Viðtal
Nick Witney: Viðbúnaðarsamviska Evrópu
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Nick Witney er fyrsti framkvæmdastjóri Varnarmálastofnunar Evrópu, sem sett var á stofn að tilstuðlan ráðherraráðs ESB í júlí 2004 til þess að bæta varnarviðbúnaðEvrópu. Hann kom til starfa hjá stofnuninni frá varnarmálaráðuneyti Bretlands þar sem hann g
Þetta er stofnun sem heyrir undir ráðEvrópusambandsins og komið var á fót í því augnamiði „að styðjaaðildarríkin í viðleitni sinni til þess að bæta varnarviðbúnað íEvrópu að því er varðar stjórnun á hættutímum og renna stoðum undirevrópska öryggis- og varnarstefnu eins og hún er nú og mun þróast íframtíðinni”. Okkur er því ætlað að huga að þörfum nútímans og sjáfyrir hverjar kröfurnar verða eftir 20 til 30 ár.
Nánar tiltekið hafa stofnuninni verið fengin fjögur meginhlutverk.Þau tengjast þróun varnarbúnaðar; samstarfi í vígbúnaðarmálefnum;stöðu tæknimála og hergagnaiðnaðarins í Evrópu oghergagnamarkaðnum; eflingu samstarfs um rannsóknir og tæknimál.Þetta eru töluvert fjölbreyttar skyldur, jafnvel þótt við berumenga ábyrgð á aðgerðum og sjónarmiða okkar sé ekki leitað ummálefni sem varða varnarstefnu og aðferðir.
Öll aðildarríki ESB eiga aðild að stofnuninni að undanskilinniDanmörku, sem hefur valið að standa utan öryggis- ogvarnarmálastefnu ESB (ESDP). Fjármögnunarkerfið byggist á stuðlisem miðast við vergar þjóðartekjur. Hins vegar eru fjárhæðirnar semum ræðir enn sem komið er ekki sérstaklega miklar. Fjárveitingin áþessu ári er 20 milljónir evra. Þetta nægir til að greiðastarfsliðinu laun og koma okkur fyrir í nýjum skrifstofum og eftirmunu standa 3 milljónir evra af undirbúningsfé sem varið verður íhagkvæmnisathuganir.
Varnarmálastofnun Evrópu er þriðja stofnunin sem heyrir undirráðið. Tvær hinar fyrri eru Gervitunglamiðstöðin í Torrejón ogÖryggisrannsóknastofnunin í París, sem báðar voru færðar undirráðið frá Vestur-Evrópusambandinu.
Ýmislegt er sérstakt við starfsemi okkar.Stofnunin er lítil en hefur samt víðtækar skyldur og er ætlað aðheyra mjög náið undir aðildarríkin. Henni er stjórnað afframkvæmdastjórn, en formaður hennar er Javier Solana (æðsti maðurstofnunarinnar, og þar af leiðandi yfirmaður minn), og í hennisitja varnarmálaráðherrar ríkjanna. Stjórnin kemur saman í ýmsummyndum. Stundum verða vopnabúrsstjórar þjóðanna viðstaddir. Stundumverða rannsókna- og tæknistjórar viðstaddir. Stundum verða þeireinstaklingar sem ábyrgir eru fyrir vígbúnaðarþróun viðstaddir.Þegar starfsemin er komin í fullan gang ættum við að hittast aðjafnaði á sex vikna fresti.
Nánast allt starfslið okkar kemur frá aðildarríkjunum, en við erumí hlutverki miðstöðvar fyrir starfsemi þeirra. Við munum hafaumsjón með ýmsum viðtalsfundum, námsstefnum, vinnuhópum og öðrummeira eða minna formlegum viðburðum til þess að gera þetta aðvettvangi aðildarríkjanna þar sem þau geta unnið saman að ýmisskonar verkefnum. Fjölbreytileiki þessara verkefna er styrkurþessarar stofnunar, því að hann á eftir að gera okkur kleift að náfram samlegðaráhrifum.
WEAG vígbúnaðarnefndin leggur niður störf í lok júní og við munumtaka yfir verksvið hennar. Þar sem við getum nálgast verkefnin áheildstæðari hátt vona ég að við munum ná fram samlegðaráhrifum afhinum mismunandi verkefnaskrám. OCCAR er fjölþjóðleg stofnun, enheyrir ekki undir Evrópu. Hún heyrir alfarið undir hluthafa sínasex og er einungis innkaupastofnun sem er rekin til þess að stýraverkefnum. Þannig hefur hún nýlega tekið yfir umsjón með A400MAirlifter verkefninu. Verkefni OCCAR í því starfi er að hafa umsjónmeð verktakanum til þess að tryggja að flugvélar séu afhentar átilsettum tíma og á uppgefnu verði. Starf okkar hefst og fer framnær uppsprettunni en raunin er hjá OCCAR. Við munum reyna að násamkomulagi um forgangsröðum í vígbúnaðarmálum og síðan mótatillögur, kynna hugmyndirnar og leita síðan aftur eftir samstöðu umfrekara samstarf. Kannski kemur að því í framtíðinni að viðstjórnum einhverju sjálf. Eins og málum er háttað nú lít ég áhlutverk okkar sem viðbót við starf OCCAR. Vonandi væri að viðgætum komið fram með samstarfsverkefni sem OCCAR gæti síðanstjórnað. Þó að engum sé skylt að leita eftir slíkri umsjón afhálfu OCCAR sinnir sú stofnun slíkum verkum vel og hefði líklegaáhuga á annast þau.
Í augnablikinu erum við í kringum 30 en þegarbúið verður að ljúka fyrstu mannaráðningunum nú í sumar verðum viðalls 77. Okkur er skipt í fjögur meginstjórnsvið, sem hvert um sigsamsvarar einu af fjórum aðalverksviðum okkar, vígbúnaðarþróun,rannsóknum og tæknimálum, hergagnamálum og iðnaðar- ogmarkaðsmálum. Þrátt fyrir það munu starfsmenn á rannsókna- ogtæknisviði ekki eingöngu hólfa sig af á því sviði. Þeir munu verjamestum hluta tíma síns í sameinuðum verkefnahópum. Ávallt þegar viðhefjum störf við tiltekið mál munum við tilnefna leiðtoga sem síðanmyndar sameinaðan hóp úr starfsliðinu á öllum fjórum stjórnsviðum.Í öllum málum sem við komum nálægt – og við erum með fjögurverkefni í öndvegi þetta árið – hefur okkur reynst best að vinna aðþeim heildstætt, sem kallar á sérþekkingu af öllum sviðunumfjórum.
Forgangsverkefnið okkar nú, sem er forsendanfyrir öllu öðru, er að koma starfseminni í gang, ráða starfsfólk ogflytja inn í nýjar skrifstofur. Við verðum einnig að útskýratilverurétt okkar. Ótrúlega mikill áhugi er á stofnuninni, en menngera sér enn litla grein fyrir hugmyndafræðinni að baki. Við verðumað kynnast hluthöfum okkar, þ.e.a.s. aðildarríkjunum 24, hverjumfyrir sig. Þar fyrir utan höfum við sett okkur vinnuáætlun fyrirárið þar sem tilgreind eru verkefnin fjögur sem við setjum íöndvegi. Þau eru evrópskur hergagnamarkaður; rannsókn sem við erumað gera á herstjórn, yfirstjórn, eftirliti og fjarskiptum; vopnaðirbryndrekar og ómönnuð loftför (UAV).
Okkur var beinlínis ýtt út í að skoða evrópskan hergagnamarkað þvíað framkvæmdastjórn ESB gaf út grænbók um þetta mál í septembersíðastliðnum. Hins vegar get ég sagt frá því að við höfum þegar náðfyrsta áfanga á því sviði. Við héldum framkvæmdastjórnarfund fyrirtveimur vikum þar sem öll löndin samþykktu að setja af stað ferlisem miðar að því að ná samkomulagi um það í árslok að aukasamkeppni í innkaupum hergagna. Við munum því verja þessu ári tilþess að kanna og ræða málin með það fyrir augum að þróafjölþjóðlegar siðareglur sem líklega verða þannig að ríkjunum er ísjálfsvald sett hvort þau undirrita eða ekki, en við vonum að öll24 ríkin samþykki þær. Innkaup fyrir herinn eru að meira og minnaleyti undanþegin þeim reglum sem gilda um innri markað Evrópu. Efokkur tekst fyrir árslok að leggja fram sannfærandi áætlun umhvernig opna megi útboðsferlin verður það mikið framfaraspor. Það áeinnig eftir að hjálpa Evrópuríkjum að fá meira út úr fjárveitingumsínum til varnarmála.
Herstjórn, eftirlit og fjarskipti (Command, Control andCommunications – C3) eru alltaf vandamál þegar halda þarf útileiðangursher. Við erum nú að vinna að sameiginlegri C3 rannsóknmeð herstarfsliði ESB. Niðurstaðna er vænst í maí og með þeim ættuað skapast fjögur markmið sem unnt er að vinna að. Með tímanumkunnum við að koma auga á fleiri svið vegna reynslunnar afstarfsemi ESB í Bosníu og Herzegóvínu. Gervihnattarsamskipti eruannað svið þar sem Evrópubúar gætu gert meira ef vandamálið, semfelst í megindráttum í skorti á afkastagetu, væri greint ísameiningu og sameiginlegar lausnir fundnar.
Ef horft er tvö eða þrjú ár fram í tímann munu forgangsverkefniverða ákvörðuð með vísindalegri greiningu á þeim vígbúnaði sem þarftil að styðja við markmið öryggis- og varnarmálastefnu ESB (ESDP).En til að byrja með ákváðum við að velja ómönnuð loftför og vopnaðabryndreka, sem voru áhugaverðir frá sjónarhorni Evrópu almennt.Ýmis ríki hafa áttað sig á að ómönnuð loftför eru nýtt og mikilvægtfyrirbæri og eru þess vegna að fjárfesta í eiginrannsóknaráætlunum. Ef ríki starfa hins vegar ekki saman verðurlokaafurðin ekki eins góð og hún gæti verið að því er varðarsamhæfni og nothæfi. Kostnaðurinn verður einnig að öllum líkindumhærri. Markmið okkar væri að draga upp nákvæma mynd af því sem erað gerast vítt og breitt í Evrópu. Við munum síðan leggja þessagreiningu fyrir framkvæmdastjórn okkar og sjá hvort aðildarríkinséu ánægð með ástandið. Ef þau eru ekki ánægð með það munum viðleggja fram tillögur um hvernig bæta megi samhæfni. Sama má segjaum vopnaða bryndreka.
Tillögur liggja fyrir um viðamikla áætlun umað verja fé sem eyrnamerkt er rannsóknum og tæknimálum tilöryggisrannsókna. Formlega verðum við að gera skýran greinarmun áöryggisrannsóknum og varnarannsóknum. Varnarmálaráðherrar beraábyrgð á varnarannsóknum og fjármunir til þeirra koma úr framlögumtil varnarmála. Öryggisrannsóknir geta fengið fjárveitingar sínarfrá framkvæmdastjórn ESB. Þrátt fyrir þessi formlegu skil erraunveruleikinn sá að heilmikið af þeirri tækni sem verið er aðþróa og þeim fyrirtækjum sem eiga hlut að rannsóknunum eru þausömu. Galdurinn verður að viðhalda þessum formlega greinarmun engæta þess samt að ráðist sé í þær rannsóknir sem mest gildi hafa.Við verðum að gera okkur grein fyrir því sem framkvæmdastjórn ESBer að gera til að tryggja að við séum ekki í raun að borga tvisvarfyrir sömu rannsóknina. Og við þurfum að skiptast á niðurstöðum úrrannsóknum. Svigrúm kann jafnvel að vera til þess aðframkvæmdastjórn ESB fjármagni tiltekin verkefni sem varða þessastofnun.
Ég tel að aðstæður hafi aldrei nokkurn tímaverið jafnerfiðar og nú fyrir þá sem vinna að áætlanagerð ívarnarmálum. Það er vegna þess að við glímum við þann fingurbrjótað á sama tíma og við þurfum að skipta yfir úr landsvæðavörnum ogyfir í leiðangurshernað þurfum við að reyna að bregðast viðtæknibyltingunni, sem er að þoka okkur úr þeim stríðsrekstri semmótaðist af iðnbyltingunni yfir í stríðsrekstur sem mótast afupplýsingaöldinni. Í Evrópu eigum við of mikið af þungavopnum ogbúnaði. Hins vegar skortir okkur ýmsa færni sem er lykilatriði ínútímahernaði: úthaldsgetu, leiðangurshæfni, hreyfanleika ogsamhæfingu. Mörg af þeim tengjast nýjum eftirlits- ogsamskiptakerfum þar sem tækninni fleygir fram í borgaraleguþjóðfélagi. Það eru svoleiðis umskipti sem við þurfum að hvetjastjórnvöld til að ráðast í. Þar sem við erum hins vegar lítilstofnun með hóflega fjárhagsáætlun verðum við fyrst og fremst aðverka sem samviska og hvati.
Við erum í þeirri stöðu að geta lagt af mörkum einstaklega traustagreiningu á öllu landslaginu í Evrópu. Vonandi gerir það okkurkleift að koma fyrir hluthafa okkar, aðildarríkin sem eruþátttakendur, til að útskýra stöðuna og spyrja hvort þau séu sáttvið hana. Þegar þau eru ekki sátt leggjum við fram tillögur umhugsanlegar úrbætur. Þegar allt kemur til alls er það í höndum 24varnarmálaráðherra að samþykkja að breyta einhverjum þáttum ílandsáætlunum sínum og verja peningum með öðrum hætti til að takamið af Evrópuvíddinni. Ég tel að það geti gerst og muni gerast þvíað stofnunin nýtur mikils pólitísks stuðnings um þessarmundir.
Raunar er það einmitt vegna þess að starfsliðokkar er á vegum ríkisstjórna að við getum haft áhrif. Hversu velsem við værum að okkur eða frumleg tækju stjórnvöld ekkert mark áokkur ef við tilkynntum einfaldlega hvað við teldum að væri best ogbyðum þeim að samþykkja það eða hafna. Við erum að leggja upp ílangt ferðalag þar sem við, þ.e.a.s. stofnunin og öll 24aðildarríkin, verðum að fylgjast að. Okkur hjá stofnuninni hefurverið falin fararstjórn, en okkur mun ekki takast það verk nema viðgetum fengið ríkin í för með okkur og tryggt að þau haldi áframþátttöku. Þeirra er eignarhaldið á öllu sem við leggjumfram.
Þetta verkar einmitt á hinn veginn. Við eigumokkur nú þegar öryggis- og varnarstefnu ESB og evrópskaöryggisstefnu þar sem skýrt er kveðið á um markmið og tilgangöryggis- og varnarstefnu ESB. Stofnunin er til í því skyni að geraEvrópu kleift að framkvæma það sem kveðið er á um íöryggisstefnunni. Í öryggisstefnunni er hins vegar tekið fram að efEvrópa eigi að axla sinn skerf af öryggisbyrði heimsins þurfi húntil þess réttu verkfærin. Enn sem komið er á hún hins vegar enginslík verkfæri og getur einungis sinnt hluta verksins. Hlutverkstofnunarinnar er að reyna að bæta skortinn á úrræðum, viðbúnaði,verkfærum og innviðum, eða með öðrum orðum að brúa gjána milli þesssem Evrópa getur gert í dag og þess sem hún vill getagert.
Við erum enn skammt á veg komin. Við erumsamt búin að móta farveg á nokkrum sviðum. T.a.m. hefur veriðstofnuð vígbúnaðarnefnd NATO og ESB og ég fer á fyrsta fund þeirrarnefndar í apríl. Við sjáum einnig fyrir okkur að bjóða af og tilframkvæmdastjóra NATO og viðeigandi aðstoðarframkvæmdastjórum aðsitja fundi framkvæmdastjórnar okkar. Stofnunin kann einnig, þóttþað sé ekki ákveðið enn, að fá boð um að annast fundarstjórn áráðstefnu vopnabúrsstjóra, en WEAG hefur gegnt því starfi hingaðtil. Þetta eru vissulega allt formleg tengsl. Ég tel að þegar áhólminn er komið séu bestu tengslin, til að tryggja að við stígumekki á tærnar hvert á öðru, hin óformlegu tengsl. Ég hef þegarfarið yfir vinnuáætlun okkar fyrir árið í ár með John Colston[aðstoðarframkvæmdastjóra NATO á sviði varnarstefnu ogvarnarskipulags] og Marshall Billingslea [aðstoðarframkvæmdastjórafjárfestingadeildar NATO í varnarbúnaði] til að hlýða á sjónarmiðþeirra og tryggja að við flækjumst ekki hver fyrir öðrum núna áfyrstu mánuðunum.
Gert er ráð fyrir einhverri samvinnu. Lönd áborð við Noreg og Tyrkland munu hafa hag afstjórnsýslufyrirkomulagi þar sem kveðið er á um hvernig tengslumþeirra við stofnunina verður háttað, því þannig fá þau góða hugmyndum hvað er að gerast innan stofnunarinnar. Svo dæmi sé tekið, efeinhver sex ríki væru að hugsa um að sameinast um tiltekiðverkefni, gætu þau beðið um að fá að taka þátt ef þau vilja. Að þvíer varðar Danmörk er málum öðru vísi háttað og ekki er þar gert ráðfyrir slíku fyrirkomulagi. Þetta stafar af því að Danmörk erESB-ríki sem velur að taka ekki þátt.
Hér er um að ræða mikilvægt málefni fyrirAtlantshafssamstarfið. Hins vegar er frumkvæðismátturinn aðallegaBandaríkjamegin. Það eru í raun Bandríkin sem setja tækniflæðinuyfir Atlantshafið skorður og takmarka aðgengi Evrópu aðBandaríkjamarkaði, öfugt við hið tiltölulega opna aðgengi semBandaríkjamenn hafa að Evrópumarkaði. Bandaríkin eyða óheyrilegumfjármunum í varnir miðað við Evrópu og geta því nálgast þessi málfrá afar sterkri stöðu. Ef Evrópumönnum líkar ekki þetta ójafnvægií tækniskiptum og markaðsaðgengi væri skynsamlegast fyrir þau aðfjárfesta í því að styrkja tæknilegan hergagnaiðnað í Evrópu þannigað meiri jafningjabragur verði á samskiptunum yfir Atlantshafið.Leiðin að þessu marki er að yfirstíga sundrungu og stuðla að stærrieiningum og tryggja þannig að meira fáist fyrir hinar umtalsverðufjárhæðir sem varið er til varnarmála í Evrópu. Þetta er þó hinsvegar langtímamarkmið. Varðandi aðgengi Bandaríkjamanna aðEvrópumörkuðum munum við hjá stofnuninni ekki breyta neinu.Grundvallarmunur er á skoðunum í þessum efnum meðal hluthafannatuttugu og fjögurra. Mig grunar þess vegna að framkvæmdastjórninmín verði sammála um að vera ósammála á þessu sviði.
Það vona ég svo sannarlega. Ég er sannfærðurum að hergagnaiðnaðurinn í Evrópu þurfi að byggjast á stærri ogsterkari einingum. Raunar hefur þetta verið almennt viðurkennt fráþví á tíunda áratugnum og heilmiklar framfarir hafa orðið áundangengnum árum, einkum á afmörkuðum sviðum svo sem ígeimvísindum. Á öðrum sviðum, t.d. á sviði land- og sjóhernaðar,hefur ekki orðið samruni fyrirtækja. Ég tel að það skipti bæðisköpum varðandi rekstur og fjárhag að við sameinumst betur umþetta. Þó er það svo að í þessum málum getur stofnunin einungislagt sitt lóð á vogarskálarnar með ráðleggingum oggreiningu.
Einn þáttur í vinnuáætlun okkar á þessu árier að koma á framfæri við framkvæmdastjórn okkar í árslokeinhverjum skynsamlegum árangursmælikvörðum. Þessirárangursmælikvarðar munu reyndar allt eins mæla áranguraðildarríkjanna og stofnunarinnar sjálfrar. Meðal þeirraárangursmælikvarða sem ég hef í huga eru fjárhagsleg markmið um aðverja auknum hluta af fjárframlögum Evrópuríkjanna á sviðivarnarrannsókna og varnartækni til samstarfsverkefna og hugsanlegamarkmið sem byggja á forsendum um „nothæfi” herafla, þar sem NATOhefur haft forystu.