Hvað er NATO?

Veldu málaflokk og kynntu þér Atlantshafsbandalagið

1 Aðildarríki

Aðildarríki NATO

Mikilvægustu þátttakendurnir í Atlantshafsbandalaginu eru sjálf aðildarríkin.

Alls 32 talsins

Raða í stafrófsröð  eða  Raða eftir ártali

 • Albanía (2009)
 • Bandaríkin (1949)
 • Belgía (1949)
 • Bretland (1949)
 • Búlgaría (2004)
 • Danmörk (1949)
 • Eistland (2004)
 • FINNLAND (2023)
 • Frakkland (1949)
 • Grikkland (1952)
 • Holland (1949)
 • Ísland (1949)
 • Ítalía (1949)
 • Kanada (1949)
 • Króatía (2009)
 • Lettland (2004)
 • Litháen (2004)
 • Lúxemborg (1949)
 • Norður-Makedónía (2020)
 • Noregur (1949)
 • Pólland (1999)
 • Portúgal (1949)
 • Rúmenía (2004)
 • Slóvakía (2004)
 • Slóvenía (2004)
 • Spánn (1982)
 • Svartfjallaland (2017)
 • SVÍÞJÓÐ (2024)
 • Tékkland (1999)
 • Tyrkland (1952)
 • Ungverjaland (1999)
 • Þýskaland (1955)

Stækkun NATO

Aðild að NATO er opin „hverju öðru Evrópuríki, sem getur unnið að framgangi sáttmálans og lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafssvæðinu“.

 
&nsbp;
&nsbp;
Mynd af NATO-fundi

2 Grunnatriði

< >

2.1 Bandalag um pólitísk málefni og varnarmál

Öryggi er lykilþáttur í velferð okkar. Markmið Atlantshafsbandalagsins er að tryggja frelsi og öryggi aðildarríkjanna með umræðu á vettvangi stjórnmálanna og með sameiginlegum vörnum.

STJÓRNMÁL – Atlantshafsbandalagið styður við lýðræðisleg gildi og gerir aðildarríkjunum kleift að ráðfæra sig og vinna sameiginlega að varnar- og öryggismálum til að takast á við úrlausnarefni, efla traust og koma í veg fyrir átök til langframa.

HERMÁL – Atlantshafsbandalagið er skuldbundið til að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn deilumála. Ef ekki reynist unnt að leiða ágreining til lyktar með diplómatískum leiðum hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða til að koma á stjórn á hættutímum. Það er gert samkvæmt ákvæðinu um sameiginlegar varnir, 5. grein Washington-sáttmálans, í umboði Sameinuðu þjóðanna, á eigin vegum eða í samvinnu við önnur ríki og alþjóðastofnanir.

2.2 Sameiginlegar varnir

Atlantshafsbandalagið fylgir staðfastlega þeirri grundvallarreglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki bandalagsins skuli túlka sem árás á þau öll. Þetta er megininntakið um sameiginlegar varnir sem kveðið er á um í 5. grein Washington-sáttmálans.

Hingað til hefur umrædd grein einungis verið virkjuð einu sinni; í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001.

2.3 Tengslin yfir Atlantshafið

NATO er varnarbandalag ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku. Þannig skapar bandalagið einstök tengsl milli heimsálfanna og gerir aðildarríkjum kleift að ráðfæra sig og vinna saman að varnar- og öryggismálum, sem og sameiginlegum aðgerðum á hættutímum.

2.4 Grunnstefna NATO 2022

Í grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins frá 2022 eru grundvallarverkefni, meginreglur og gildi þess tíunduð, sem og síbreytileg staða öryggismála og markmið bandalagsins næsta áratuginn. Stefnumótunin 2022 staðfestir að lykiltilgangur NATO er að tryggja sameiginlegar varnir aðildarríkja sinna, byggða á 360 gráðu aðferðafræði, og útlistar þrjú meginverkefni – fyrirbygging og varnir, forvarnir og stjórnun á hættutímum, og samvinnuöryggi.

 
 

3 Starfsemi

< >

3.1 Ákvarðanir og samráð

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins starfa saman á hverjum degi; ráðfæra sig og taka ákvarðanir um öryggismál á öllum stigum og ýmsum sviðum.

„NATO ákvörðun“ er sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna, þar sem allar ákvarðanir þarf að samþykkja samhljóða.

Hundruð embættismanna, borgaralegra sérfræðinga og hermanna mæta í höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins dag hvern til að skiptast á upplýsingum, deila hugmyndum og aðstoða við ákvarðanatöku þegar þess gerist þörf í samstarfi við fastanefndir ríkjanna og starfsfólk höfuðstöðvanna.

3.2 Aðgerðir og verkefni

 • Kósóvó
 • Öryggi á Miðjarðarhafi
 • Stuðningur við Afríkusambandið

Atlantshafsbandalagið tekur virkan þátt í margvíslegum aðgerðum og verkefnum á vettvangi stjórnunar á hættutímum, þar á meðal neyðaraðstoð.

Ákvarðanir bandalagsins um að ráðast í aðgerðir um stjórn á hættutímum eru ýmist byggðar á 5. grein Washington-sáttmálans eða í umboði Sameinuðu þjóðanna.

3.3 Samstarf

NATO vinnur með mörgum ríkjum sem ekki eru meðlimir bandalagsins, varðandi margvísleg stjórnmála- og öryggistengd málefni. Ríkin sækjast eftir samræðu og samstarfi við bandalagið og styðja mörg hver við aðgerðir og verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þá starfar NATO sömuleiðis náið með fjölda alþjóðastofnana.

Eins og gefur að skilja hafa samstarfsríkin ekki sama rétt til ákvarðanatöku á vettvangi NATO og aðildarríkin.

 Frekari upplýsingar um
samstarfsverkefni NATO

3.4 Þróun á aðferðum hvernig bregðast skuli við ógnum

Atlantshafsbandalagið hefur ávallt lagt áherslu á að þróa og laga sig að síbreytilegum aðstæðum til að tryggja að stefna bandalagsins, geta og skipulag mæti aðsteðjandi ógnum til framtíðar. Þetta á sömuleiðis við um sameiginlegar varnir aðildarríkjanna.

 
 

4 Lykilatburðir

 

1989

Fall Berlínarmúrsins

1991

NATO efnir til samstarfs við fyrrverandi andstæðinga eftir upplausn
Sovétríkjanna.

1995

Fyrsta stórfellda hættustjórnunaraðgerð NATO í
Bosníu og Hersegóvínu

2001

Stórfelldar hryðjuverkaárásir í New York og Washington D.C.

NATO virkjar 5. greinina í fyrsta sinn og innleiðir víðtækari nálgun í öryggismálum

2003

NATO tekur yfir stjórn Alþjóðaliðsins – ISAF – í Afganistan

 SKOĐAĐU ÁGRIP UM SÖGU NATO

5 Skipulag

Aðildarríki

 
Hermálanefnd

Alþjóðlegt hermálastarfslið

 
Aðger-
ðastjórn bandalagsins
Yfirstjórn
umbreyt-
ingarmála
 

Samþætt boðvaldsskipan hermála

Skoða skipurit