Framhald á uppbyggingu öryggis með samstarfi

  • 01 Jan. 2004 - 01 January 0001
  • |
  • Last updated 04-Nov-2008 00:32

Robert Weaver fer í saumana á aðkallandi vandamálum sem eru í sjónmáli í samstarfi NATO við önnur ríki tíu árum eftir að Samstarfinu í þágu friðar var komið á laggirnar.

Framhaldið á þróun tengsla NATO viðsamstarfsríkin mun bera mikið á góma á leiðtogafundi bandalagsins íIstanbúl í júní. Upphaflegt markmið með samstarfsstefnu NATO var aðbrjóta niður múra milli fyrrverandi andstæðinga og byggja uppöryggi með samráði og samvinnu. Markmiðin með núverandi samstarfieru mun metnaðarfyllri – því að samstarfsríkin hafa nú lagst ásveifina með NATO í baráttunni við brýn öryggisvandamál 21.aldarinnar.

Um leið og NATO hefur umbreyst hefursamstarfið þróast. Á öllum sviðum – hvort sem verið er að sinnaaðkallandi friðargæsluverkefnum eða mæta nýjum ógnum viðsameiginlegt öryggi á borð við hryðjuverk og útbreiðslugereyðingarvopna – gegna samstarfsríkin mikilvægu hlutverki bæðivið að móta úrræði NATO gegn þessum nýju ógnum og framkvæma þau.Ráðgjöf og aðstoð NATO, sem miðlað er um farveg Samstarfsins í þágufriðar, hafa einnig verið samstarfsríkjunum ómissandi stoð í glímuþeirra við mikilvæg umbótamál.

NATO hefur reglulegt samráð viðsamstarfsríkin í gegnum Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC), semsetur samskiptum við samstarfsríkin almennan pólitískan ramma.Sérhvert samstarfsríki getur jafnframt byggt upp eigin tengsl viðbandalagið á vettvangi Samstarfsins í þágu friðar, sem er í raunáætlun um ýmis hagnýt verkefni sem samstarfsríkin geta valið aðtaka þátt í á grundvelli eigin forgangsröðunar. Þessi tvögrundvallarferli samstarfsins eru orðin að kjölfestu íöryggisuppbyggingu á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Ef viðhalda á krafti samstarfsins og gildiþess fyrir bandalagið verður að laga það stöðugt að breytingum semverða á áherslum NATO. Þar sem NATO gegnir svo mikilvæguöryggishlutverki er eðlilegt að samstarfsríkin óski eftir nánumtengslum við bandalagið. En samstarfið verður jafnframt að veraaðlaðandi kostur fyrir samstarfsríkin og standa áfram undirvæntingum þeirra. Í undirbúningi NATO og samstarfsríkjanna undirleiðtogafundinn í Istanbúl í lok júní þarf að huga að ýmsumaðkallandi málefnum.

Í fyrsta lagi hefur jafnvægið í samskiptumbandalagsríkjanna og samstarfsríkjanna breyst. Þann 29. marsbættust í hóp bandalagsríkjanna sjö fyrrverandi samstarfsríki –Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía ogSlóvenía. Í fyrsta sinn hefur NATO nú fleiri aðildarríki (26) ensamstarfsríki (20). Því verða bandalagsríkin að vera reiðubúin tilþess að vera enn virkari í að tryggja áframhaldandi kraft ísamstarfinu. Einnig gefst nú gott tækifæri til þess að endurskoðahvaða mál skuli hafa forgang í samstarfinu.

Í öðru lagi eru samstarfsríkin afarsundurleitur hópur. Meðal þeirra eru t.d. bæði lönd sem eruhernaðarlega mikilvæg í Kákasus og Mið-Asíu og einnig hlutlaus ríkiVestur-Evrópu. Öll þessi ríki hafa afar mismunandi öryggisþarfir ogóskir, þannig að forgangsverkefni þeirra og markmið með samstarfinuverða óhjákvæmilega mismunandi. Samstarfið verður að vera nægilegasveigjanlegt til að taka mið af þessu.

Hvað varðar ríkin í Kákasus og Mið-Asíu, svodæmi sé tekið, verða þau úrræði sem í boði eru á vegum Samstarfsinsí þágu friðar að skila þeim árangri í eigin umbótaverkefnum. Efhorft er til sérþekkingar bandalagsins á umbótum í varnarmálum ogreynslunnar sem fengist hefur af aðildaráætluninni og samvinnu ágrundvelli hennar við ný aðildarríki, er líklegt að aðstoð viðumbætur á sviði varna og herskipulags verði kjarnisamstarfsferlisins.

Til þess að uppfylla sem best þessarumbótaþarfir verður Samstarfið í þágu friðar einnig að glíma viðumbætur á öðrum sviðum innanlandsmála. Í þeim tilgangi býður NATOsamstarfríkjunum nú upp á aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðarfyrir einstök ríki (IPAP), sem ætlað er annars vegar að safna undireinn hatt öllum tækifærum sem samstarfsríkjunum bjóðast tilgagnkvæmrar samvinnu við bandalagið og hins vegar að skerpaáhersluna á umbætur í innanlandsmálum. Í aðgerðaáætlunum fyrireinstök ríki ættu áherslur hvers einstaks samstarfsríkis að komaskýrt fram og tryggja ætti að þeir samstarfskostir sem valdir erueigi sér beina samsvörun í þeim áherslum.

Til þessa hafa nokkur ríki sýnt þessuframtaki mikinn áhuga, og Georgía varð fyrst ríkja til að hefjaferlið þegar forseti þess, Mikhail Saakashvili, afhentikynningarskjal ríkis síns í höfuðstöðvum NATO 6. apríl (sjágreinina Skoðað í verkfærakistu samstarfsins í þágufriðar til að fá nánari útlistun á því hvaðasamstarfsferli eru í boði).

Þótt sum samstarfsríkin séu enn að byggja uppvarnarstofnanir sínar og hernaðarmátt geta aðrar þegar lagt framumtalsvert herlið til að taka þátt í verkefnum undir forystu NATO.Sænskir hermenn gegndu t.d. sérstaklega mikilvægu hlutverki þegarverið var að koma á röð og reglu í Kosovo eftir að ofbeldi braustút í mars. Í augum þessara samstarfsríkja er það einstaklegamikilvægt að þau samstarfsferli sem NATO býður samstarfsríkjunumgefi þeim færi á að koma skoðunum sínum á framfæri þegar NATO er aðtaka mikilvægar ákvarðanir þannig að þau geti haft áhrif áundirbúning og framkvæmd verkefna sem þau taka þátt í, eða kynnu aðvilja taka þátt í.

Í þriðja lagi verður samstarfið að vera ítakti við umbæturnar innan NATO sjálfs. Nú er baráttan viðhryðjuverk eitt af helstu forgangsverkefnum bandalagsins. Árásirnará Bandaríkin 11. september 2001 urðu til þess að NATO beitti ífyrsta sinn 5. grein stofnsamnings síns. Strax næsta dag fordæmduöll aðildarríkin 46 að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinuskilyrðislaust árásirnar á New York og Washington og skuldbundu sigtil að gera allt sem í sínu valdi stæði til að berjast gegn nýrrihryðjuverkaplágu. Þar sem samstarfsríkin sjálf hafa orðið fyrirárásum hryðjuverkamanna hafa þau sama metnað og NATO til þess aðefla samstarf í baráttunni við hryðjuverk.

Hagnýt vinna á þessu sviði mun halda áfram ávegum Aðgerðaáætlunar Samstarfsins í þágu friðar umhryðjuverk. Hún er ætluð til þess að efla og auðvelda samstarfmilli aðildarríkja Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins og Samstarfsinsí þágu friðar með pólitísku samráði og raunhæfum verkefnum innanvébanda Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins og Samstarfsins í þágufriðar (sjá Unnið með samstarfsríkjum í baráttunni gegn hryðjuverkum eftir Osman Yavuzalp í vorhefti NATO Review árið 2003, þar sem frekari upplýsingar er að finna um Aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar um hryðjuverk

Til að glíma við nýjar ógnir og sinna öllumverkefnum sem upp kunna að koma hafa forystumenn NATO skuldbundiðsig til að efla vígbúnað bandalagsins. Herir bandalagsins verða aðgeta brugðist skjótt við og farið hvert sem þeirra er þörf oghaldið uppi aðgerðum á fjarlægum slóðum til lengri tíma, þ.m.t. íumhverfi þar sem hætta gæti stafað af kjarnorku-, sýkla- ogefnavopnum.

Ef aðildarríkin vilja leggja sitt að mörkumtil erfiðustu verkefnanna undir forystu NATO verða þau að halda útiherafla sem getur uppfyllt þær kröfur. Áætlanagerðar- ogendurskoðunarferlið (PARP) hefur um langt skeið hjálpaðsamstarfsríkjunum að undirbúa færni sína til að leggja sitt afmörkum til verkefna með því að stuðla að þróun viðeigandivígbúnaðar sem uppfyllir staðla NATO. Þetta ferli er farið aðlíkjast mjög umbótaferli NATO sjálfs í varnarmálum, og svo verðurað vera áfram til þess að tryggt sé að bandalagsríkin geti veittsem gagnlegast framlag til verkefna.

Ef til vill er skýrasta dæmið um þróun NATO áundangengnum árum það hvernig bandalagið tók á málum í Afganistan.Bandalagið hefur veitt alþjóðlegu öryggissveitunum (ISAF) forystufrá því í ágúst 2003 til að stuðla að því að koma á friði ogstöðugleika í Afganistan og til að tryggja að landið verði aldreiaftur nýtt sem bækistöð hryðjuverkamanna.

Störfin í Afghanistan, fjarri hefðbundnumlandamærum NATO, sýna hvers vegna samstarf er svo mikilvægt fyrirbandalagið og einnig hvers vegna bandalagið þarf að sinna beturþörfum samstarfsríkjanna í Mið-Asíu. Nú eiga átta samstarfsríkifulltrúa í þessu verkefni og mörg þeirra leggja til dýrmætt sérhæftherlið á borð við herlögreglu og sveitir til að fjarlægjajarðsprengjur. Venjulega er einmitt skortur á slíkum sérhæfðumsveitum, sem eru mikilvægur þáttur í þeim vel samsetta herafla semer lykilinn að árangri í sérhverju verkefni.

Samstarfsríki í Mið-Asíu hafa gegntlykilhlutverki í að tryggja flutningsleiðir fyrir liðsveitiralþjóðlegu öryggissveitanna, þar sem allur búnaður þarf að farayfir landsvæði nokkurra samstarfsríkja áður en hann kemst tilAfghanistan. Tengsl sem mynduð hafa verið gegnum Samstarfið í þágufriðar hafa lagt grunninn að tvíhliða samningum bandalagsríkjannaum flutning hergagna gegnum þessi ríki og staðsetningu herliðs ogvista á yfirráðasvæðum þeirra.

Þegar tekið er mið af því hversu mörgþjóðarbrot búa í Afghanistan er ljóst að samstarfsríkin í Mið-Asíuhafa einnig möguleika á því að hafa áhrif á mikilvæga aðila þar ílandi sem nýst geta í stuðningi við markmið alþjóðleguöryggissveitanna (ISAF). Þessir margvíslegu þættir valda því aðríkin í Mið-Asíu, sem einu sinni voru talin vera á langt utanEvró-Atlantshafssvæðisins, eru nú mikilvægt nágrannasvæðibandalagsins – og samstarfið ætti að endurspegla aukið vægiþeirra.

Samstarfið í þágu friðar verður að lagastöðugt að breytingum sem verða á áherslumNATO

Í fjórða lagi verður Samstarfið í þágu friðarað vera opið fyrir aðild nýrra ríkja. Bæði Bosnía og Herzegóvína ogSerbía og Montenegró hafa lýst einbeittum áhuga á að ganga íhópinn. NATO hefur gert þeim ljóst að eigi svo að fara verði þau aðuppfylla ófrávíkjanleg skilyrði NATO, fyrst og fremst um að sýnafullan samstarfsvilja við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn ímálefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag.

Í fimmta lagi verður samstarfið áfram aðgegna upphaflegu hlutverki sínu, að þjóna sem vettvangur samráðsvið samstarfsríkin um áhyggjuefni sem efst eru á baugi á sviðiöryggismála. Samstarfið býður upp á mörg tilefni til funda allrabandalagsríkjanna og samstarfsríkjanna, en jafnframt til fundaminni hópa sem ráðast af því málefni sem til umræðu er hverjusinni. Gæta verður þess að samstarfstækifærin verði áfram aðlaðandikostir – bæði fyrir samstarfsríkin og aðildarríkin.

Í síðustu fundaröð sendiherra á vegumEvró-Atlantshafssamstarfsráðsins, sem haldin var á þessu ári, varfjallað um fjölda málefna sem skipta bæði bandalags- ogsamstarfsríkin miklu máli, þ.m.t. þróunina á Balkanskaga, stöðvunútbreiðslu gereyðingarvopna og baráttuna við hryðjuverk.Evró-Atlantshafssamstarfsráðið samþykkti nýlega að koma á fótsamráðsvettvangi um öryggismál einu sinni á ári þar sem hátt settirerindrekar munu koma saman og ræða mikilvæg öryggismálefni ogvænlegustu leiðir NATO og samstarfsríkjanna til að bregðastsameiginlega við þeim.

Samstarfsstefna bandalagsins er í stöðugriþróun og hefur skilað gífurlegum árangri í átt að breyttuöryggisumhverfi á Evró-Atlantshafssvæðinu. Með því að greiða fyrirsamstarfshæfni á sviði stjórnmála og hermála hefur samstarfiðhjálpað til að skapa sérstaka öryggismenningu fyrirEvró-Atlantshafssvæðið – staðfastan vilja til að vinna saman íglímunni við aðkallandi verkefni á sviði öryggismála, bæði innan oghandan samfélags þjóðanna á Evró-Atlantshafssvæðinu. Eftir því sembandalagsríkin 26 og samstarfsríkin 20 halda áfram að vaxa samanmunu þau auka getu sína til að ráða við þessi sameiginlegu vandamálmeð sameinuðu átaki. Á leiðtogafundinum í Istanbúl verður þessistefna staðfest og leiðin framundan vörðuð.

Robert Weaver er yfirmaður deildar innanNATO sem fæst við tengsl ríkja og stjórnmál og heyrir undirstjórnmála- og öryggisstefnusvið NATO.