Enn í fullu gildi
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Jonathan Parish lýsir frá eigin brjósti umbreytingunni á NATO og sjálfum sér.
Það var ekkert mál að rata. Það eina sem ég þurfti að gera var aðhafa girðinguna miklu til vinstri handar og stefna í suður. Farþegiminn var úr landamæraþjónustu Breta og hann þekkti hvern þumlunggirðingarinnar. Verkefni mitt var að fljúga með hann meðframsvæðinu okkar þannig að hann gæti gætt að öllum óvenjulegum merkjumum að eitthvað væri að gerast hinum megin. En þetta var enginvenjuleg girðing – þetta voru innri landamæri Þýskalands í mars1983 – og hinum megin við landamærin fylgdi sovésk Hind þyrla einsog skugginn hverri hreyfingu Gazelle herþyrlunnar sem égflaug.
Næstu sex árin flaug ég skriðdrekavarnarþyrlum íSambandslýðveldinu Þýskalandi. Sérhver morgunn hófst með samaferli: veðurspá fyrir svæðið og síðan nákvæm yfirferð yfir herbúnaðVarsjárbandalagsins og NATO til þess að geta greint milli vina ogóvina á vígvellinum þegar við beindum eldflaugum okkar aðskriðdrekum á jörðu niðri.
Eftir að herþjónustu minni lauk í Þýskalandi, og eftir þjálfun ístjórnunarstörfum í Bretlandi, fékk ég stöðu hjáEvrópuherstjórninni, SHAPE, árið 1990. Félagar mínir höfðu íflimtingum að ég ætti eftir að taka framförum í golfi því að SHAPEværi skammstöfun fyrir „Superb Holidays At Public Expense” (semútleggja má „frábært frí á kostnað almennings”). Þetta var sú myndsem hafði mótast á rúmlega 40 ára tímabili kalda stríðsins, meðstöðnuðum höfuðstöðvum, forsniðnum hernaðarúrræðum oghvítflibbaskyldum. Áætlanir um að sigra vopnað lið Sovétmanna ásléttum Norður-Þýskalands þurfti lítið að uppfæra þannig aðforverum mínum hafði öllum tekist að lækka forgjöf sína í golfimilli þess sem þeir tóku sér góð frí.
Hins vegar kom ég til SHAPE rétt um ári eftir fall Sovétveldisinsog stuttu eftir Lundúnayfirlýsinguna um breyttAtlantshafsbandalag. Það kom líka fljótlega í ljós að NATO varekki lengur sama stofnunin og verið hafði þegar ég var að fljúgalandamæraeftirlitsferðir mínar. Umbreytingin á NATO var þegarhafin.
En hvað felst í umbreytingu? Hugtakið virðist hafa mismunandimerkingu í huga fólks og ég get ekki fundið neina almennaskilgreiningu á því innan bandalagsins. Mín skoðun er sú aðtilgangur umbreytingar sé að halda bandalaginu í takti viðöryggisumhverfið og halda því færu um að sinna vel þeim hlutverkumsem það kýs að taka að sér.
Breytingarnar, sem hleypt var af stokkunum meðLundúnayfirlýsingunni árið 1990, áttu sér stað vegna þessað kalda stríðinu lauk. Í stuttu máli má segja að nálgunin íöryggismálum hafi breyst frá því að vera varnar- og viðbragðasinnuðyfir í að vera fyrirbyggjandi og með ríkari áherslu á útbreiðsluöryggis og stöðugleika. Þó að hin sameiginlega öryggisskuldbindingsem felst í Washingtonsáttmálanum sé enn, og verði áfram, meginstoðbandalagsins og bindi Evrópu og Norður-Ameríku saman kom umbreytingNATO á síðasta áratug 20. aldarinnar best fram í samstarfsverkefnumog stjórnun á hættutímum.
Stjórnun á hættutímum tók allan minn tíma á tíunda áratugnum.Þegar ég var hjá SHAPE á fyrri hluta áratugarins tók ég þátt ífyrsta leiðangri NATO utan svæðis þegar Tyrklandi var veitturstuðningur á tímum fyrra Persaflóastríðsins. Ég hafði einnig nógfyrir stafni þegar NATO hjálpaði til við að flytja hjálpargögn meðflugi til Moskvu og St. Pétursborgar. Og það mæddi enn meira á mérþegar NATO var sífellt að auka umsvif sín á Balkanskaga, fyrst meðþví að aðstoða Sþ við eftirlit með þungavopnum, síðan við eftirlitmeð loftferðabanninu og loks við aðgerðir á sjó til stuðningsviðskiptabanni Sþ.
Síðari hluta þessa áratugar gegndi ég störfum í þjóðarherjum ogleiddi þyrlusveit. Í þessu fólst frekari vinna við að sinna þvíhlutverki sem NATO gegndi við stjórnun á hættutímum: leiðöngrum tilBosníu og Herzegóvínu og einnig íhlutun í Kosovo.
Í upphafi þessa áratugar gekk ég til liðs við alþjóðlegaherstarfsliðið í höfuðstöðvum NATO. Það var þar sem ég varð vitniað næsta stigi í umbreytingu NATO, þegar tekin var ákvörðun um þaðí bandalaginu árið 2002 að brjótast út úr landfræðilegum viðjumEvró-Atlantshafssvæðisins. Ég var hins vegar hissa á að svo margirhafi þá talað, og tali enn, um leiðtogafundinn í Prag semvendipunktinn í umbreytingarmálum. Í mínum huga höfðu Lundúnirþegar lagt kúrsinn og Prag var bara önnur hönd á stýrið.
Ógnin af hryðjuverkum og hættan af útbreiðslu gereyðingarvopnahafa í för með sér að öryggismál bandamanna velta í síauknum mæli áatburðum í órafjarlægð frá landamærum þeirra. Í Prag gerðubandalagsríkin sér grein fyrir þessu og aðlöguðu sig enn frekar ísamræmi við það. Liður í þessari aðlögun var sá skilningur aðframmi fyrir þessum ógnum væri þörf á eins víðtæku samstarfi og viðverður komið, ekki aðeins við önnur ríki heldur einnig við önnuralþjóðasamtök og stofnanir og því var í Prag kallað eftir „nýjumaðildarríkjum” og „nýjum samböndum”.
Þessi umbreytingasvið voru hins vegar beint framhald af breytingumsem þegar hafði verið ráðist í: þetta voru ekki glænýátaksverkefni. Í Lundúnum 1990 var NATO bandalag 16 ríkja, en þegarleiðtogafundurinn var haldinn í Prag hafði aðildarríkjunum þegarfjölgað í 19. Árið 1990 hafði NATO þegar hafið víðtæka stefnu umsamstarfsáætlanir með því að rétta fram vinarhönd til austurs.Boðið hafði verið upp á vinsamleg samskipti til suðurs, viðNorður-Afríku og Miðausturlönd árið 1994 (og í Istanbúl á síðastaári voru þessi samskipti færð út enn frekar til ríkjanna áPersaflóasvæðinu). Þegar komið var fram að þeim tíma semPrag-fundurinn var haldinn hafði NATO þegar skipað sér sess innannets alþjóðastofnana sem störfuðu í auknum mæli meðEvrópusambandinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og Sameinuðuþjóðunum.
Svipaða sögu er að segja um hinn „nýja viðbúnað”. Ákvörðunin íPrag um að setja á stofn Viðbragðssveit NATO (NRF) var rökréttskref til að uppfylla enn frekar kröfuna frá Lundúnum um afarhreyfanlegar og fjölhæfar sveitir, sem hafði leitt til stofnunarhraðsveitar Evrópuherstjórnarinnar (ARRC). Þær breytingar áyfirstjórn NATO sem tilkynnt var um í Prag byggðu á fyrri ákvörðuná tíunda áratugnum um að fækka þremur aðalstjórnum NATO í tvær meðþví að leggja niður Ermarsundsflotastjórnina. ÍPrag-skuldbindingunni um viðbúnað var lögð áhersla á þann viðbúnaðsem þyrfti til að verjast hryðjuverkum og í þeirri skuldbindingufólst frekari hvatning til öflunar á betri búnaði, sem þegar varhafin með varnarviðbúnaðaráætluninni á leiðtogafundinum íWashington árið 1999 (þegar þrjú ný aðildarríki gengu til liðs viðbandalagið og samþykkt var ný varnarstefna fyrir NATO).
Þegar horft er til baka má sjá að unnt er að líta bæði á Lundúnirog Prag sem viðbrögð við breytingum á umhverfi NATO. Áleiðtogafundinum í Lundúnum komu fram viðbrögð við lokum kaldastríðsins og í Prag komu fram viðbrögð við hryðjuverkaárásunum áBandaríkin 11. september. Leiðtogafundurinn í Prag var því ekkivendipunkturinn í umbreytingarmálum, en hann tryggði að bandalagiðhéldi áfram á þeirri braut sem það hafði lagt út á í Lundúnum – ogtryggði þannig að NATO héldi fullu gildi með því að taka að sér nýhlutverk og afla sér þeirrar hernaðarlegu getu sem nauðsynleg væritil að sinna þeim með góðum árangri.
Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því að ekki er tilneins að hafa aðgang að ótal vígvélum af þróuðustu gerð efbandalagsríkin geta ekki orðið sammála um hvernig og hvenær skulibeita þeim. Nýlegir atburðir hafa sýnt að breytingar eru einnig aðverða innan NATO sem kalla nú á frekari „umbreytingu”. Ógnirnar héráður þjöppuðu bandamönnum saman, en ógnirnar nú hafa tilhneigingutil að sundra þeim, eins og sást á Íraksdeilunni árið 2003. Þvískiptir höfuðmáli að sameiginleg sýn, sameiginlegur skilningur ogsameiginleg stefnufesta liggi að baki hlutverkum NATO og viðbúnaði.Það er af þeirri ástæðu sem framkvæmdastjóri NATO hefur undanfariðverið að tala máli þess að efla stjórnmálaumræður innan NATO ograunar lýstu bandalagsríkin yfir að ætlunin væri að eflastjórnmálaþátt bandalagsins í Lundúnayfirlýsingunni árið1990.
Niðurstaðan er sú að ég tel að Lundúnayfirlýsingin hafimarkað upphaf núverandi umbreytingar á NATO og að leiðtogafundurinní Prag hafi þokað því ferli áfram í rétta átt. Í starfi mínu íáranna rás hef ég þurft að bregðast við niðurstöðunum af mörgum afumbreytingarverkefnum þessara leiðtogafunda. Hins vegar tel ég aðþessi átaksverkefni verði til lítils ef NATO umbreytir ekki sjálfusér sem allra fyrst til þess að stuðla að auknu pólitísku samráði.Bandalagsríkin eiga aldrei eftir að geta tekið sameiginlega afstöðumeðan þau kveinka sér undan því að fjalla um umdeild pólitískágreiningsmál og öryggismál. Í öryggisumhverfi nútímans verður aðræða þessi mál; þau verður að ræða með tímabærum hætti og á breiðumgrundvelli. Ef bandalagsríkin eru ekki reiðubúin til að ráðast íþað viðfangsefni að skiptast á skoðunum um þessi mál innan NATO munbandalagið missa gildi sitt og fundinn verður annar vettvangur íþess stað. Ég er sannfærður um að NATO er allra besti vettvangurinnfyrir þessi skoðanaskipti, en ég hef einnig af því áhyggjur að hannglatist ef við notum hann ekki.
ES. Ég hef einnig umbreyst sjálfur. Á síðasta ári skipti ég ágræna hereinkennisbúningnum mínum og klæðist í þeirra stað gráumjakkafötum og hættulegasta vopnið sem mér leyfist nú að handleikaer vel yddaður blýantur. Það er annarra að dæma um hvort mér hefurtekist að halda sjálfum mér í fullu gildi ogstarfshæfum.
Jonathan Parish er yfirmaður áætlanagerðarí stefnumótunar- og textaritunardeild Stjórnmála- ogöryggisstefnusviðs NATO.