiðöngrum. Ef hryðjuverkastarfsemi leiðir til óhefðbundinnaógna og hættu á hamförum, eins og margir sérfræðingar óttast, gætiþörfin á samvinnu yfir Atlantshafið orðið jafnvel enn meiri. Þettagæti þýtt að breyta þyrfti ýmsu og bæta við ýmislegt sem er íburðarliðnum hjá NATO, svo sem á sviði baráttunnar gegnhryðjuverkum, og að bandalaginu yrði fengið mun stærra hlutverk ísumum þáttum heimavarna.
Í stuttu máli má segja að margt í þeirri gagnrýni sem fram hefurkomið á umbreytinguna á herjum NATO sé ef til vill byggt á röngumályktunum og rangri forgangsröðun. Skoðanamunur yfir Atlantshafiðmun halda áfram. Evrópa og Bandaríkin munu ekki bindast sammælum umhvaða verkefnum NATO skuli sinna utan hefðbundins svæðis í öllumtilvikum – jafnvel ekki í flestum. Herir Evrópu munu ekkiumbreytast að því marki að þeir búi yfir hefðbundinni tækni eðagetu til leiðangurshernaðar til jafns við Bandaríkin, né heldur íþeim mæli sem ráðherrar Evrópuríkjanna hafa opinberlegasamþykkt.
Slíkur ágreiningur er hins vegar varla nýr af nálinni ogsameiningaráhrif kalda stríðsins eru að verulegu leyti slæmsöguskýring og fölsk fortíðarþrá. NATO hefur gengið gegnum margar„Atlantshafskrísur”, t.a.m. brotthvarf Bandaríkjamanna frá „PointFour” hernaðaraðstoðinni í Afríku; neitun Bandaríkjanna að styðjaaðgerðir í nýlendum utan varnarsvæðis NATO; viðleitni til þess aðkjarnorkuvæða herafla á vígvellinum og síðan til að snúa aftur yfirí hefðbundinn herafla; ákvörðun de Gaulle Frakklandsforseta um aðdraga Frakkland að hluta út úr bandalaginu; hlutverk Bandaríkjannaí Víetnam; uppsetningu Pershing II flauganna ogstýriflaugaskotpalla á landi; og undirbúning gagnkvæmrar afvopnunarog Samninginn um hefðbundinn herafla í Evrópu. NATO hefur aldreistaðið sameinað að nokkurri meiri háttar ákvörðun um heraflaskipan,ekki einu sinni jafnlífsnauðsynlegri skipan á sínum tíma ogsameiginlegri uppsetningu loftvarna á jörðu niðri ímiðríkjunum.
Ef bandalagið er dæmt á raunhæfan mælikvarða er það tæpastfullkomlega heppnað, en það er hins vegar engan veginn misheppnað.Þar að auki stendur það frammi fyrir mun hagkvæmari kostum í þeirriumbreytingu sem aðildarríkin þurfa í raun að gera á herafla sínumen margir sérfræðingar í hermálum, sem einblína á hefðbundnarógnir, virðast gera sér grein fyrir. NATO þarf að endurhugsa frágrunni alla forgangsröðun sína í umbreytingarmálum heraflans, enbandalagið er enn nokkuð farsælt. Varðandi framtíðina er það semNATO þarf raunverulega á halda að Bandaríkin dragi örlítið úr hrokasínum, Evrópa dragi örlítið úr þrætugirni sinni og að menn tali afmiklu meira raunsæi um það sem NATO geti gert og eigi aðgera.
Anthony H. Cordesman gegnir stöðustyrkþega í herfræði við rannsóknarsetrið Center for Strategic andInternational Studies í Washington, starfaði áður í alþjóðadeildNATO og gaf nýlega út bókina “The Iraq War: Strategy, Tactics, andMilitary Lessons” (Praeger Publishers, Westport, CT,2003).