Viðtal

Sir Mark Stanhope flotaforingi: DSACT

  • 01 Jan. 2005 - 31 March 2005
  • |
  • Last updated 04-Nov-2008 02:07

Sir Mark Stanhope flotaforingi hefur verið aðstoðaryfirhershöfðingi umbreytinga Atlantshafsbandalagsins (NATO) síðan í júlí 2004. Hann er 52 ára gamall kafbátaliði, gekk í breska flotann 1970 og var þá við störf á kafbátum sem undirforingi. Hann hefur st

Stanhope flotaforingi: Minn skilningur áumbreytingu er sá að beitt sé nútímatækni og nútímahugsun til aðsamþætta öll svið getu til að beita hernum á eins skilvirkan ogfljótvirkan hátt og gerlegt er. Þetta snýst um að gera hlutina áeins hugvitsamlegan hátt hægt er. Við verðum að nýta öll hugsanlegráð til að ná þessu takmarki. Þá á ég við hugmyndaþróun,varnaráætlanir, rannsóknir og tækniþróun, tilraunir, lærdóma semmenn draga af reynslunni og menntun. Ég myndi setja hugmyndaflugefst á listann til að tryggja að við getum komið nýrri færni oggetu á framfæri í fremstu víglínu eins hratt og unnt er.

Við höfum farið í saumana á umbreytingunni og teljum að þrjúmarkmið séu nauðsynleg til að koma henni í framkvæmd. Þau eru:skilvirkari ákvarðanataka; að áhrifin nái til allra sviða hernaðarog loks að breytingin sé samhæfð og viðvarandi. Ef við náum þessummarkmiðum munum við hafa umbreytt heraflanum. Með það í huga höfumvið komið á fót fimm samhæfðum framkvæmdahópum (integrated projectteams – IPT) sem eiga að fást við það sem við nefnum sjö sviðumbreytingar. Þau eru skilvirkur hernaður, samhæfðarhernaðaraðgerðir, aukin samvinna herja og borgara, yfirburðir ásviði upplýsinga, netvirkur vígbúnaður (sem að sumu leyti ergrundvöllur alls þess sem við erum að gera), leiðangursaðgerðirog loks samþætting liðs- og birgðaflutninga. IPT-hóparnirganga þvert á lóðrétta stjórnskipulagið í bandalagi okkar ogtryggja þannig raunverulegt flæði milli einstakra hluta þess.

Þetta er mikilvægt atriði. Fyrst og fremstþurfum við að finna svigrúm til að fjárfesta í umbreytingu. Þaðþýðir að menn verða að gefa upp á bátinn það sem ekki kemur lengurað notum í nútímahernaði. Ef aðildarþjóðirnar farga því sem ekkihefur lengur neitt gildi munu þær vonandi finna leiðir til aðfjárfesta í þeim þáttum sem nauðsynlegir eru til að umbreyting getiátt sér stað í herjum þeirra. Ríkisstjórnir munu þurfa að takaerfiðar ákvarðanir til að losa um fjármuni til að takast á við hinnvíðtæka skort á getu bandalagsins. Aðildarþjóðirnar gætu einnighugað að því hvernig þær geti stutt bandalagið með því að sérhæfasig í afmörkuðum verkefnum, en við erum einmitt að reyna að þróa þáhugsun og hvetja til hennar.

Það er vissulega snúið verkefni að samþættaþá tækni sem er nauðsynleg til að koma á umbreytingu. Ennfremur erþað einmitt á þessu sviði sem Bandaríkjamenn hafa fyrirframyfirburði varðandi umbreytingu vegna þess að fyrir þá er auðveldaraað samnýta þá margvíslegu tækni sem þeir ráða yfir og ná þannigbetri árangri. Bandaríkjamenn „hnýta saman“ alla tækni sem þeir búaþegar yfir og tekst þannig að auka getu sína og færni verulega. Enmegnið af þessari tækni er þó einnig fyrir hendi í Evrópu og Kanadaog þess vegna ætti að vera mögulegt að stefna að því að yfirvinnasömu örðugleika og ná sama stigi og Bandaríkjamenn stefna að.Umtalsverðar pólitískar áskoranir fylgja því að leyfa tækniþekkinguað flæða milli einstakra aðildarríkja og yfir Atlantshafið. En viðerum að þrýsta á um að þetta ferli verði gert einfaldara. Hvað semþessu líður getum við ekki horft fram hjá fjárveitingaþættinumvegna þess að meira fé er veitt til varnarmála í Bandaríkjunum en íöðrum ríkjum.

Yfirstjórn umbreytingarmála hefur verið önnumkafin við að hleypa af stokkunum fjölda hugmynda á mörgum sviðum.Sem dæmi má nefna að við erum nú að fást við endurskoðun ávarnaráætlunum og það þýðir að við þurfum að horfa áratug fram ítímann og enn lengra. Við erum að meta hver geta bandalagsins þurfiað vera til langs tíma og hvernig hún verði tryggð, en látum ekkiduga að huga að skemmri tíma eins og áður hefur verið gert. Viðhöfum þegar sent frá okkur skýrslu um netvirkan vígbúnað NATO oghún er grunnur sem hægt er að nota til að lýsa því hver þörfinverði í framtíðinni. Á þessu stigi málsins er aðeins um að ræðaskjal sem leggur grunninn en þar er safnað saman upplýsingum um þærþarfir sem bandalagið allt þarf að sinna til að koma sér uppnetvirkum vígbúnaði. Það sem skiptir mestu er hæfnin til að nýtaþau kerfi sem fyrir eru og tengja þau saman í eitt net án þess aðþurfa að verja fé og kröftum í að skapa algerlega nýtt kerfi. Viðteljum að netvirkur vígbúnaður sé grundvallaratriði sem muni rennastoðum undir mikið af framtíðarþróun aukinnar getu og færnialmennt. Takist að efla netsamstarfið ætti að vera mögulegt að nábetri árangri þótt menn hafi minna milli handanna.

Við stöndum einnig fyrir geysimiklu starfi á sviði tilrauna. Meðalannars eru í gangi tilraunir með kerfi sem gerir herjum einnarbandalagsþjóðar kleift að fylgjast með ferðum hermanna annarrabandalagsþjóða í Afganistan. Þetta eftirlitskerfi mun auka verulegagetuna til að átta sig á ástandinu á hverju svæði og minnkaverulega líkur á því að menn ráðist óvart á bandamenn. Kerfið erþegar komið af tilraunastiginu og komið í notkun. Við höfum einnighugað að eftirliti með liðs- og birgðaflutningum. Og við höfumkannað hvernig við getum með auðveldari hætti veitt þeim sem takaákvarðanir upplýsingar, þannig að samhengið og samþættingin verðitraustari.

Á sviði menntunar hefur stofnun Sameiginleguhernaðarmiðstöðvarinnar í Stafangri í Noregi stóraukið getu okkartil að þjálfa lið til starfa á vígvellinum, en þar er um að ræðanýtt framtak hjá bandalaginu. Við höfum meira að segja hannaðsérstakt net þar sem fólki með sérfræðiþekkingu er gert kleift aðveita aðstoð á hverju sviði. Einnig höfum við endurbætt ferli semganga út á það að læra af reynslunni og bætt aðferðir bandalagsinsvið að þróa hæfnisáætlanir. Áður tók a.m.k. tvö ár að þróa slíkaáætlun, en við höfum fínstillt og hraðað ferlinu. Við erum auk þessað fara yfir allar núverandi áætlanir til að meta hvort þær komi aðgagni fyrir NATO eins og bandalagið er núna, árið 2005, og lengrainn í framtíðina, en ekki NATO eins og það var árið 1990, ántillits til þess hvenær þessar áætlanir voru samþykktar. Og viðvinnum að því að koma upp afburðasetrum í hverju landi.

Við höfum einnig unnið mikið að hugmyndamótun. Ásamt Yfirstjórnaðgerða bandalagsins höfum við gert skýrslu sem ber yfirskriftinaLangtímasýn, en þar er fjallað um þau viðfangsefni semumbreyting felur í sér. Og við erum að vinna að framhaldsskýrslu,sem nefnist Hugmyndir um sameiginlegar aðgerðir bandamanna íframtíðinni. Hún fylgir áfram þræðinum ílangtímasýnarskýrslunni og fjallar um það hvernig NATO geti tekiðupp samhæfðari áherslur í aðgerðum sínum. Við höfum tekið uppsamvinnu við atvinnufyrirtæki til að styðja við getu þeirra til aðþróa umbreytinguna áfram. Við höfum komið að þjálfun írakskraliðsforingja, en það er svið sem enginn hafði velt fyrir sér þegarYfirstjórn umbreytingarmála var stofnuð. Og við höfum lagt í miklavinnu í að þróa áætlanir þar sem reynt er að sjá fyrir áranguraðgerða í framtíðinni; þar reynum við að ná fram tilteknumlangtímaáhrifum með því að beita öllum hernaðarlegum og öðrumúrræðum sem við búum yfir.

Yfirstjórn umbreytingarmála hefur æ meiri og afdrifaríkari áhrif áumbreytingu NATO. Hraði og umfang ferlisins eru veruleg og viðleggjum hart að okkur við að byggja upp NATO sem er betur undirbúiðfyrir framtíðina. Við erum nú þegar komin vel áleiðis en ég gerimér vel grein fyrir því að mikið verk er enn óunnið. Og þar semumbreyting er hluti af heiti stofnunarinnar má sjá að þar er um aðræða viðvarandi ferli.

Mikið hefur þegar áunnist, enda þótt meiraværi hægt að gera ef stofnunin væri fullmönnuð. Við erum enn ekkibúin að ná upphafsstarfshæfni, hvað þá endanlegri starfshæfni. Viðerum því ekki með nægilegt starfslið til að gera allt sem vildumgera eða okkur er ætlað að gera. Ennfremur er það einmitt sá hlutistarfsins sem snýr að ríkjum Samstarfsins í þágu friðar (PfP) semhefur orðið fyrir mestum áhrifum af mannaflaskortinum. Engu aðsíður teljum við afar mikilvægt að aðstoða aðildarþjóðir PfP viðgerð varnaráætlana og þróa áfram sérsniðnar fræðslu- ogmenntunaráætlanir þeirra.

Þetta gerum við einkum með því að notast við tvö nátengdhjálpartæki: svonefnt Skipulags- og úttektarferli (Planning andReview Process – PARP) og Samstarfsáætlunina (CooperationProgramme). Með PARP aðstoðum við samstarfsríkin við gerðvarnaráætlana á mjög svipaðan hátt og við aðstoðum aðildarríkinsjálf, þ.e. með því að benda á pólitísk og hernaðarleg svið þar semhugsanlega er hægt að koma við umbótum í varnarmálum. Við hugumeinnig að markmiðum PfP í viðleitninni til þess að umbreytaherskipulagi og hæfni. Í Samstarfsáætluninni skipuleggjum viðfjölmörg verkefni, þ.á m. námskeið, þjálfunaráætlanir og málstofur,til þess að aðstoða PfP-ríkin við að gerast fullgildir aðilar aðNATO.

Skörunin er lítil því að NATO-skólinn íOberammergau og Varnarmálaskóli NATO í Róm fást að verulegu leytivið menntun stórra hópa stakra nemenda í margvíslegum greinum.Sameiginlega hernaðarmiðstöðin í Stafangri leggur á hinn bóginnaðaláhersluna á aðgerðaþáttinn og leiðbeiningar fyrir hópa. Hefð erfyrir því að NATO verji miklum tíma til sameiginlegra æfinga fyriraðildarþjóðirnar til þess að efla hæfni, en bandalagið hefur ekkigert mikið af því að kenna. Við höfum aldrei stefnt saman þeim semstarfa munu saman við yfirstjórn og eftirlit aðgerða og veitt þeimþjálfun áður en þeir eru sendir í verkefni. Hlutverk Sameiginleguhernaðarmiðstöðvarinnar er að sinna þessum kima varnarsamstarfsins.Við höfum með þessum hætti nú þegar þjálfað síðustu þrjá yfirmennAlþjóðlegu friðargæslusveitanna (ISAF) í Afganistan. Þeir fluttuhver um sig aðalstöðvar sínar til Stafangurs og luku tveggja viknaerfiðri þjálfun til þess að búa sig undir sjálft verkefnið.

Við höfum líka fengið til okkar í Stafangri yfirmenn og hópa fráviðbragðssveit NATO þar sem þeir hafa fengið markvissa þjálfun tilað búa þá undir þau verkefni sem eru framundan. Þetta eru algernýmæli. Ég geng reyndar svo langt að segja að Sameiginlegahernaðarmiðstöðin sé ein af fyrstu skrautfjöðrum Yfirstjórnarumbreytingarmála í starfi sínu. Hernaðarmiðstöðin hefur einnig séðum tilraunavinnu, til dæmis greiningar á árekstrarhættu ogsamstarfi. Þetta er mál sem við erum að huga að til að kanna hvortvið getum búið yfirmenn og starfslið þeirra betur undirsamningaviðræður við talsmenn hinna ýmsu sjónarmiða í tilteknumátökum.

Sameiginlega þjálfunarmiðstöðin í Bydgoszcz í Póllandi er enn aðslíta barnsskónum. Reyndar er stutt síðan við lukumsamningaviðræðum við Pólverja um að sett yrði upp aðalbækistöð ávegum NATO á pólskri grund. En sú tiltekna hæfni sem þessi miðstöðmun skila í framtíðinni mun snúa að þjálfunarþáttum sem miða að þvíað búa einstaka þætti hinna þriggja aðalgreina hersins, landhers,flughers og flota, undir aðlögun í áföngum að sameiginlegumaðgerðum.

Við viljum að Sameinaðareynslugreiningarmiðstöðin verði fær um að draga lærdóma afatburðum á vettvangi aðgerða og miðla þeirri reynslu eins fljótt ogunnt er. Miðstöðin þarf að gera meira en að finna og greina mál;hún þarf að draga lærdóma og bregðast hratt við svo að við getumbætt hæfni og verklagsreglur meðan aðgerðir standa enn yfir. Áðurfyrr skipulagði NATO æfingar, rannsakaði þann lærdóm sem dragamátti af þeim, hvarf á brott, greindi þennan lærdóm, lét geraathyglisverðar skýrslur og sendi frá sér niðurstöður allt aðtveimur árum eftir upprunalegu æfinguna. Við þurfum önnurvinnubrögð í nútímanum. Við þurfum á því að halda að reynsla komiþegar í stað að gagni í raunverulegum aðgerðum og að henni sémiðlað jafnóðum til þeirra sem annast fyrir okkur þjálfun ogfræðslu.

Fulltrúar sameinuðu reynslugreiningarmiðstöðvarinnar hafa starfaðbæði í Afganistan og Írak og kannað þau viðfangsefni sem hefurþurft að takast á við þar. Þar sem ekki eru nema tvö ár síðan NATOfór að starfa utan skilgreindra varnarsvæða sinna er margt sem ennþarf að læra. Þar á meðal eru liðssöfnun og liðsflutningar tilfjarlægra svæða, svo að einvörðungu tvennt sénefnt.

Yfirstjórn umbreytingarmála ber ábyrgð áþjálfun írakskra nema utan Íraks. Við höfum þegar skipulagt ogsamhæft þjálfunaráætlanir bæði í Miðstöð sameiginlegrahernaðaraðgerða í Stafangri í nóvember og í NATO-skólanum íOberammergau í desember. Alls hafa 22 nemendur á efri námsstigumnotið þjálfunar og kennslu hjá okkur. Námskeiðið í Stafangribeindist einkum að þjálfun á efri stigum til að fá helstuyfirmennina, hershöfðingjana, til að skilja hvernig þeir geti stýrtaðgerðum sínum í samræmi við vestræn kerfi og vestræn gildi. Millifebrúar og maí vonumst við til þess að 120 nemar að auki njótileiðsagnar í Miðstöð sameiginlegra hernaðaraðgerða ogNATO-skólanum. Einnig muni aðrir nemar sækja námskeið sem einstakaraðildarþjóðir, m.a. Ítalir, eru að skipuleggja.

Þetta gengur hægar en við höfðum vonað, að hluta til vegna þess aðliðsmenn írakska varnarmálaráðuneytisins hafa af skiljanlegumástæðum verið uppteknari af öðrum málum. Það er ekki auðvelt að sjáaf svo mörgum háttsettum mönnum með svo skömmum fyrirvara. Nú erbúið að kjósa í Írak og við vonum að hægt verði að senda fleirinema. Tungumál valda einnig nokkrum vanda. Ef menn eru sendir ívikulangt námskeið í NATO-skólanum er í lagi að nota túlka. En efeinhver sækir lengra námskeið, t.d. sex mánaða áætlunina íVarnarmálaskóla NATO í Róm, verður hann eða hún að ráða yfirnægilegri málakunnáttu til að hafa gagn af námskeiðinu.

Við berum ábyrgð á samhæfingu allrafyrirhugaðra afburðasetra. Við eigum nú í samningaviðræðum við mörgríki, sem hafa gert tillögur um þjálfunarmiðstöðvar á tilteknumhæfnissviðum sem til greina koma sem afburðasetur. Enn sem komið erhefur aðeins ein tillaga komist svo langt að undirrituð hafi veriðviljayfirlýsing um afburðasetursviðurkenningu. Um er að ræðasameiginlega miðstöð færni á sviði lofthernaðar í Kalkar íÞýskalandi, en þaðan er miðlað kunnáttu til alls sameiginlegalofthernaðarsviðsins. Líklegt er að næsta setur verði sameiginlegtafburðasetur á sviði sjóhernaðar sem Bandaríkjamenn hafa gerttillögu um.

Við eigum nú í viðræðum við mörg önnur hugsanleg afburðasetur. ÍTyrklandi erum við til dæmis að skoða afburðasetur á sviðihryðjuverkavarna en einnig þjálfunarstöð í flughernaðartaktík. Viðerum að meta afburðasetur á sviði tölvuvarna í Eistlandi. Við erumað kanna stöðu hugsanlegs afburðaseturs á sviði samstarfs borgaraog herja (CIMIC Group North) sem er stofnun sem kostuð er af mörgumríkjum. Í Tékklandi erum við að meta afburðasetur á sviði varnagegn kjarnorkuvopnum, sýklavopnum og efnavopnum og á Ítalíuafburðasetur á sviði löggæslu. Allt eru þetta dæmi um færnisvið semþjóðirnar vilja að tengist NATO með tilliti til þjálfunar og getafyllilega gagnast NATO. Ljóst er að við viljum koma þeim í gagniðeins skjótt og unnt er, en fyrst þarf að semja með nákvæmum hættium skilyrðin fyrir því hvernig stöðvarnar veita þjónustusína.

Starfið varðandi hermálaþáttinn er á áætlunen ný viðfangsefni koma stöðugt fram á sjónarsviðið. Sumpart fæstYfirstjórn aðgerða við þau en sumpart er það Yfirstjórnumbreytingarmála. Yfirstjórn aðgerða tekst á við þau færnissvið ogþær kröfur sem sinna verður til skamms tíma til að viðbragðssveitinverði að fullu reiðubúin til aðgerða næsta ár. Hjá Yfirstjórnumbreytingarmála horfum við til þess langtímasjónarmiðs að getaviðbragðssveitarinnar verði stöðugt aukin.

Ef hugað er að viðfangsefnum á næstunni höfum við nýlokið æfingu íStafangri sem nefndist Varnarsvið bandalagsins 2005 (AlliedReach 2005), en þar einbeittum við og Yfirstjórn aðgerða okkurað langtímamálefnum sem enn á eftir að taka á. Við erum að huga aðfjölþjóðasamstarfi andspænis skilvirkni í hernaði. Spurningin erhve tillitið til fjölþjóðlegra sjónarmiða má ganga langt íviðbragðssveitinni án þess að almenn hernaðargeta þess skerðist.Við erum að kanna hvernig unnt sé, miðað við þau ferli sem nú erunotuð, að tryggja skipulagningu sem miðar að því aðviðbragðssveitin standi undir væntingum um 5-20 daga viðbragðstíma.Við erum að athuga samþættingu herflutninga: hvernig við getumlosað okkur við gamalt NATO-kerfi sem gengur út á að hveraðildarþjóð beri ábyrgð á eigin flutningum, hvernig alltflutningaferlið verði samþætt til að tryggja einfaldari og virkaristuðning við viðbragðssveitina. Einnig lítum við til þess hvernighægt sé að skiptast á upplýsingum og þekkingu með skipulegum hætti.Þetta eru erfið svið þar sem við verðum að tryggja eins mikiðgegnsæi og unnt er alls staðar í bandalaginu til að geta tekist áskilvirkan hátt á við sérhvert hættuástand eða aðgerð semviðbragðssveitin gæti átt hlut að. Við fjöllum einnig um yfirstjórnog eftirlit, flutning ákvarðanatöku milli aðildarríkja og innanNATO og ekki síst hvernig hægt sé að draga úr áhrifum ýmissafyrirvara sem gerðir eru af hálfu einstakra aðildarþjóða.

Sameiginleg fjármögnun viðbragðssveitarinnar er mikilvægt málefni.Þótt um sé að ræða mál sem er á könnu aðalstöðva NATO og ekkiyfirstjórna heraflans skiptir það miklu máli vegna þess að þátttakaí viðbragðssveitinni er kostnaðarsöm. Ljóst er að aðildarþjóðirnarvilja ekki hafa á tilfinningunni að þær séu að leggja tvisvar framsinn skerf, fyrst með því að leggja til hermenn og síðan með því aðborga fyrir uppihald þeirra og þjálfun.