Hvað er NATO?

Veldu efni og kynntu þér NATO

1 Aðildarríki

Aðildarríki NATO

Mikilvægustu aðilarnir í Atlantshafsbandalaginu eru aðildarríkin sjálf.

Þau eru nú 29 talsins

Raða í stafrófsröð  eða  Raða eftir ártali

 • Albanía (2009)
 • Belgía (1949)
 • Búlgaría (2004)
 • Kanada (1949)
 • Króatía (2009)
 • Tékkland (1999)
 • Danmörk (1949)
 • Eistland (2004)
 • Frakkland (1949)
 • Þýskaland (1955)
 • Grikkland (1952)
 • Ungverjaland (1999)
 • Ísland (1949)
 • Ítalía (1949)
 • Lettland (2004)
 • Litháen (2004)
 • Lúxemborg (1949)
 • Svartfjallaland (2017)
 • Holland (1949)
 • Noregur (1949)
 • Pólland (1999)
 • Portúgal (1949)
 • Rúmenía (2004)
 • Slóvakía (2004)
 • Slóvenía (2004)
 • Spánn (1982)
 • Tyrkland (1952)
 • Bretland (1949)
 • Bandaríkin (1949)

Stækkun NATO

Aðild að NATO er opin „hverju öðru Evrópuríki, sem vera skal og aðstöðu hefur til að vinna að framgangi meginreglna samnings þessa og stuðla að öryggi Norður-Atlantshafs-svæðisins“.

Á vegum NATO er einnig svokölluð aðgerðaáætlun um aðild. Markmiðið með henni er að veita umsóknarríkjum ráðgjöf og markvissa aðstoð við að undirbúa sig fyrir aðild og uppfylla helstu skilyrði.

 
&nsbp;
&nsbp;
Mynd af NATO-fundi

2 Lykilatriði

< >

2.1 Stjórnmála- og hernaðarbandalag

Velferð okkar grundvallast á öryggi í daglegu lífi. Tilgangur NATO er að tryggja frelsi og öryggi aðildarríkja sinna með stjórnmálalegum og hernaðarlegum leiðum.

STJÓRNMÁLALEGAR - NATO styður við lýðræðisleg gildi og gerir aðildarríkjum kleift að ráðfæra sig og starfa saman að varnar- og öryggismálum til þess að leysa vandamál, efla traust og koma í veg fyrir átök í framtíðinni.

HERNAÐARLEGAR - NATO vinnur staðfastlega að því að leysa deilumál á friðsamlegan hátt. Sé ekki hægt að leysa mál eftir diplómatískum leiðum hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til hættustjórnunaraðgerða. Bandalagið grípur til þessa úrræðis samkvæmt ákvæðinu um sameiginlegar varnir, 5. grein Washington-sáttmálans eða í umboði Sameinuðu þjóðanna, eitt síns liðs eða í samvinnu við önnur ríki og alþjóðastofnanir.

2.2 Sameiginlegar varnir

NATO fylgir þeirri grundvallarreglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli talin árás á þau öll. Þetta er grundvallarreglan um sameiginlegar varnir, sem útlistuð er í 5. grein Washington-sáttmálans.

Til þessa hefur 5. greinin aðeins verið virkjuð einu sinni, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001.

2.3 Tengslin yfir Atlantshafið

NATO er bandalag ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku. Bandalagið skapar einstök tengsl á milli heimsálfanna tveggja, sem gera þeim kleift að starfa saman að varnar- og öryggismálum og framkvæma alþjóðlegar hættustjórnunaraðgerðir í sameiningu.

2.4 Stefnumótunin 2010

Í stefnumótun bandalagsins eru grundvallarverkefni og meginreglur þess ákvarðaðar, gildi þess, breytilegt öryggisumhverfi og markmið bandalagsins næsta áratuginn. Í stefnumótuninni 2010 eru grundvallarverkefni NATO skilgreind sem eftirfarandi: sameiginlegar varnir, hættustjórnun og öryggissamstarf.

 
 

3 Starfsemi

< >

3.1 Ákvarðanir og samráð

Dag hvern starfa aðildarríkin saman og taka ákvarðanir um öryggismál á öllum stigum og á ýmsum sviðum.

„Ákvörðun NATO“ er sameiginleg viljayfirlýsing allra 29 aðildarríkjanna, þar sem allar ákvarðanir eru samþykktar samhljóða.

Hundruð embættismanna, sem og borgaralegir sérfræðingar og hernaðarsérfræðingar, koma í höfuðstöðvar NATO á hverjum degi til að skiptast á upplýsingum, deila hugmyndum og undirbúa ákvarðanir þegar þess er þörf í samráði við sendinefndir ríkjanna og starfsfólk höfuðstöðvanna.

3.2 Aðgerðir og verkefni

 • Afganistan   Kósóvó
 • Öryggi á Miðjarðarhafi
 • Stuðningur við Afríkubandalagið

NATO tekur virkan þátt í margvíslegum aðgerðum og verkefnum á sviði hættustjórnunar, þar á meðal neyðaraðstoð.

Hættustjórnunaraðgerðir NATO eru framkvæmdar í samræmi við 5. grein Washington-sáttmálans eða í umboði Sameinuðu þjóðanna.

3.3 Samstarf

Um 40 ríki utan bandalagsins starfa með NATO að margvíslegum verkefnum er varða stjórnmál og öryggismál. Þessi lönd leitast eftir samskiptum og samstarfi við bandalagið og mörg þeirra leggja sitt af mörkum í aðgerðum og verkefnum á vegum NATO. NATO starfar einnig með fjölmörgum alþjóðastofnunum.

Samstarfslönd hafa ekki sama ákvörðunarvald og aðildarríki.

 Frekari upplýsingar um
samstarf NATO

3.4 Þróun á aðferðum við að bregðast við ógnum

NATO hefur ávallt lagt sig fram við að laga stefnu sína, bolmagn og skipulag að aðsteðjandi eða yfirvofandi ógnum. Í því felst meðal annars sameiginlegar varnir aðildarríkjanna.

 
 

4 Lykilatburðir

 

1989

Fall Berlínarmúrsins

1991

NATO efnir til samstarfs við fyrrverandi andstæðinga eftir upplausn
Sovétríkjanna.

1995

Fyrsta stórfellda hættustjórnunaraðgerð NATO í
Bosníu og Hersegóvínu

2001

Stórfelldar hryðjuverkaárásir í New York og Washington D.C.

NATO virkjar 5. greinina í fyrsta sinn og innleiðir víðtækari nálgun í öryggismálum

2003

NATO tekur yfir stjórn Alþjóðaliðsins - ISAF - í Afganistan

2010

NATO innleiðir 2010-stefnumótunaráætlunina um „virka þátttöku og nútímavarnir“

 Fara í NATO – trúnaði aflétt

5 Starfseiningar

Aðildarríki

 
Hermálanefnd

Alþjóðlegt hermálastarfslið

 
Aðger-
ðastjórn bandalagsins
Yfirstjórn
umbreyt-
ingarmála
 

Samþætt boðvaldsskipan hermála

Skoða skipurit