Viðtal

Brännström stórfylkisforingi: Samstarfsmaður í friðargæslu

  • 01 Jan. 2004 - 01 January 0001
  • |
  • Last updated 04-Nov-2008 00:34

Anders Brännström er sænskur stórfylkisforingi sem stýrir Miðstöð fjölþjóðasveitarinnar (MNB) í Kosovo, sem heyrir undir friðargæsluverkefnið sem NATO fer fyrir í Kosovo (KFOR). Miðstöð fjölþjóðasveitarinnar hefur bækistöðvar íMið- og Norðaustur-Kosovo o

Samvinnan gengur raunar mjög greiðlega. Þaðmá þakka tíu ára samstarfi við NATO innan ramma Samstarfsins í þágufriðar og einnig reynslu okkar í Bosníu og Herzegóvínu, en þangaðsendu Svíar 12 herfylki á tíunda áratugnum. Þar að auki höfum viðnú þegar starfað saman í Kosovo í fimm ár. Það sem mestu máliskiptir er að hermenn – hvort sem þeir eru frá NATO eða ekki – erufyrst og fremst hermenn með svipaða þjálfun að baki og svipaðgildismat. Þess vegna er reynslan í heild afar jákvæð.

Erfiðasta viðfangsefni mitt er það sama ogallir foringjar í hernum verða að glíma við, hvort sem þeir eru frásamstarfsríki eða aðildarríki NATO. Það er að ná því allra besta útúr þeim átta þjóðum sem saman standa að Miðstöðfjölþjóðasveitarinnar. Það er að gera fjölþjóðlegan uppruna aðstyrk en ekki veikleika.

Afar mikilvægt er að samræma verklagsreglursem starfsliðið fylgir og samskiptakerfi. Annars er mikilvægastafærnin tungumálakunnátta þegar verið er að þjálfa og undirbúa ungahermenn, undirforingja og foringja sem þátt eiga að taka ífjölþjóðlegum verkefnum. Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir allasem hlut eiga að máli að geta haft gagnleg tjáskipti áensku.

Friðargæsluliðar verða að vera sanngjarnir,fastir fyrir og vingjarnlegir. Það á við alla, hversu hátt sem þeireru settir í friðargæslustarfinu. Íbúar á staðnum verða að sjá aðfriðargæsluliðinn sé vinveittur þeim sem sýna samstarfsvilja engeti verið harður við þá sem eru ósamvinnuþýðir. Þannig aflafriðargæsluliðar sér virðingar bæði fólksins í landinu og fulltrúaalþjóðastofnana sem starfa á svæðinu, en það skiptir höfuðmáli efvel á til að takast. Raunar er mikilvægasta færnin einfaldlega súsama og allir góðir hermenn þurfa að búa yfir. Góður hermaðurávinnur sér jafnan virðingu allra.

Viðhorfin virðast ekki fara eftir þjóðerni. Íheildina bera íbúar á svæðinu – bæði Albanir og Serbar – jafnmiklavirðingu fyrir hermönnum frá samstarfsríkjunum og fráNATO-ríkjunum. Rétt er þó að benda á undantekninguna frá þessarireglu. Þó að heiðvirt fólk af öllu þjóðerni hafi afar jákvættviðhorf til friðargæsluliðanna eru glæpamenn og niðurrifsseggir ípólitík okkur fjandsamlegir. Þetta gæti verið góðs viti því að þaðbendir til þess að við séum að vinna gott starf.

Afar mikilvægt er fyrir alla friðargæsluliða,og einkum fyrir alla í stjórnunarstöðum, að kynna sér baksvið allradeilna og sögu svæðisins og þjóðarbrotanna. Að því leyti stend égvel því að ég var yfirmaður sænska herfylkisins hér sumarið 2000 ogget sótt í þann reynslubrunn. Starf yfirmanns bardagasveitar erauðvitað ólíkt starfi stórfylkisforingjans, en sex mánaða dvöl mínhér áður kemur að góðum notum í núverandi verkefni. Þar að aukiskiptir meginmáli að hafa góða ráðgjafa. Áður en ég kom til bakatil Kosovo gætti ég þess að safna í kringum mig afar góðufólki.

Verkefni mitt er að vernda öll þjóðarbrot,fólk og stofnanir, og jafnframt allt og alla sem ógnað er. Ég hefengar tölfræðilegar upplýsingar um hversu miklum tíma við verjum íeitt samfélag umfram önnur. Hvað sem því líður sinnum við þessummálefnum í samvinnu við lögreglusveitir. Ég tel að öryggi sémikilvægur þáttur sem vegur þungt í ákvarðanatöku um að snúa tilbaka á heimaslóðir. En það er ekki eini þátturinn. Líkurnar á aðfólk snúi til baka velta á samspili ýmissa þátta. Ástandið íefnahagsmálum er t.d. afar mikilvægt. Við styðjum alla sem óskaþess að koma til baka og í því augnamiði erum við að reyna að geraumhverfið eins öruggt og traust og unnt er.

Ef ég ber saman ástandið í dag og fyrirþremur árum sé ég engar breytingar á vinsældum friðargæsluliðsinsog ég á ekki von á neinum breytingum meðan við höldum áfram aðstanda okkur. Endanleg lausn á stjórnmálaástandinu í Kosovo mundilíklega einfalda mér störfin. En við verðum öll að virða þástaðreynd að þetta ferli á óhjákvæmilega eftir að taka tíma, því aðþað er einstaklega erfitt að greiða úr þeirri mergð vandamála semtengjast Kosovo. Ég segi mönnum mínum að verkefni okkar sé að vinnaað því að skapa öruggt og traust umhverfi og vona að það hjálpi tilþess að pólitísk lausn finnist.

Þar vil ég helst nefna tvo þætti. Sá fyrstier löng reynsla okkar af friðargæslustörfum. Svíar hafa tekið þáttí friðargæsluverkefnum síðan á fimmta áratugnum og sænskirfriðargæsluliðar hafa reynslu af störfum í Mið-Austurlöndum, Kýpurog Kongó, og svo auðvitað í Bosníu og Herzegóvínu og Kosovo. Viðerum stolt af þeim friðargæsluhefðum og reynslu sem við tökum meðokkur í friðargæslustarfið. Hinn þátturinn er herskyldukerfið semvið búum við í Svíþjóð. Þeir sem manna sveitirnar sem við sendum ávettvang hlutu þjálfun meðan þeir gegndu herskyldu en hafa síðanboðið fram þjónustu sína til sérstakra verkefna. Þannig býr sérhversænskur hermaður yfir einhverri færni á borgaralegu sviði semnýtist í verkefnum eins og friðargæslustarfinu í Kosovo og í okkarröðum er fólk úr öllum stéttum, svo sem kennarar, pípulagningamennog lögreglumenn o.fl. Þessi færni, sem ótengd er hernum, geturverið afar gagnleg við að stuðla að friði og vinna að friðargæslu,einkum þegar starfa þarf með borgurunum.

Áður en við komum til Kosovo urðum við aðundirbúa okkur afar gaumgæfilega. Með því að vinna með herliði NATOá vettvangi höfum við lært vinnuaðferðir og hagnýtar verklagsreglurbandalagsins og jafnframt hvernig NATO stendur að skipulagninguverkefna. Með því að starfa á vettvangi NATO, eða reyndar á hvaðafjölþjóðlegum vettvangi sem er, getum við jafnframt borið okkursaman við hermenn frá öðrum herjum við dagleg störf. Við erum ekkií samkeppni. Fremur er um að ræða uppbyggileg upplýsinga- ogskoðanaskipti, sem er jákvætt. Sem sænskur foringi, bæði í starfiog sem einstaklingur, hefur mér þótt reynslan afar góð. Ég heffengið góðan stuðning frá NATO, frá yfirmanni mínum, HolgerKammerhoff undirhershöfðingja, og frá öllum ríkjunum sem eigaherlið á vegum Miðstöðvar fjölþjóðasveitanna.

Samkvæmt ýmsum skoðanakönnunum í Svíþjóð, semGallup og fleiri slík fyrirtæki hafa gert, vill meirihluti Svíaekki ganga í NATO. Hins vegar hefur aldrei verið spurt í slíkumskoðanakönnunum hvaða álit Svíar hafi á samvinnu við NATO. Égþykist hins vegar viss um að flestir Svíar séu afar ánægðir meðsamstarfið við NATO innan Samstarfsins í þágu friðar og meðfriðargæsluverkefnið hér í Kosovo, í Bosníu og Herzegóvínu oghugsanlega á öðrum stöðum í framtíðinni. Ég tel að við lærumheilmikið á að vinna með mörgum mismunandi herjum, fólki ogstofunum innan NATO. Ég er líka viss um að við getum haldið áframað skila okkar framlagi til sameiginlegra alþjóðaverkefna innanþess ramma. Hvort við göngum einhvern tíma í bandalagið er pólitískspurning og þú verður að spyrja stjórnmálamenn um það.