Recenzja
Baczne spojrzenia na rozszerzenie
- Polish
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- Hungarian
- Icelandic
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Romanian
- Russian
- Slovak
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Barry Adams gagnrýnir tvær nýlegar bækur um stækkun NATO.
Enska skáldið Alexander Pope skrifaði einusinni eitthvað á þá leið að elskendur „lifi í draumi ítilhugalífinu en vakni til lífsins í hjónabandinu”. Hið sama mættisegja um NATO eftir stækkun í 19 ríki, að minnsta kosti að álitiZoltan Barany. Í bók sinni um framtíð stækkunar NATO í ljósifjögurra dæma (The Future of NATO Expansion: Four Case Studies –Cambridge University Press, 2003) telur hann upp galla nýrraaðildarríkja NATO – bæði þeirra sem þegar eru orðin aðilar ogþeirra sem verða það væntanlega síðar – og biður þess að ekki verðiendurtekið það sem hann telur að illa hafi tekist viðstækkunarlotuna 1999. Eins og sjá má af því að Búlgaría, Eistland,Lettland, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía gerðust aðilar aðWashington sáttmálanum 29. mars á þessu ári hefur hann talað fyrirdaufum eyrum.
Fyrsta stækkunarlotan eftir kalda stríðið vargölluð, segir þessi prófessor við Háskólann í Texas, því aðTékklandi, Ungverjalandi og Póllandi hafði ekki tekist að uppfyllaskilyrðin fyrir aðild, en samt var þeim hleypt inn í bandalagið.Barany er jafnvel enn gagnrýnni á þau fjögur ríki sem rannsókn hanstekur til, þ.e. Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu. Hannharmar eftirlátssemina við þau í höfuðstöðvum NATO. Til að ráða bótá því leggur Barany m.a. til að í Washington sáttmálann verði bættákvæðum um hvernig standa megi að brottrekstri aðildarríkja semefna ekki skyldur sínar. Þetta, og nokkur önnur atriði, sem varðastefnu NATO, ber vott um nokkurt þekkingarleysi höfundar á þvíhvernig bandalagið starfar opinberlega og þá ekki síðuróopinberlega.
Hins vegar er aðferðafræði og rannsóknartækniBarany traust. Hann gerir skýra grein fyrir nálgun sinni í upphafi,byrjar á því að gefa framúrskarandi yfirlit yfir algengustu rök meðog á móti stækkun og skilgreinir síðan uppbygginguna á rannsóknsinni á hverju einstöku ríki. Þannig reynir hann að fara á saumanaá almennu ástandi í hverju því ríki sem hann skoðar(stjórnmálaástandi innanlands, efnahagslegri frammistöðu og ástandií öryggismálum); baráttu þess fyrir aðild að NATO; hvernig tengslumborgaralegs þjóðfélags og hersins er háttað; og hversu langt ríkiðhefur náð í umbótum í hermálum. Þannig sameinar Barany á glæsileganog snjallan máta þrjú ólík rannsóknarsvið: stjórnsýslubreytingar;greiningu á innlendum ákvarðanatökuferlum; og umbætur ívarnarmálum. Upplýsingar af þessu tagi fylla upp í ákveðið tóm, þvíað NATO – ólíkt Evrópusambandinu – kýs að birta ekki árlegarframvinduskýrslur um ríki sem eru að sækjast eftiraðild.
Við ítarlegar rannsóknir sínar notar Baranygnótt af viðtölum og skjölum og dregur lítt þekkar staðreyndir framí dagsljósið. Það er þó kaldhæðnislegt að því ákafar semhöfundurinn bendir á að ríkjunum sem sækjast eftir aðild hafi ekkitekist að uppfylla fullkomlega þau skilyrði sem sett voru fyriraðild, þeim mun augljósari verða þau jákvæðu áhrif semstækkunarferlið hefur í rauninni haft. Þannig kemst lesandinn aðþví að löngunin til að ganga í NATO réði úrslitum um að VladimirMeciar kæmist ekki aftur til valda í Slóvakíu árið 2002, aðSlóvenía tæki virkari afstöðu á Balkanskaga og að breytingar skyldugerðar á löggjöf í Rúmeníu um minnihlutahópa. Einnig hljómar þaðhjáróma hjá Barany, í ljósi þróunar mála undanfarið, þegar hanngerir lítið úr vígbúnaði nýrra aðildarríkja þegar t.a.m. er litiðtil þess hversu stóru hlutverki Pólland hefur gegnt í Írak, tilleiðtogahlutverks Tékklands í nýju herfylki NATO gegn efna-,sýkla,- geisla- og kjarnorkuvopnum, og til mikilsverðs framlagsallra nýrra bandalagsríkja til friðargæslu undir forystu NATO.Raunar hafa flest eldri bandalagsríkin, eins og Barany viðurkennirsjálfur, ekki náð því marki að verja 3 prósentum af vergriþjóðarframleiðslu í varnarmál. Með því að mæla framfarir einungiseftir bókstafnum gerir hann sig sekan um að yfirsjást hversubyltingarkennd umbreyting er að eiga sér stað í Mið- ogAustur-Evrópu og missa þannig sjónar áheildarmyndinni.
Önnur afstaða er tekin í safnriti um svipaðefni Ambivalent Neighbors, The EU, NATO and the Price ofMembership, (Carnegie Endowment, 2003) sem ritstýrt er afAnatol Lieven og Dmitri Trenin. Bæði Trenin og Lieven eru frásjálfstæðri bandarískri stofnun sem berst fyrir alþjóðlegum friði,Carnegie Endowment for International Peace. Eins og Trenin útskýrirí inngangi sínum eru varla í sjónmáli nokkrir valkostir viðEvrópusambandið og NATO að því er varðar valdastofnanir í Evrópu. Átímabilinu eftir kalda stríðið, þar sem hvergi hefur bólað á neinniMarshall áætlun eða meiri háttar ríkjaráðstefnu og þar sem „áræðiog viska voru hvergi í sjónmáli”, er vestræn útþensla farin að„jafngilda friðarskilmálum í stríðslok”. Í þessu ljósi reyna þeirsem rita greinarnar í Ambivalent Neighbors' að gera greinfyrir sjónarmiðum og hagsmunum allra hlutaðeigandi, allt fráEvrópusambandinu og NATO til nýrra aðildarríkja og þeirra ríkja semenn hafa ekki fengið inngöngu. Fremur en að reyna einfaldlega aðfæra gömlu merkimiðana „austur” og „vestur” á milli ríkja leggurTrenin til að fundinn verði nýr sameiginlegur merkimiði, þ.e.a.s.„norðrið”. Meginspurningin í þessu hefti verður þá hvernig best séað skapa þetta „norður” og jafna í því misfellurnar. Ófullnægjandivirðist að skilgreina „Evrópu” skv. þeim ströngu skilyrðum sem núþarf að uppfylla til að fá aðild að Evrópusambandinu og NATO. Þessí stað verða hagsmunaaðilar að setja saman sveigjanlega heildarsýnum „sameinaða og frjálsa Evrópu” ef rótgróin vestræn lýðræðisríkieiga að ráða við þau erfiðu mál sem hrjá heiminn í kjölfar 11.september og ef ekki á láta ríkin sem nú standa úti í kuldanumböðlast ein í gegnum erfið viðfangsefni í efnahags- ogstjórnmálum.
Eins og raunin vill verða í ritgerðasöfnumólíkra höfunda eru gæði ritsmíðanna misjöfn. Verra er þó að ýmsargreinar voru greinilega orðnar úreltar áður en bókin kom út. Enguað síður er meira en nóg af áhugaverðu og hugmyndauðgandi efnifyrir alla þá sem vilja kynna sér stækkun NATO.
Með dæmum bæði úr fyrri og seinnistækkunarlotunni eftir kalda stríðið veitir Karl-Heinz Kamp fráKonrad Adenauer stofnuninni innsýn í starfshætti NATO. Hann gefurmynd af stofnun sem í meginatriðum er íhaldssöm og treg til aðstyggja Rússa með því að sinna óskum Eystrasaltsríkjanna um aðild.Bæði þurfti til að koma átak í einstökum ríkjum og innan NATO semstofnunar, segir hann, til að tryggja að seinni stækkunarlotantækist. Annars vegar ýttu þungavigtarríkin í NATO á eftir málinu,en hins vegar þurfti NATO í heild að meta hvort ríkin sem voru aðsækja um aðild hefðu uppfyllt þau skilyrði sem sameiginlega höfðuverið ákveðin. Kamp ver nokkrum tíma í að ræða andstöðu Rússa viðstækkun bandalagsins og fjallar – að vísu nokkuð vantrúaður – umhugsanlega aðild Rússa að NATO. Hann vísar einnig á bug áhyggjunumum að NATO verði ekki eins starfhæft þegar aðildarríkin eru orðin26 og leggur áherslu á að Evrópusambandið og NATO þurfi að samhæfastækkunarstefnu sína.
Þrír höfundar lýsa ástandinu í nýjuaðildarríkjunum. Zaneta Ozolina, lettneskur prófessor íalþjóðasamskiptum, lýsir reynslu Eystrasaltsríkjanna, sem vorusameinuð af sameiginlegri Sovétarfleifð eftir að þau fengusjálfstæði en voru um leið keppinautar um ráspól í keppninni um aðsameinast Evrópu. Í fyrstu virtist freistandi að notfæra sér þáefnahagslegu stöðu að vera á krossgötum milli austurs og vesturs,en síðar tóku Eystrasaltsríkin skýra stefnu til vesturs eftir hrunhagkerfisins í Rússlandi 1998. Í stjórnmálum var valið skýrara.Afstaða þeirra réðst af stærðinni, því að eina leiðin fyrir lítilríki til að hafa áhrif á „alþjóðlegt gangverk er að ganga til liðsvið stærri hópa eða ríkjabandalög með nokkurn vegin samhæfðmarkmið”. Á móti því stóð löngun þessara litlu ríkja til þess aðverja menningarleg sérkenni sín og nýfengið fullveldi gegn því semíhaldsmenn og þjóðernissinnar kölluðu „útþynningu, spillingu eðajafnvel eyðileggingu á sérstakri menningu Eystrasaltsríkjanna, semdæmd væri til að drukkna í hinu stóra og velmegandiEvrópusambandi”. Ekki verður sagt að Vesturlönd hafi beinlínis lagtsig fram um að sefa þann ótta þegar þau lögðu áherslu á aðEystrasaltsríkin yrðu að bæta stöðu stórra rússneskraminnihlutahópa í ríkjum sínum og til að bæta gráu ofan á svartbættust við vandamál tengd einkavæðingu, fornfálegum landbúnaði ásvæðinu og vanþróun til sveita.
Eins og Chrisopher Bobinski ritar, en hann ertímaritsútgefandi og fyrrum fréttaritari Financial Times,var það blanda af áhyggjum af öryggismálum, óskum um bættaefnahagsþróun og augljósum menningarlegum tengslum við Evrópu semkynti undir sókn Pólverja eftir aðild að vestrænum stofnunum. Þettaolli því að í upphafi var yfirgnæfandi stuðningur við aðild meðalalmennings, sem vék síðan smám saman fyrir gagnrýni og jafnvelefasemdum. Bobinski dregur fram muninn á hinni „hávaðalausu”inngöngu í NATO annars vegar og hins vegar samningaviðræðunum umaðild að Evrópusambandinu, sem fóru nánast undantekningalaust framá þann veg „að deilt var fyrir opnum tjöldum um skilyrðin fyriraðild og þannig höfð bein áhrif á afstöðu almennings til hennar”.Nánast jafnþungt á vogarskálunum vó breytt sýn á vestræna menningu,sem íhaldsamir hópar sáu í æ ríkara mæli sem „guðlausa ogúrkynjaða”. Bobinski fjallar einnig töluvert um áhrif aðildarinnarog lýsir efasemdum landa sinna gagnvart þróuninni nýverið, svo semnánari samtvinnun Rússa og NATO í kjölfar 11. september, öryggis-og varnarmálastefnu ESB, sem nú er í mótun, og áætlanir um umbæturá landbúnaðarstefnu ESB. Hann hittir naglann á höfuðið þegar hannsegir að áhyggjur nýrra aðila séu „heimasmíðuð gildra” því að„einmitt það að ganga inn í þessar stofnanir hafi útvatnað þær ogbreytt þeim þannig að þær geti ekki skilað sama ávinningi íframtíðinni”.
Greinarnar um þau ríki sem enn hafa ekkimótað skýra afstöðu til aðildar eru meðal umdeilanlegustuskrifanna, en þær veita jafnframt bestu innsýnina. Charles King fráGeorgetown háskólanum í Washington skoðar þær hindranir sem standaí vegi fyrir sameiningu Rúmeníu og Moldóvu viðEvró-Atlantshafssvæðið, en það eitt að setja þessi ríki undir samahatt virðist sérkennilegt þar sem þau eru afar ólík að eðli ogsömuleiðis afstaða þeirra til Evrópu og hversu langt þau hafa náð ísamhæfingu sinni við vestræn ríki. Hann rekur hvernig stuðninguralmennings í Moldóvu við Evrópusambandið og NATO hefur verið aðþverra frá því í upphafi tíunda áratugarins þegar stjórnvöld fóruað halla sér í auknum mæli að Moskvu. Aftur á móti er stuðningurRúmena við Evrópusambandið og NATO óbreyttur og eru nú 75% íbúa íRúmeníu hlynnt aðild að Evrópusambandinu, og þar af 50%skilyrðislaust, þó að Rúmenía skipi jafnan síðasta sætið ískoðanakönnunum í Vestur-Evrópu um ríki sem sækjast eftir aðild.Eins og King orðar það: „Evrópubúar hafa ekki verið nærri einsspenntir fyrir Rúmeníu og Rúmenía er fyrir þeim”. Hann skýrir frááhyggjum Vesturlanda af þróuninni í stjórnmálum, róttækriþjóðernisstefnu rúmenska þjóðarflokksins og meðferð áminnihlutahópum. Niðurstaða Kings, sem er að „hvorki Rúmenía néMoldóva verði aðilar að Evrópusambandinu í náinni framtíð”, erúrelt auk þess sem ríkin tvö verður að skoða hvert fyrir sig.Rúmenía hefur þegar gengið til liðs við NATO og hefur skýratímaáætlun um hvenær ganga skuli í Evrópusambandið, en Moldóvavirðist hins vegar rifin milli Samveldis sjálfstæðra ríkja (CIS),þar sem Rússar ráða ríkjum, og Vesturlanda.
Leonid Zaiko úr hvítrússneska sérfræðihópumum varnarstefnu kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni áHvíta-Rússlandi að viðhorf almennings og opinber stefna stangistoft á, en hann segist greina síaukið fylgi við lýðræði og frjálsanmarkað meðal þjóðarinnar eftir því sem einræðissinnaður forsetilandsins, Alexander Lukashenko, gengur harðar fram í að einangraþað frá Vesturlöndum. Engu að síður verða Vesturlönd að yfirstíganeikvæða afstöðu manna í Hvíta-Rússlandi, sem rekja má tilróstursamrar fortíðar þess, og keppa við hinn volduga nágranna,Rússland, sem hefur víðtæk áhrif á efnahag og fjölmiðla þar ílandi. Afleiðingin sést í utanríkisstefnu stjórnvalda, semgreinilega hallast að Rússum, en sú tilhneiging mun líklega aukast,að áliti Zaiko, vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem stækkunEfnahagssambandsins hefur haft á viðskipti, ferðaþjónustu ogstjórnmálaástand í Minsk. Hann lýkur máli sínu með þeimvarnaðarorðum að það sé „slæm og hættuleg stefna að gefaHvíta-Rússlandi engan gaum eða einfaldlega afskrifaþað”.
Bæði Alexander Motyl frá Rutgers háskólanum íNew Jersey og James Sherr frá Konunglega herskólanum í Sandhursteru með svipuð varnaðarorð í greiningu sinni á utanríkisstefnuÚkraínu. Eins og í tilviki Hvíta-Rússlands gerir Motyl ráð fyriralvarlegum vandamálum vegna þess að landamæri Úkraínu til vesturshafa nánast lokast eftir að Pólland gerðist aðili að Schengen. Þarað auki lýsir hann þeim ótta að „útskúfun jafngildi afhendingulandsins til Rússa”, sem njóta þess að hafa yfir starfhæfaristofnunum að ráða en Úkraína og jafnframt álitlegu úrvali af„mjúkum valdbeitingarúrræðum”. Hann dregur upp þrjár hugsanlegarmyndir af neikvæðri þróun í Úkraínu ef engin von er gefin um aðildað vestrænum stofnunum.
Útgangspunktur Sherr er kostnaðurinn af þvíað taka Úkraínu ekki inn í samfélag vestrænna þjóða. Síðan fer hannút í að bera saman mismunandi nálgun Evrópusambandsins og NATOgagnvart samstarfi. Í augum Sherr hefur samstarfsáætlunbandalagsins haft tilhneigingu til að laða samstarfsríkin, þ.á m.Úkraínu, nær vestrænum stofnunum, en hins vegar heldurEvrópusambandið, sem ekki hefur gengið í gegnum eins róttæktumbótaferli í kjölfar kalda stríðsins, „áfram að styðjast viðgamaldags stækkunarlíkan” sem gæti einfaldlega haft þau áhrif aðfæra múrana til austurs. Enn býr Evrópusambandið ekki yfir neinusem jafngildir samstarfsáætlun NATO, en svo ótrúlega sem það kannað hljóma var stofnað til 500 viðburða sem NATO og Úkraína komusameiginlega að árið 2000, en hann vonar að aukin áherslaEvrópusambandsins á öryggisstefnu breyti þessu. Sherr snýr sérsíðan að innanlandsmálum og segir að úkraínska þjóðin, þótt hún séí heild ekki eins neikvæð í afstöðu sinni og almenningur íRússlandi, „hafi greinilega meiri efasemdir um NATO en forystumennlandsins; hins vegar séu forystumenn Rússa mun gagnrýnni á NATO enþjóðin”. Þrátt fyrir ýmis vandamál hljóp mikill kraftur í samvinnuNATO og Úkraínu í upphafi árs 1999 með megináherslu á umbætur ívarnarmálum. Sherr setur fram afbragðsgóða greiningu á þessusamstarfi og ákallar Vesturlönd að halda þessum farvegum til áhrifaopnum, og „taka jafnframt alvarlega hneigingu Úkraínu tilEvrópu”.
Ekki er unnt að ljúka greiningu ástækkunarferlinu án þess að tala um Rússland. Í grein sinni rekurVladimir Baranovski frá Stofnuninni um hagkerfi heimsins ogalþjóðatengsl í Moskvu breytingarnar sem eru að verða á hugmyndum„Evrópubúa” og Rússa hverra um aðra. Þótt hann taki skýrt fram íupphafi að í stað árekstra kalda stríðsins sé komin nauðsyn ásamvinnu, bendir hann á að menn sjái tengslin við Vesturlönd ekkilengur í hillingum eins og í upphafi tíunda áratugarins og séu númun meira á báðum áttum. Hins vegar lítur hann svo á að „rökin meðEvrópu hljómi, þegar á heildina er litið, betur í eyrum hjá meirihluta þeirra sem taka þátt í umræðunni, því að Rússland sé taliðeiga meiri möguleika í Evrópu en annars staðar til að komast íáhrifastöðu”. Baranovsky segir með óhlutdrægum hætti frá helstuáföngunum í samskiptum NATO og Rússlands: tvístígandi afstöðuYeltsins til stækkunarinnar í upphafi; almennri og víðtækriandstöðu við NATO sem síðan varð ofan á í Rússlandi;samningaumleitunum sem leiddu til Stofnsáttmálans í maí 1997; ogafleiðingunum af hernaðaraðgerðum NATO í Kosovo árið 1999. Hinsvegar vantar því miður í umfjöllunina um raunsæja stefnu VladimirPutins forseta gagnvart bandalaginu nýjustu atburði, þ.m.t. nánaritengsl NATO og Rússlands eftir 11. september í samhengi viðalheimsstríðið gegn hryðjuverkum og svoNATO-Rússlandsráðið.
Nú er síðari stækkunarlotu NATO eftir kaldastríðið þegar lokið. Nú sitja 26 aðildarríki við borðAtlantshafsráðsins og öll ríkin 26, ásamt Rússlandi, vinna saman íNATO-Rússlandsráðinu. Enginn sem viðstaddur var athöfnina þegarfánar nýju aðildarríkjanna sjö voru dregnir formlega að hún íhöfuðstöðvum NATO í fyrsta sinn mun geta gleymt þeim atburði eðaþeim tilfinningum sem honum fylgdu. Í augum margra sem viðstaddirvoru frá nýju aðildarríkjunum var dagurinn árangur sleitulausrarvinnu í meira en áratug. Þetta var hins vegar bara upphafið aðnýjum kafla í sögu þessara ríkja og eins í söguEvró-Atlantshafssvæðisins og nágrennis. Ef við vitnum aftur íbeiska afstöðu skáldsins Popes til tilhugalífsins og hjónabandsinsmá líkja aðildinni við hjónaband og nú er það undirbandalagsríkjunum komið, nýjum sem gömlum, að sjá til þess að þaðgangi.
Barry Adams er rannsóknarstyrkþegi hjáAmeríska ráðinu um alþjóðlega menntun í Moskvu, Rússlandi, enstarfaði hjá NATO frá september 2002 til mars2004.