
Hvað er NATO?
Veldu málaflokk og kynntu þér Atlantshafsbandalagið
1 Aðildarríki
Aðildarríki NATO
Mikilvægustu þátttakendurnir í Atlantshafsbandalaginu eru sjálf aðildarríkin.
Alls 32 talsins
Raða í stafrófsröð eða Raða eftir ártali
- Albanía (2009)
- Bandaríkin (1949)
- Belgía (1949)
- Bretland (1949)
- Búlgaría (2004)
- Danmörk (1949)
- Eistland (2004)
- FINNLAND (2023)
- Frakkland (1949)
- Grikkland (1952)
- Holland (1949)
- Ísland (1949)
- Ítalía (1949)
- Kanada (1949)
- Króatía (2009)
- Lettland (2004)
- Litháen (2004)
- Lúxemborg (1949)
- Norður-Makedónía (2020)
- Noregur (1949)
- Pólland (1999)
- Portúgal (1949)
- Rúmenía (2004)
- Slóvakía (2004)
- Slóvenía (2004)
- Spánn (1982)
- Svartfjallaland (2017)
- SVÍÞJÓÐ (2024)
- Tékkland (1999)
- Tyrkland (1952)
- Ungverjaland (1999)
- Þýskaland (1955)
Stækkun NATO
Aðild að NATO er opin „hverju öðru Evrópuríki, sem getur unnið að framgangi sáttmálans og lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafssvæðinu“.

2 Grunnatriði
3 Starfsemi
4 Lykilatburðir

2001
Stórfelldar hryðjuverkaárásir í New York og Washington D.C.
NATO virkjar 5. greinina í fyrsta sinn og innleiðir víðtækari nálgun í öryggismálum

5 Skipulag
Aðildarríki
Kjarnorku-
áætlunarhópur
Norður-
Atlantshafs-
ráðið
Undirnefndir
Framkvæmda-
stjórinn
Alþjóðlegt starfslið
-
Fastanefndir NATO
Hvert aðildarríki Atlantshafsbandalagsins heldur úti sérstakri fastanefnd í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Fyrir fastenefndinni fer „sendiherra“ sem er fulltrúi ríkisstjórnar sinnar í samráðs- og ákvörðunarferli bandalagsins.
Loka
-
Kjarnorkuáætlunarhópur
Hópurinn hefur sama ákvörðunarvald og Norður-Atlantshafsráðið þegar kemur að kjarnorkustefnu Atlantshafsbandalagsins.
Loka
-
Norður-Atlantshafsráðið (NAC): hjarta NATO
Norður-Atlantshafsráðið (NAC) er æðsta ákvörðunarvald Atlantshafsbandalagsins. öll aðildarríki bandalagsins eiga fulltrúa í Norður-Atlantshafsráðinu.
Ráðið fundar minnst einu sinni í viku eða hvenær sem þörf er á. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins gegnir þar formennsku og liðsinnir fulltrúum aðildarríkjanna að komast að samkomulagi í lykilmálum.Loka
-
Undirnefndir
Innan vébanda Atlantshafsbandalagsins eru starfræktar fjölmargar undirnefndir sem fást við margvísleg viðfangsefni bandalagsins, allt frá málum á vettvangi stjórnmálanna til tæknilegra úrlausna. Nefndirnar boða reglulega á sinn fund fulltrúa og ýmsa sérfræðinga frá aðildarríkjunum.
Loka
-
Stofnanir NATO
Stofnanir Atlantshafsbandalagsins gegna mikilvægu hlutverki við að afla og viðhalda sameiginlegum úrræðum sem bandalagið hefur yfir að ráða. Þær sérhæfa sig á sviðum tæknimála og styðja við órjúfanlegan hluta af starfsemi Atlantshafsbandalagsins: innkaup, stuðningur, samskipti og upplýsingagjöf.
Loka
-
Framkvæmdastjórinn
Framkvæmdastjórinn er æðsti embættismaður Atlantshafsbandalagsins. Hann ber ábyrgð á að stýra samráðs- og ákvörðunarferli bandalagsins og að tryggja að ákvörðunum þess sé framfylgt. Framkvæmdastjórinn er jafnframt æðsti talsmaður NATO og leiðir alþjóðlegt starfslið bandalagsins sem veitir fastanefndum aðildarríkjanna í höfuðstöðvunum ráðgjöf, leiðsögn og stuðning.
Loka
-
Hermálanefnd og skipulag
Þegar pólitískum ákvörðunum, sem hafa áhrif á hermálastörf bandalagsins, er hrint í framkvæmd eru eftirfarandi lykilaðilar: Hermálanefndin, sem í sitja yfirmenn liðsafla aðildarríkja bandalagsins, alþjóðahermálastarfsliðið og herstjórnin sem samanstendur af aðgerðastjórn bandalagsins og yfirstjórn umbreytingarmála.
Atlantshafsbandalagið hefur sjálft yfir litlum liðsafla að ráða. Um leið og Norður-Atlantshafsráðið hefur samþykkt samhljóða að ráðast í aðgerð, leggja aðildarríkin sjálfviljug til liðsafla. Að aðgerð lokinni snýr hann aftur til síns heima.
Loka