Mat lagt á Miðjarðarhafssamráð NATO

Afrekaskrá samráðsins

  • 01 Jan. 2004 - 01 January 0001
  • |
  • Last updated 04-Nov-2008 00:33

Mohamed Kadry Said leggur suðrænt mat á Miðjarðarhafssamráð NATO tíu árum eftir upphaf þess.

Unnið með NATO: Egyptar, Jórdanar og Marokkómenn (á myndinni hér að ofan) hafa allir tekið þátt í verkefnum NATO á Balkanskaga

Á þeim tíu árum sem liðin erufrá því að NATO hleypti Miðjarðarhafssamráði sínu af stokkunumhefur varnar- og öryggisumhverfið á Evró-Atlantshafssvæðinu, íMiðausturlöndum og víðar um heiminn gerbreyst. Í kjölfarhryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 ogherleiðangranna undir stjórn Bandaríkjanna til Afganistans ogÍraks, hefur bandalagið gegnt vaxandi hlutverki á alþjóðasviðinu ognú virðist sem Miðjarðarhafssvæðið og Miðausturlönd verði æ meira íbrennidepli hjá bandalaginu í framtíðinni. Þótt augljós sóknarfæriséu fyrir NATO til þess að láta í auknum mæli til sín taka í þessumheimshluta verður bandalagið að leitast við að koma á tvíhliðasamskiptum við Arabalönd og beina sjónum einnig aðöryggisvandamálum þeirra.

Til þessa hefur Miðjarðarhafssamráð NATOfyrst og fremst snúist um stjórnmál og miðað hefur verið að því aðauka skilning á stefnumiðum og starfsemi NATO í löndunum sem þátttaka í samráðinu jafnframt því að huga að öryggisþörfum þeirra.Þannig hefur Samráðið snúist að verulegu leyti um upplýsingaskiptiá vettvangi Samvinnuhópsins um Miðjarðarhafssamstarfið, en það erumræðuvettvangur sem settur var á stofn á leiðtogafundibandalagsins í Madrid árið 1977. Á þessum vettvangi halda bandamennreglulega viðræðufundi, ýmist með einstökum samráðslöndum (svonefnt19 + 1 form, nú 26 + 1), eða með öllum sjö samráðsríkjunum – Alsír,Egyptalandi, Ísrael, Jórdaníu, Marokkó, Máritaníu og Túnis –(svonefnt 19 + 7 form, nú 26 + 7).

Þrátt fyrir eðli samráðsins sem pólitísktsamráð, eru ýmis öryggismál sem liggja nálægt yfirborðinu.Efnahagslegir hagsmunir og orkuöryggi eru augljóslega mikilvægirþættir í Miðjarðarhafsstefnu NATO, þar sem um 65% af þeirri olíu oggasi sem notað er í Vestur Evrópu kemur þangað um Miðjarðarhafið.Ennfremur hafa sérfræðingar um öryggismál lengi spáð því aðkyrrstaða í efnahagslífi Norður Afríku og ört vaxandi fólksfjöldimuni valda Evrópu vandamálum í framtíðinni, einkum í formiólöglegra innflytjenda og jafnvel hryðjuverka. Jafnframt hefurfjölgun eldflauga í Miðausturlöndum og Norður Afríku bein áhrif áöryggi Evrópu og svigrúm til athafna á Miðjarðarhafi.

Frá fyrsta degi hefur það staðiðMiðjarðarhafssamráði NATO fyrir þrifum, rétt eins og öðru samráðiog samvinnu, þ.m.t. Barselónaframtaki Evrópusambandsins, aðvæntingar bandamanna annars vegar og Arabalanda sem þátt taka ísamráðinu hins vegar eru afar ólíkar. Evrópa og Bandaríkin virðasttrúa því að pólitískar viðræður og upplýsingaskipti hljóti að verabyrjunarreiturinn til þess að byggja upp traust og hvetja tiluppbyggilegrar samvinnu. Arabalöndin, aftur á móti, vilja heldurbyrja á hörðum málum, m.a. og einkum þeim sem snúa að átökum Arabaog Ísraelsmanna.

Barátta gegn hryðjuverkum og hreinsunMiðausturlanda af gereyðingarvopnum voru forgangsatriðiArabaríkjanna í Miðjarðarhafssamráðinu á tíunda áratugnum, en ekkiforgangsatriði hjá NATO. Áhugaleysi Arabaríkjanna um þátttöku bæðií Barselónaframtakinu og Miðjarðarhafssamráðinu var svar viðbakslaginu sem orðið hafði í friðarferlinu í löndunum fyrir botniMiðjarðarhafs. Gjáin milli sjónarmiða manna hafa staðið í veginumfyrir stefnumótandi samræðum um framtíð þessaheimshluta.

Í varnarstefnu bandalagsins frá 1999 hafðiþegar verið gefið til kynna til Arabaríkja Miðjarðarhafssamráðsinsað áherslubreytingar væru hugsanlegar, þar sem tekið yrði ávíðtækari öryggisáhættum, sem margar eiga sér rætur í suðri. Þessiútvíkkaða túlkun á umboði NATO vakti óhjákvæmilega spurningar meðalríkja í suðri um landfræðileg takmörk athafnasvæðis bandalagsins.Ennfremur hafa þessar spurningar nú orðið að áhyggjuefnum varðandivilja bandalagsins og einstakra aðildarríkja þess til þess að grípatil aðgerða án stuðnings Sameinuðu þjóðanna, vegna íhlutunar NATO íKosovo og vegna herferðarinnar í Írak undir stjórnBandaríkjanna.

Afrekaskrá samráðsins

Bandalagið verður að leitast við að koma átvíhliða samskiptum við Arabalönd og beina sjónum einnig aðöryggisvandamálum þeirra

Í áranna rás hefur NATO stutt röð afráðstefnum og námsstefnum fyrir fulltrúa NATO og ríkjaMiðjarðarhafssamráðsins. Fyrsta ráðstefnan af þessum toga varhaldin í Róm á Ítalíu í nóvember 1997, um framtíð NATOsamráðsins og í kjölfarið fylgdi ráðstefna í Valencia á Spánií febrúar 1999 um Miðjarðarhafssamráðið og hið nýja NATO.Á ráðstefnunni í Róm voru lögð drög að því að benda á hagnýtthlutverk samráðsins, en ráðstefnan í Valencia var fyrsta tækifærisendiherra frá bæði NATO ríkjum og Miðjarðarhafssamráðsríkjunum,sem þá voru sex, til þess að koma saman og ræða um verkefninframundan.

Meðal annarrar hagnýtrar starfsemi samráðsinsmá nefna rannsóknarstöður með styrkjum, skipulag almannavarna ogvísindasamstarf. Árið 1998 bauð NATO löndum Miðjarðarhafssamráðsinstil þess að taka þátt í áætlun sinni um rannsóknastöður(Institutional Fellowship Programme). Frá þeim tíma hefur fjórumslíkum rannsóknarstöðum verið úthlutað til landaMiðjarðarhafssamráðsins. Einnig hafa þingmenn, sérfræðingar,fræðimenn, fréttamenn og embættismenn frá samráðsríkjunum tekiðþátt í heimsóknum til höfuðstöðva NATO. Þá hefur verið haldin röðnámsstefna um Miðjarðarhafssamráðið innan vébanda sérhópssamstarfsins (Mediterranean Special Group) með þátttöku löggjafafrá NATO, samráðsríkjum og ríkjum utan samráðsins, auk námsstefnafulltrúa frá alþjóðlegum stofnunum. Loks hafa þrjú ríkisamstarfsins fengið áheyrnarfulltrúa í þingmannasamtökum NATO:Marokkó og Ísrael árið 1994, og Egyptaland árið 1995.

Fulltrúar samráðsríkja hafa sótt námskeið ískipulagningu almannavarna í NATO skólanum í Oberammergau íÞýskalandi og víðar. Vísindamenn frá samráðsríkjum hafa einnigtekið þátt í rannsóknarvinnu á vegum NATO og annarri starfsemiinnan Vísindaáætlunar NATO.

Að því er varðar hernaðarlegt samstarf innanMiðjarðarhafssamráðsins má nefna að fulltrúar samráðsríkja hafafengið að fylgjast með æfingum NATO og PfP á sjó og landi,heimsækja hernaðarlegar stofnanir NATO, skiptast á yfirmönnum ogtaka þátt í vinnuhópum og námsstefnum. Þótt það falli utanMiðjarðarhafssamráðsins sem slíks, má nefna að nokkur samráðsríki,þ.e. Egyptaland, Jórdanía og Marokkó, hafa tekið þátt ífriðargæsluverkefnum í Bosníu og Herzegóvínu, bæði í IFOR og SFOR.Á þessari stundu eru hermenn frá Jórdaníu og Marokkó þátttakendur íKFOR aðgerðinni undir stjórn NATO í Kosovo.

Fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001og herleiðangrana til Afganistans og Íraks, var því lítil gaumurgefinn að bæta Miðjarðarhafssamráðið. Ef frá er talin ein skýrslafrá bandarísku rannsóknarstofnuninni RAND Corporation, snerustumræður að verulegu leyti um að auka tíðni pólitískra viðræðufunda,fjölga tækifærum til þess að sendifulltrúar gætu talað saman,hvetja samráðsríkin til þess að skipuleggja viðburði á borð viðráðstefnurnar í Róm og Valencia og koma á beinum tengslum millihernaðarlegs starfsliðs NATO og hermanna ísamráðsríkjum.

Í skýrslunni frá RAND, sem ber heitið TheFuture of NATO's Mediterranean Initiative: Evolution and NextSteps og kom út árið 1999, voru gerðar nokkrar tillögur umstefnumörkun. Meðal stefnumiða má nefna aðgerðir sem miða að því aðefla hlutverk frjálsra félagasamtaka, endurskilgreininguöryggisviðfangsefna á svæðinu þannig að þau taki til hryðjuverka,orkuöryggis, flóttamannastraums, skipulagningar almannavarna ogaðgerða gegn útbreiðslu gereyðingarvopna, stofnun til hagnýtravarnarráðstafana í anda Samstarfsins í þágu friðar, uppsetningukerfis til þess að koma í veg fyrir hættuástand og byggja upptraust á Miðjarðarhafssvæðinu, skipulagningu tvíhliða varnaræfinga,uppsetningu sameiginlegs varnarannsóknanets NATO og landaMiðjarðarhafssvæðisins og aukningu fjárveitinga tilMiðjarðarhafssamráðsins. Í skýrslunni er einnig gerð tillaga umframtíðarstækkun NATO til suðurs til þess að “draga enn frekar úrhefðbundinni áherslu NATO á Mið-Evrópu og opna nýjar leiðir tilþess að auka starfsemi bandalagsins í suðri”.

Varnarumhverfið nú er hins vegar svo breyttfrá því sem var á tíunda áratugnum, að taka verður tillit tilþriggja þátta þegar metnar eru framtíðarhorfurMiðjarðarhafssamráðsins, þ.e.a.s. landfræðilegra þátta, aðferða viðskipulagsbreytingar og nýs gildismats.

Landfræðileg atriði: : Í kjölfarhryðjuverkaárásarinnar 11. september og herleiðangranna tilAfganistans og Íraks hefur hið landfræðilega rými öryggissamstarfsNATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan ogjafnvel lengra. Ennfremur er það svo að þótt samráðsríkin hafi áðurverið utan Norður-Atlantshafssvæðisins og þar með utanöryggiskerfis NATO eru ógnir dagsins í dag slíkar að mörkuðlandamæri hafa æ minni þýðingu. Landfræðileg mörk eru auðvitaðlykilatriði við skilgreiningu öryggiskerfa, áætlanagerð, þjálfun,herstjórn, yfirsýn, flutninga og njósnir. Landfræðilegir þættirgeta einnig kallað á nýjar gerðir leiðangra og aðgerða. Þar semhermenn frá Egyptalandi, Jórdaníu og Marokkó hafa þegar unnið undirherstjórn NATO á Balkanskaga, kynnu þessar þjóðir að taka það tilgreina nú að senda hermenn til þess að starfa með NATO í Afganistaneða taka höndum saman með NATO annars staðar til þess að berjastgegn hryðjuverkum og stemma stigu við útbreiðslugereyðingarvopna.

Aðferðir við skipulagsbreytingar: Ef„landfræðileg atriði” varða rými, þá varða „aðferðir viðskipulagsbreytingar” tímaþáttinn og hversu brýnt er að komabreytingum á, skilvirkni breytinganna, kostnað við þær oghugsanlegar hliðarverkanir. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun”gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla varlögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslegahvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin uppstefna sem felst meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Þóttíhlutunarstefnan veki vissar siðferðilegar og pólitískar spurningarmá segja að hún gangi einnig út frá svæðisbundinni og alþjóðlegriábyrgð á stöðugleika og uppbyggingu. Herleiðangrarnir tilAfganistans og Íraks virðast þegar hafa hert á breytingum í þessumheimshluta og þar hafa þjóðir ráðist í ýmsar aðgerðir að eiginfrumkvæði, svo sem með áætlunum um að endurskipuleggjaArababandalagið, lagfæra mannréttindamál í Egyptalandi og þá mánefna einhliða ákvörðun Líbýu um að losa sig við gereyðingarvopnsín.

Nýtt gildismat: ÍhlutunarstefnuBandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breytagildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsunVesturlanda. Þetta ferli og hið gríðarlega valdamisvægi sem stafaraf veru bandaríska hersins á staðnum og getumunurinn að því ervarðar hátæknilegan vopnabúnað í þessum heimshluta gæti leitt tilfrekari óstöðugleika og jafnvel kynt undir frekari hryðjuverkum. Íviðleitninni til þess að takast á við menningarlega þætti öryggisog stuðla að virðingu fyrir gildum á borð við lýðræði, mannréttindiog opið samfélag verður enn mikilvægara að huga að nýjum hugmyndumum hernaðarsamstarf og annars konar samstarf milli NATO,samráðsríkjanna og annarra hagsmunaaðila á svæðinu.

Leiðin framundan

Ef litið er á heildarmyndina virðist semleiðin til þess að þróa Miðjarðarhafssamráðið áfram liggi inn áfjölmörg ný svið, og eru nokkur þeirra talin upp hér áeftir.

Barátta gegn hryðjuverkum: Þetta ættiað vera kjarninn í öllum áætlunum um framtíðarsamstarf og ættiáherslan að vera á að bregðast við hvers kyns ógnum við orkugeiranná svæðinu. Mikilvægar siglingaleiðir eru hér afar berskjaldaðar oghætta á hryðjuverkum veruleg. Af þeim sökum gæti vel skipulögð ogsamræmd hryðjuverkaárás á orkuflutningskerfið valdið miklu uppnámifyrir orkulindir og efnahag heimsins og haft í för með sér mikinnmannskaða.

Barátta gegn útbreiðslugereyðingarvopna: Á þessum vettvangi verður þörf á samvinnu umað stöðva flæði gereyðingarvopna, flutningsbúnaðar þeirra og annarsfylgibúnaðar á sjó, í lofti og á landi. Markmiðið verður að vera aðtaka upp samræmdar aðgerðir til þess að skiptast á viðeigandiupplýsingum með skjótum hætti varðandi grunsemdir um dreifingugereyðingarvopna og koma á samræmdum vinnubrögðum meðalsamstarfsríkja við öll inngrip í slík mál.

Neyðarhjálp og mannúðaraðgerðir:Reynslan af uppbyggingarstarfinu í Írak hefur sýnt fram á mikilvægiþess að koma upp kerfi til skjótra viðbragða til þess að fylla uppí eyðurnar í aðstoðarstarfinu sem jafnan þarf að fylgja í kjölfaraðgerða. Slíkur stuðningur er bráðnauðsynlegur til þess að getahafið enduruppbyggingu þegar í stað eftir átök.

Hreinsun jarðsprengja: Hreinsunjarðsprengja í mannúðarskyni er orðin að föstum lið ífriðaruppbyggingarstarfi. Burtséð frá þeim hræðilegu meiðslum semjarðsprengjur valda á fólki standa þær einnig í vegi fyrirefnahagsþróun í heilum heimshlutum. Þess vegna gæti samstarf áþessu sviði hjálpað til þess að efla samstöðuna milli NATO ogsamráðsríkjanna.

Friðargæsla: Líklegt er að friðargæslagæti orðið mikilvægur og frjósamur akur fyrir samstarf oguppbyggingu trausts. Auk þess að veita þjálfun mætti útvíkkasamstarf á þessu sviði þannig að það taki til sameiginlegraráætlanagerðar, skipulagningar svæðisbundinna friðargæslusveita ogþátttöku hersins í neyðarhjálp og mannúðarverkefnum.

Sameiginlegar aðgerðir á sviðifjölmiðlunar: Ýmsir menningarlegir þættir gera að verkum aðsameiginlegar aðgerðir á sviði fjölmiðlunar gætu orðið til þess aðgreiða fyrir hernaðarlegum og lýðræðislegum umbótum.

Uppbygging innviða á svæðinu: Sumsstaðar á Miðjarðarhafssvæðinu skortir þá þjóðfélagslegu innviði semnauðsynlegir eru til þess að tengja löndin og halda úti skilvirkumhernaðaraðgerðum. Vegagerð, flugvallagerð og uppsetning orku- ogupplýsingakerfa er óhjákvæmileg, bæði til þess að stuðla að öryggiog uppbyggingu í þessum heimshluta.

Ljóst er að miklar framfarir hafa orðið íMiðjarðarhafssamráðinu á undanförnum áratug og eins og ráð varfyrir gert hefur það veitt bæði NATO og ríkjum samráðsins tækifæritil þess að kynnast. Samráðið er þegar orðið að virkum vettvangitil upplýsingaskipta um allt Miðjarðarhafssvæðið og einniggagnlegur vettvangur til þess að byggja upp traust. Samráðið hefureinu sinni verið stækkað, þegar Alsír var tekið inn, og skilja ættieftir opnar dyr fyrir fleiri ríki. Í ljósi þess að Jórdanía, sem ereitt af upphaflegu samráðsríkjunum, er ekki í raunMiðjarðarhafsríki, ætti ekki að setja frekari þátttöku neinlandfræðileg mörk. Þess vegna mætti smám saman útvíkka samráðiðþannig að það nái til Íraks, Líbanons, Sýríu og fleiri ríkja viðPersaflóa, jafnvel Írans. Dæmið um Ráðstefnuna um öryggi ogsamvinnu í Evrópu, sem síðar varð Öryggis- og samvinnustofnunEvrópu, er lýsandi því þar var lögð sérstök áhersla á að haldaráðstefnunni opinni og ná inn sem flestum ríkjum.

Til þessa hefur almennt borið lítið áMiðjarðarhafssamráðinu á svæðinu. Fyrstu viðbrögð í samráðsríkjunumvoru blanda af gagnrýninni tortryggni og fögnuði, því markmiðsamráðsins voru ekki ljós, hvorki sérfræðingum né almenningi. Tilþess að samráðið geti þróast áfram og náð nýjum áföngum verður aðútskýra yfirstandandi breytingar á NATO fyrir samráðsríkjum ogleiðrétta misskilning um aukna getu NATO til þess að starfa utaneigin svæðis. Ennfremur verður að gera samráðið sýnilegra fyriralmenning til þess að byggja upp stuðning við nánari tengsl viðNATO. Þar gæti bandalagið tekið frumkvæðið með því að greiða fyrirviðræðum um möguleika á því að gera Miðausturlönd og nærliggjandisvæði að gereyðingarvopnalausu svæði.

Þar sem lítill árangur hefur náðst ífriðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs, og það hefur grafiðverulega undan öllu frumkvæði NATO og Evrópusambandsins í þessumheimshluta, ættu báðar þessar stofnanir að íhuga hvort ekki sé réttað auka aðkomu sína að friðarumleitunum þar. Þessu markmiði mættibyrja að reyna að ná t.a.m. með því að skilgreina sameiginleganskilning Evrópu og Bandaríkjanna á málefnum Miðausturlanda, líkt oggert var snemma á tíunda áratugnum varðandi nálgun að Austur-Evrópuog fyrrum Sovétríkjunum. Slíkur sameiginlegur skilningur gætihjálpað til þess að ýta undir og styrkja framkvæmd samninga semþegar hafa náðst og mundi ryðja brautina fyrir frekari og dýprisamvinnu milli Atlantshafsbandalagsins og ríkjaMiðjarðarhafssamráðsins.

Mohamed Kadry Said er hernaðarlegur ogtæknilegur ráðgjafi við Al-Ahram stjórnmála- ogvarnarmálarannsóknarsetrið í Kaíró í Egyptalandi og fyrrumhershöfðingi.