Saga
Manlio Brosio: Boðberi sátta og samlyndis á tímum kalda stríðsins
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Ryan C. Hendrickson fer yfir feril Manlio Brosio, fjórða framkvæmdastjóra NATO, 25 árum eftir fráfall hans.
Á þeim 25 árum sem liðin eru frá andlátiManlio Brosio, fjórða framkvæmdastjóra NATO, hinn 14. mars 1980,hefur starfsumhverfi NATO í öryggismálum og starfssvið bandalagsinsbreyst með hreint ótrúlegum hætti. Sá þáttur í starfi NATO semhefur þó ekkert breyst er hin eilífa vinna að einhug innanbandalagsins. Það var einmitt á því sviði sem Brosio, rólyndurmaður sem sjaldan var í sviðsljósinu á opinberum vettvangi eða ífjölmiðlum, skilaði framúrskarandi árangri á þeim sjö árum frá 1964til 1971 sem hann gegndi forystu í bandalaginu.
Brosio fæddist árið 1897 og nam lögfræði við háskólann í Torínó.Áhugi hans á stjórnmálum á yngri árum fékk ótímabæran endi þegarfasistar komust til valda. Brosio, sem var andsnúinn fasistum, létaftur til sín taka á pólitískum vettvangi árið 1943 þegar hann varí stuttan tíma varaforsætisráðherra Ítalíu og síðanvarnamálaráðherra árin 1945 og 1946. Eftir að hafa verið sendiherraÍtalíu í Sovétríkjunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, íþessari röð, frá 1947 til 1964, kom Brosio til NATO og var þásérstaklega vel í stakk búinn til að takast á við málefni líðandistundar hjá bandalaginu. Samkvæmt þeim sagnfræðingum sem einna bestþekkja sögu framkvæmdastjóra NATO á tímum kalda stríðsins, RobertS. Jordan og Michael Bloom, í ritinu Political Leadership inNATO (Westview Press, Boulder, CO, 1979), lét Brosio sérávallt afar annt um eininguna yfir Atlantshafið og var sannurleiðtogi og fulltrúi allra bandalagsríkjanna, smárra semstórra.
Brosio var ljúfur og vingjarnlegur maður og sneiddi hjá beinumárekstrum innan bandalagsins en gerði sér þess í stað far um aðvera afkastamikill stjórnandi og vinna að sáttum og samlyndi meðþolinmóðum opinberum erindrekstri og einkaviðræðum. Brosio var afarvel lesinn og hafði góða hæfileika til að greina smáatriði. Hannmætti á skrifstofu NATO strax í dögun og sökkti sér umsvifalaust íniður í stefnumótun um starfsemi bandalagsins. Aðstoðarmenn hansminnast afburðaþekkingar hans á málefnum líðandi stundar sem hannaflaði sér og viðhélt með því að rífa í sig öll dagblöðin ámorgnana. Á morgnana var hann einnig vanur að stunda þýskunám, endataldi hann nauðsynlegt að tileinka sér kunnáttu í því tungumáli tilað geta betur þjónað öllum aðilum bandalagsins.
Í embættistíð Brosio var sérlega erfitt að viðhalda einingu innanbandalagsins, enda var NATO að breyta hugmyndafræði sinni ívarnarmálum frá herfræðinni um „stórfellda gagnárás” yfir í„sveigjanlega svörun” og í kjölfar ágreinings um nýju herfræðinavoru höfuðstöðvar bandalagsins fluttar frá París tilBrussels.
Jordan og Bloom benda á að í viðleitni sinni til að vera ávallttalsmaður allra bandalagsríkjanna 15 hafi Brosio valið að látatímabundið af embætti formanns í Atlantshafsráðinu. Þannig varð úrað belgíski sendiherrann hjá NATO, André de Staercke, gegndi íreynd formennsku í Atlantshafsráðinu meðan fram fórusamningaumleitanir um flutning NATO til Brussels. Meðan á því stóðeinbeitti Brosio sér að því að vera í nánu sambandi og opnumsamskiptum við öll bandalagsríkin og að hlúa að einingu innanNATO.
Á sama tíma og NATO undirbjó flutninginn til Brussels kom uppágreiningur milli bandalagsríkjanna um tillögur umafvopnunarsamninga við Sovétríkin og mörg bandalagsríki töldu aðmenn ættu að ráða ráðum sínum betur innan NATO. Að tillögu belgískautanríkisráðherrans, Pierre Harmel, setti Atlantshafsráðið af staðrannsókn til að endurskoða hlutverk og tilgang NATO í kaldastríðinu.
Harmel skýrslan, sem var afrakstur þeirrar rannsóknar, var ár íundirbúningi og þar var mörkuð ný og byltingarkennd framtíðarbrautfyrir NATO. Niðurstaðan var að hlutverk bandalagsins væri fólgið ítveimur jafngildum þáttum: vörnum og slökun. Þannig var lagt til ískýrslunni að NATO héldi sig bæði við hefðbundið hlutverk sitt ívarnarmálum og færi inn á nýja braut „slökunar”. Þetta þýddi aðþótt viðurkennd væri áframhaldandi öryggisógn frá Sovétríkjunum ogVarsjárbandalaginu og nauðsyn hernaðarlegrar fælingar ættubandalagsríkin einnig að reyna að vinna að traustari tengslum ogsnúa sér að því að leysa undirliggjandi pólitískágreiningsefni.
Í dag líta flestir sérfræðingar á Harmel skýrsluna sem eina afkveikjunum að því að útvíkka hlutverk NATO og gera bandalaginukleift að brjótast út úr þeim viðjum að vera einfaldlegahernaðarstofnun yfir í að vera diplómatísk samtök sem gegndu einnigpólitísku hlutverki. Í bók sinni NATO, the European Union andthe Atlantic Community: The Transatlantic Bargain Reconsidered(Rowan and Littlefield, Boulder, CO, 2002), telur Stanley R. Sloanað skýrslan hafi hjálpað bandamönnum að endurheimta sátt ogsamlyndi í hermálum með því að örva þróun í átt að breyttridiplómatískri, pólitískri og hernaðarlegri nálgun að því að tryggjaöryggi beggja vegna Atlantshafsins. Einnig má færa fyrir því rök aðHarmel skýrslan hafi rutt brautina fyrir víðtækari breytingar áhlutverki NATO, sem urðu á leiðtogafundinum í Róm 1991 þegarbandalagsríkin samþykktu fyrstu varnarstefnu sína eftir kaldastríðið.
Það er athyglisvert að Brosio sjálfur hafði í upphafi efasemdir umslökunarstefnuna. Þær endurspeglast í dagbókum hans, sem enn eruóútgefnar en eru geymdar í skjalasafni Luigi Einaudi stofnunarinnarí Torínó. Ítalski sagnfræðingurinn Bruna Bagnato er nú að ritstýraútgáfu þeirra við háskólann í Florence. Þrátt fyrir það skipaðiBrosio sér í lokin heilshugar að baki Harmel skýrslunni. Bæði fyrirog eftir að bandalagsríkin fylktu sér formlega að baki skýrslunnihlúði hann að samvinnu yfir Atlantshafið um afvopnunarmál meðerindrekstri sínum innan bandalagsins. Átaksverkefni undir forystuBandaríkjamanna leiddu í millitíðinni til samningsins um bann viðútbreiðslu kjarnorkuvopna og viðræðnanna um takmörkun langdrægrakjarnorkuvopna.
Auk forystuhlutverks hans í þessari sérstöku atburðarás í söguNATO muna menn Brosio sem baráttumann fyrir útgjöldum tilvarnarmála, fyrir þann aga sem honum tókst að halda á fundumráðsins og þekkingu hans á siðareglum utanríkisþjónustunnar ísamskiptum bandalagsríkjanna og virðingu hans fyrir þeim. Brosiovar einnig þeim hæfileikum gæddur að halda ró sinni áspennuþrungnum fundum Atlantshafsbandalagsins og bar hann sjaldantilfinningar sínar á borð, ekki einu sinni í heitustu umræðunum. Áátakamestu augnablikunum var hann raunar einstaklega laginn við aðsemja minnisblöð um ákvarðanir og beita málfarslegum og pólitískumblæbrigðum með þeim hætti að upp úr stóðu þau atriði sem sátt varum innan bandalagsins.
Í ævisögu sinni, NATO: The Transatlantic Bargain (Harperand Row, New York, 1970), telur Harland Cleveland, sem starfaði semsendiherra Bandaríkjanna hjá NATO í tíð Brosio, að þessi fjórðiframkvæmdastjóri NATO eigi heiðurinn að því að hafa lagt til hinn„pólitíska efnisþátt” sem nauðsynlegur var til að komast aðsamkomulagi um erfiðustu mál. Hann telur að þetta megi rekja tilvarfærnislegs og yfirvegaðs diplómatísks stíls Brosios, sem áttioft þátt í að efla samkomulag og samskipti meðalbandalagsríkjanna.
Brosio var ákafur fylgismaður þriðjudagsfunda sendiherranna hjáNATO, þar sem fastafulltrúar gátu hist í óformlegu umhverfi til aðfinna og þróa áfram sameiginleg stefnumið. Öfugt við forvera sinn,Dirk Stikker, gerði Brosio sér far um að mæta áhádegisverðarfundina, sem við það urðu að mikilvægum og einstökumþætti í gangverki NATO.
Brosio tókst einnig að koma á gagnlegum starfstengslum við báðayfirhershöfðingja NATO í Evrópu, sem gegndu embætti meðan hann varframkvæmdastjóri, bandarísku hershöfðingjana Lyman L. Lemnitzer ogAndrew J. Goodpaster – þrátt fyrir ólíkan persónuleika þeirra ogstjórnarstíl.
Þegar tekið er mið af því að framkvæmdastjórinn getur einungishaft áhrif á ákvarðanir NATO í krafti formennsku sinnar íAtlantshafsráðinu, því hann hefur engin formleg völd eðaákvörðunarrétt um stefnumál bandalagsins, er ljóst að þessir æðstuyfirmenn bandalagsins hafa lítið svigrúm til þess að stýrabandalaginu inn á nýjar brautir. Eins og margir aðrirframkvæmdastjórar þurfti Brosio stundum að hafa töluvert fyrir þvíað fá menn til að hlusta á sjónarmið sín og því ber ekki að ofmetapersónuleg áhrif hans á stefnu bandalagsins. Þegar horft er tilþeirra fjölbreyttu og erfiðu viðfangsefna á sviði öryggismála semNATO stóð andspænis um miðjan sjöunda áratuginn gefur sögulegtyfirlit hins vegar afar jákvæða mynd af árum hans í brúnni hjáNATO. Reyndar eru hin næma tilfinning og þolinmóði erindrekstur,sem Brosio lagði til embættisins, nokkuð sem allirframkvæmdastjórar þurfa að leggja rækt við til að hjálpabandalaginu gegnum breytingatíma og tíma ágreinings milliaðildarríkjanna.
Ryan C. Hendrickson er lektorí stjórnmálafræði við Eastern Illinois háskólann, og er að vinna aðbók um framkvæmdastjóra NATO.