Atlantshafssáttmálinn

(Norður-Atlantshafssamningur) Undirritaður í Washington, D. C., 4. apríl 1949 ¹

  • 04 Apr. 1949 -
  • |
  • Last updated 08 Apr. 2024 17:00

Inngangsorð

Aðilar samnings þessa lýsa yfir að nýju tryggð sinni við markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa í friði við allar þjóðir og allar ríkisstjórnir. Þeir eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinni, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvfla á meginreglum lýðræðis, einstakl-ingsfrelsi og lögum og rétti. Þeir leitast við að efla jafnvægi og velmegun á Norður-Atlantshafs-svæðinu. Þeir hafa ákveðið að taka höndum saman um sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis. Þeir hafa því orðið ásáttir um Norður-Atlantshafssamning þennan.

1. GR.

Aðilar takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkja deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsamlegan hátt, þannig að alþjóðafriöi, öryggi og réttlæti sé eigi stofnað í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjaskiptum á nokkurn þann hátt, sem ósamrýmanlegur er markmiðum Sameinuðu þjóðanna.

2. GR.

Aðilar munu stuðla að frekari þróun friðsamlegra og vinsamlegra milliríkjaviðskipta, með því að styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar, með því að koma á auknum skilningi á meginreglura þeim, sem þær stofnanir eru reistar á, og með því að auka möguleika jafnvægis og velmegunar. Þeir munu gera sér far um að komast hjá árekstrum í efnahagslegum milliríkjaviðskiptum sínum og hvetja til efnahagssam-vinnu sín á milli, hvort heldur er við einstaka samningsaðila eða alla.

3.GR.

í því skyni að ná betur markmiðum samnings þessa, munu aðilar hver um sig og í sameiningu, með stöðugum og virkum eigin átökum og gagnkvæmri aðstoð, varðveita og efla möguleika hvers um sig og allra í senn til bess að standast vopnaða árás.

4. GR

Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógn-að.

5. GR.

Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru beir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að bá muni hver beirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viður-kenndurer í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráöizt, með því að gera begar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna beirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.

6. GR 2

Ákvæði 5. gr. um vopnaða árás á einn eða fleiri samningsaðila skulu taka til vopnaðrar árásar,

  • á lönd hvaða aðila sem vera skal í Evrópu eða Norður-Ameríku, 3 á Tyrkland eða eyjar undir lögsögu hvers aðila sem vera skal í Norður- Atlantshafi norðan hvarfbaugs krabbans.
  • á lið, skip eða loftför hvers aðila sem vera skal á eða yfir þessum yfirráðasvæðum eða öðru svæði í Evrópu, þar sem hernámslið ein-hvers aðilans hafði setu, þegar samningurinn gekk í gildi, eða Mið-jarðarhafinu eða Norður-Atlantshafinu norðan hvarfbaugs krabb-ans.

7. GR

Samningur þessi breytir engu um réttindi og skyldur þeirra aðila, sem eru meðlimir Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt sáttmála þeirra né frum-skyldu Öryggisráðsins til varðveizlu alþjóðafriðar, og má á engan hátt túlka hann á þann veg.

8. GR.

Hver aðili um sig lýsir yfir bví, að engar milliríkjaskuldbindingar, sem nú eru í gildi milli þess aðila og nokkurs annars aðila samnings þessa eða nokkurs þriðja ríkis, brjóti í bága við ákvæði samnings þessa, og lofar að gerast ekki aðili að nokkurri milliríkjaskuldbindingu, sem brjóta mundi í bága við samning þennan.

9. GR.

Með samningi þessum setja aðilar á stofn ráð, og skal hver beirra eiga þar sæti til bess að athuga mál, sem varða framkvæmd samnings þessa. Haga skal svo skipun ráðsins, að það geti komið til funda tafarlaust hvenær sem er. Ráðið skal setja á stofn þær undirnefndir, sem nauðsyn-legar kunna að þykja; fyrst og fremst skal það stofnsetja þegar í stað varnarnefnd, er geri tillögur um ráðstafanir til framkvæmdar 3. og 5. grein.

10. GR.

Aðilar geta, ef þeir eru allir sammála um það, boðið hverju ööru Evrópuríki, sem vera skal og aðstöðu hefur til að vinna að framgangi meginreglna samnings þessa og stuðla að öryggi Norður-Atlantshafs-svæðisins, að gerast aðili að honum. Ríki, sem boðin er þátttaka, getur orðið aðili að samningnum með því að afhenda ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku staðfestingarskjal sitt. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku mun tilkynna hverjum aðila um afhendingu hvers slíks staðfestingarskjals.

11. GR

Samning þennan skal fullgilda, og skulu ákvæði hans framkvæmd af aðilum í samræmi við stjórnlagaákvæði hvers um sig. Fullgildingarskjölin skulu afhent ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku svo fljótt sem unnt er, en hún tilkynnir síðan öllum öðrum ríkjum, sem undirritað hafa, um afhend-ingu hvers skjals. Samningurinn skal ganga í gildi milli þeirra ríkja, sem hafa fullgilt hann, jafnskjótt sem fullgildingarskjöl meiri hluta þeirra ríkja, sem undirritað hafa, þ. á m. Bandaríkjanna, Belgíu, Bretlands, Frakklands, Hollands, Kanada og Lúxemborgar, hafa veriö afhent, og að því er önnur ríki varðar, skal hann ganga í gildi þann dag, sem fullgilding-arskjöl þeirra eru afhent.

12. GR.

Þegar tíu ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, eöa hvenær sem er eftir það, skulu aöilar ráðgast um endurskoðun hans, ef einhver þeirra óskar þess. Skal þá höfð hliðsjón af þeim atriðum, sem þá hafa áhrif á frið og öryggi á Norður-Atlantshafssvæðinu, þ. á m. framvindu almennra samninga og svæðissamninga samkvæmt sáttmála hinna Sameinuðu þjóða til varðveizlu alþjóðafriðar og öryggis.

13. GR.

Þegar tuttugu ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, getur hver aðili sagt honum upp með eins árs fyrirvara, talið frá afhendingu tilkynningar þess efnis til ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku, en hún skýrir ríkisstjórn-um annarra aðila frá afhendingu slíkra tilkynninga.

14. GR

Samningur þessi er gerður á ensku og frönsku, og skulu báðir textar jafngildir. Skulu þeir varðveittir í skjalasafni ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku. Skal hún senda staðfest eftirrit af samningnum til ríkisstjórna annarra ríkja, er undirritað hafa.

  1. Sáttmálinn tók gildi hinn 24. ágúst 1949 (fullgildingardagur), þegar öll aðildarríki höfðu staðfest hann.
  2. Eins og hún hljóðar nú, eftir inngöngu Grikklands og Tyrklands í bandalagið(1952).
  3. Hér er felld úr upptalningunni ,,hin frönsku héruö í Algier", en er Alsír fékk sjálfstæði, lýstu Frakkar yfir því, að landssvæði þessi teldust eigi lengur til samningssvæöisins. Atlantshafsráðið ákvað, að sú breyting miðaðist við hinn 3. júlí 1962.