Kappræða
Ættu Miðausturlönd að verða nýjar meginvígstöðvar NATO?
- Icelandic
- Bulgarian
- Czech
- Danish
- German
- Greek
- English
- Spanish
- Estonian
- French
- Hungarian
- Italian
- Lithuanian
- Latvian
- Dutch
- Polish
- Romanian
- Russian
- Slovenian
- Turkish
- Ukrainian
Will Marshall er forstöðumaður Stefnumótunarsetursins íWashington.
Peter Rudolf er fréttaskýrandi hjá tímaritinu StiftungWissenschaft und Politik ssem sérhæfir sig í tengslunum yfirAtlantshafið.
Ágæti Peter,
Allt frá hryðjuverkaárásunum 11.september hefur sú skoðun notið síaukins fylgis í Bandaríkjunum aðMiðausturlönd og nágrenni verði á 21. öldinni það sem Evrópa var á20. öldinni – helsti suðupottur átaka í heiminum.
Auðvitað kraumar undir á fleiri stöðum;Norður-Kórea er t.a.m. sérstakt áhyggjuefni. En Miðausturlönd ognágrenni, allt frá Marokkó til Pakistan, eru langlíklegastauppspretta þeirra ógna sem við óttumst nú mest: öfgafullrarhryðjuverkastarfsemi, gereyðingarvopna, óskammfeilinnaeinræðisherra og fallvaltra ríkja.
Þessi skoðun virðist vera að öðlast fylgií Evrópu. Á ráðstefnunni um öryggisstefnu í Munchen í febrúar lýstiJoschka Fischer t.d. Miðausturlöndum sem „skjálftamiðju öflugustuógnarinnar við öryggi Vesturlanda og heimsins alls við dagrenningunýrrar aldar: skaðvænlegrar hryðjuverkastarfsemi í nafni heilagsstríðs, jihad, með þeirri alræðishugmyndafræði sem hennifylgir”.
NATO ætti nú að gefa sig allt í að verjasameiginlega öryggishagsmuni okkar gegn hinni nýju alræðisstefnusem er að gerjast í Miðausturlöndum ognágrenni.
Ef Bandaríkjamenn og Evrópubúar eru aðþokast í átt að sameiginlegri skilgreiningu á þeim nýju ógnum semvið stöndum nú frammi fyrir fylgir því óhjákvæmilega að NATO,mikilvægasta stofnun bandamanna um tengslin yfir Atlantshafið,verði að endurskipuleggja starfsemi sína þannig að ráðast megi tilatlögu við þessar ógnir.
Hvaða kost annan höfum við? Bandalagiðhefur hjakkað í sama fari frá falli Sovétríkjanna. Stækkun NATOhefur á yfirborðinu virst gefa starfsemi þess tilgang, en hefur íraun frekar falist í því að treysta sigur Vesturlanda í kaldastríðinu en að skilgreina ný baráttumál og viðfangsefni.Spurningunni um tilgang NATO er enn ósvarað. Ekki síst nú, eftirdjúpstæðan ágreining um málefni Íraks, er orðið bráðnauðsynlegt aðbandamenn beggja vegna Atlantshafsins komi sér saman um svar, ogþað fljótt. Ella er hætta á að leiðir skilji tilframbúðar.
Ég tel að svarið sé nokkuð augljóst: NATOætti nú að snúa sér af einurð að því að verja sameiginlegaöryggishagsmuni og frjálslyndissjónarmið gegn hinni nýjualræðisstefnu sem er að gerjast í Miðausturlöndum og nágrenni.Þetta er ekki eingöngu hernaðarlegt úrlausnarefni. Þegar til lengritíma er litið veltur árangurinn á því að breyta þeim aðstæðum –óvæginni pólitískri kúgun, efnahagslegri stöðnun og nagandi ótta ummenningarhnignun – sem ala af sér ofstæki og ofbeldi á svæðinu. ÍBandaríkjunum hafa bæði George W. Bush forseti og John Kerryöldungardeildarþingmaður, frambjóðandi demókrata íforsetakosningunum, lagt áherslu á að nú sé þörf á víðtækristefnumótun í því skyni að samlaga þennan heimshluta nútímanum meðauknum viðskiptum, aukinni aðstoð sem fæst ekki án umbóta ástjórnarfari og öflugum stuðningi við mannréttindi, réttarríki ogfélagasamtök borgara. Fischer kallar þessa stefnu „jákvæðahnattvæðingu”, en það er sama hugsun með öðrum orðum.
Þó að hernaðaröflin geti ekki óstuddsigrast á nýrri alræðisógn, er sigur heldur ekki líklegur nema aðbaki standi trúverðug hótun um valdbeitingu. Ekki má gleyma því aðal Qaida hefur nú þegar ráðist á þrjú bandalagsríki NATO: Spán ogTyrkland auk Bandaríkjanna. Ef NATO ætlar að verja „heimaslóðirsínar beggja vegna Atlantsála” gegn frekari hryðjuverkaárásumverður það að efla getu sína til að finna og leysa upphryðjuverkahópa og svipta hryðjuverkamenn griðastöðum sínum. Þettavar einmitt réttlætingin fyrir því inngripi NATO á fjarlægum slóðumí Afganistan sem á sér ekkert fordæmi.
Raunar hefur NATO, með því að skipuleggja6.500 manna alþjóðlegar öryggissveitir (ISAF) í Kabúl, nú þegarstigið örlagaríkt skref og er í reynd komið með annan fótinn tilnágrennis Miðausturlanda. Aðkallandi er nú fyrir NATO að gerastharðfylgnari og virkari friðarstillir. Það þýðir að fara verður útfyrir höfuðborgina Kabúl, afvopna stríðsherra og uppreisnarheri ogkoma þeim undir vald miðstjórnarinnar, og hafa þarf nánari samvinnuvið þá 10.000 Bandaríkjamenn sem berjast nú við Talíbana ogleifarnar af al-Qaida meðfram landamærumPakistan.
Rétt eins og Bandaríkin geta ekki veriðþekkt fyrir að mistakast í Írak, getur NATO ekki verið þekkt fyrirað mistakast í Afganistan. Höfuðmáli skiptir að samstarfsríki okkarí Evrópu efli ISAF með fleiri hermönnum og meiri búnaði og hefjiaðgerðir til að breiða öryggi og stöðugleika til annarralandshluta, einkum til hinna óstýrilátu héraða Pathana ísuðurhlutanum. Raunar gæti Afghanistan orðið sá hvati sem Evrópaþarf til að flýta þróun sérstakra hraðsveita sinna og eflajafnframt þann flugvélakost og flutningagetu sem eru forsenda þessað unnt sé að senda herlið langan veg.
Einbeittara og betur búið NATO gæti einnighleypt krafti í baráttuna fyrir því að ná alþjóðlegri samstöðu gegnútbreiðslu gereyðingarvopna á þessu svæði. Hefði Evrópu tekist aðfá Íraka til að leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að skoðakjarnorkuáætlun sína án þess að hafa öflugan herafla Bandaríkjannaá hliðarlínunni? Það virðist ólíklegt. Það sama gildir um ákvörðunLíbíumanna um að hafna gereyðingarvopnum og síðbúna herferðPakistana gegn kjarnorkubasar A.Q. Khans. Auk þess að bæta getusína til að senda hersveitir til þessa heimshluta ætti NATO aðskipuleggja samstarf við löndin þar á svipuðum nótum og Samstarfiðí þágu friðar við fyrrverandi Austantjaldslönd, í því augnamiði aðefla öryggissamvinnu, gegnsæi og uppbyggingu trausts. Samt má ekkigleyma því að NATO þarf að byggja upp herafla sem getur ráðist íforvarnarskyni á kjarnorkuvopnabúr í löndum sem virða að vettugialþjóðareglur gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Þar að auki er ekki óhugsandi að NATO gætitekið virkari þátt í að jafna ágreining og sjá til þess aðpólitískum sáttmálum sé fylgt. Til dæmis gæti það átt sinn þátt íað stöðva þjóðernisátök í Súdan með því að koma fyrir sveitum ísuðurhluta landsins til að forða því að þjóðflokkar sem ekki eru afArabakyni séu stráfelldir. Það gæti veitt öryggistryggingar til aðgreiða fyrir samningum um tvíhliða lausn á deilu Ísraela ogPalestínumanna. Nýtt ríki Palestínumanna mundi þurfa hjálp við aðafvopna Hamas samtökin og önnur hryðjuverkasamtök og jafnframtþyrfti að fullvissa stjórnvöld í Ísrael um að þau standi ekki einog óstudd í viðleitni sinni til þess að vernda ísraelska borgara.Jákvæð viðhorf framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop Scheffer,gagnvart sendiskrifstofu NATO í Írak veit á gott þegar nú stendurfyrir dyrum að hlúa að nýrri ríkisstjórn í Írak og byggja á ný uppeiningu innan bandalagsins.
Augljóslega þyrftu stórkostlegar breytingarað verða á framlögum til hermála í Evrópu, á ákvarðanatökuferlinu ístækkuðu NATO og framar öllu á almenningsálitinu í Evrópu.Öryggisgæsla á tímum kalda stríðsins fólst í því að hindra árásSovétríkjanna á Vestur-Evrópu, en á öld hryðjuverka og heilagsstríðs, jihad, þarf að grípa til virkra ráðstafana og forvarna. EruEvrópubúar tilbúnir til að taka áhættu nú til að byggja upp öryggisíðar? Ég veit það ekki, en ég vona að þeir hugleiði þann helstalærdóm sem Bandaríkjamenn drógu af 11. september: öryggi fæst ekkimeð því að láta sem ekkert sé meðan ógnarský hrannastupp.
Kveðja,
Will
Ágæti Will,
Ég kann að hljóma sem gamaldags„raunsæismaður” í heimspólitík, en ég tel að brýnastaúrlausnarefnið í alþjóðamálum sé að vinna að því að stýrasamskiptum stórveldanna. Hvergi er jafnlíklegt að deilur stórveldagætu þróast út í (kjarnorku)stríð og í Austur Asíu. Uppgangur Kínamun örugglega koma bæði bandarískum og evrópskum stefnumótendum ínokkurn vanda. Ekki er ætlunin að gera lítið úr þeirri staðreynd aðíslömsk hryðjuverkastarfsemi er um þessar mundir mesta ógnin viðfjölda þjóðríkja. Ég vil einungis draga í efa réttmæti þess aðtelja að Mið-Austurlönd og nágrenni verði á 21. öldinni það semEvrópa og Asía voru á 20. öldinni.
Hins vegar hef ég orðið fyrir of miklumáhrifum af frjálshyggjustraumum í alþjóðasamskiptum til að trúa þvíað NATO leysist óhjákvæmilega upp sem öryggisstofnun nema menn getisameinast í baráttu við sameiginlega ógn. Sú þróun, sem þú virðistgera ráð fyrir að verði, mundi hafa í för með sérgrundvallarbreytingu á áherslum í hermálum hjá helstu aðildarríkjumNATO. Slík grundvallarbreyting á bandalögum í álfunni, og súkenning að varðveita beri NATO sem öryggisstofnun með fjölþætthlutverk, gæti ekki orðið að veruleika nema því aðeins að aðild aðNATO yrði óásættanlega kostnaðarsöm. Ef til vill er brýnna aðforðast að leggja of þungar byrðar á herðar bandalagsins en að hafaáhyggjur af því að sameiginlegt baráttumál vanti eða nýjarvígstöðvar.
Vissulega er fyrir hendi sameiginleg ógn.Ef við hins vegar leggjum pólitískt orðagjálfur til hliðar er súógn mun mikilvægari fyrir Bandaríkin sem „stórveldi íMið-Austurlöndum” en fyrir Evrópu. Þó verður að viðurkenna að súógn sem stafar af íslömskum hryðjuverkamönnum er ekki, eins og þúbentir á, einvörðungu hernaðarvandamál. Raunar held ég því fram aðþað sé alls ekki hernaðarvandamál fyrst og fremst. Fyrir mér erraunverulega spurningin þessi: hvað getur NATO lagt af mörkum semer raunhæft og kemur að gagni í baráttunni gegn íslömskumhryðjuverkamönnum, sem ekki eru bundnir við þjóðlönd, og gegnöryggisógnum sem stafa af útbreiðslu gereyðingarvopna? Óráðlegt erað einfalda áætlanagerð í þessum efnum með því að sameina undireinn hatt öll vandamál og hættur af ýmsum toga, eins og mönnumhættir til að gera í utanríkismálaumræðunni sem nú á sér stað íBandaríkjunum.
Ekki ætti að líta á áherslu á Miðausturlöndog nágrenni þeirra sem eitthvert allsherjarmeðal fyrir NATO. Meðanekki liggur fyrir yfirveguð greining á hugsanlegum afleiðinguafskipta af Miðausturlöndum og nágrenni þeirra – greining sembyggir á fyrirliggjandi forgangsverkefnum og tekur mið aftakmörkuðum fjármunum og herafla – gæti sá langi framkvæmdalistisem þú sérð fyrir þér auðveldlega leitt til ofþenslu. NATO er ofmikilvæg stofnun til þess að stofna megi tilveru hennar í hættu meðviðamiklum og dýrum afskiptum af Mið-Austurlöndum.
Brýnna er að forðast að leggja of þungarbyrðar á herðar bandalagsins en að hafa áhyggjur af því aðsameiginlegt baráttumál vanti eða nýjarvígstöðvar.
Það er nánast orðið klisja að segja aðVesturlönd megi ekki við því að mistakast í Írak og Afganistan, engæta verður þess að leggja ekki orðstír og trúverðugleika NATO aðveði. Hver er mælikvarðinn á að mistakast? Það er að sjálfsögðueftirsóknarvert að bæði þessi ríki breytist í stöðug lýðræðisríki.Hins vegar er ekki unnt að nota það sem mælikvarða á góðan árangureða mistök þegar tekin er ákvörðun um það hvort og hvenær eigi aðhverfa á brott. Mun raunsærra markmið er að setja sér aðfyrirbyggja að Afganistan leysist aftur upp og verði að griðastaðfyrir alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Mannafli og búnaður ertakmarkaður og sömuleiðis viljinn til að stofna til kostnaðar –jafnvel í Bandaríkjunum. Opinberar yfirlýsingar og raunverulegstefnumið fara ekki saman. Meira er að marka það sem gert er en þaðsem sagt er við mat á brýnum hagsmunum. Fáum aðildarríkjum NATOhugnast sú hugmynd að ráðast til atlögu við stríðsherra vítt ogbreitt um Afganistan, en það er líklega það sem þú ætlast til aðevrópskir bandalagsherir geri.
Það er rétt hjá þér að sýn þín krefst„stórkostlegra breytinga” Evrópumegin, þ.m.t. meiri fjárútláta tilhermála, og breyttra sjónarmiða í varnarmálum. Hins vegar eruþessar breytingar ekki líklegri til að verða en sú breyting sem tilþyrfti að koma í Bandaríkjunum, en á hana minnist þú ekki einuorði: þar á ég við viljann til þess að líta á Evrópuríkin sem meiraen smærri hluthafa sem sjá sér þann kost vænstan að eltaBandaríkjamenn blint eða hætta ella á árekstur við þann sem áráðandi hlut. Ástæðurnar fyrir því að Bandaríkin eru óðfús til aðfá aðra til að deila með sér byrðunum sem fylgja því að návaldastöðu í Miðausturlöndum eru augljósar. Ef bandalagsríkin takaá sig hluta byrðanna verða þau hins vegar einnig að eiga hlutdeildí ákvörðunum. Þó að tónninn í utanríkisstefnu Bandaríkjanna gætiorðið þýðari undir forystu nýs forseta verður ekki auðvelt fyrirstjórnvöld í Washington að sætta sig við aukin áhrif Evrópuríkja íMiðausturlöndum, hver sem húsráðandinn er í Hvítahúsinu.
Hindrunarárásir „á kjarnorkuvopnabúr ílöndum sem virða að vettugi alþjóðareglur gegn útbreiðslukjarnorkuvopna” gætu einhvern tíma orðið nauðsynlegar. En værieinhver forseti Bandaríkjanna tilbúinn til að reyna að násamkomulagi innan NATO um slíka stefnu? Sá möguleiki að hljótablessun NATO á slíkri stefnu væri án efa meiri háttar pólitískhvatning til að ráðast í svo viðkvæmar samningaumleitanir sem þaryrði um að ræða, en kostnaðurinn af því að reyna að komast aðsamkomulagi um aðgerðir, t.a.m. gegn Íran, gæti staðið ímönnum.
Ef Bandaríkjamönnum verður vel ágengt íbaráttu sinni gegn uppreisninni í Írak og pólitískt ástand þar ferað batna og þróast í jákvæða átt gæti það virst snjallt pólitísktskref að fá NATO til þátttöku, þó að lítið hefðist upp úr því fráhernaðarlegu sjónarmiði. Ef ástandið batnar hins vegar ekki,barátta skæruliða fær aukinn kraft og Írak leysist upp íborgarastyrjöld verða allar hersveitir NATO, sem þangað kynnu aðvera sendar, að búast við að lenda í raunverulegum hernaðarátökum.Það hljómar ekki vel, þegar tekið er mið af almenningsálitinu íflestum aðildarríkjunum, og væri örugglega uppskrift að erjum yfirAtlantshafið.
Miðausturlönd og nágrenni þeirra eru aðverða sá miðpunktur sem samhæfð stefna Evrópubúa og Bandaríkjamannasnýst um. En átaksverkefni á því svæði verða til einskis nemabandarísk stjórnvöld fari aftur að láta til sín taka í deiluÍsraela og Palestínumanna.
Með því að vinna að efnahagslegrinútímavæðingu og pólitísku frjálsræði má ef til vill, þegar tillengri tíma er litið, ónýta jarðveginn fyrir nýja hryðjuverkamenn.Meðan á því ferli stendur verðum við hins vegar að gera ráð fyrirmiklum óstöðugleika og það gæti jafnvel komið Vesturlöndum í ennmeiri þrautir og ógöngur. Ef NATO getur átt þátt í að takast á viðþessi viðfangsefni ætti að beita því til þess. Ef hernaðarsamstarf,t.d. á sömu nótum og Samstarfið í þágu friðar, getur vaniðherforingja í Miðausturlöndum á lýðræðisleg vinnubrögð hlytist aðsjálfsögðu af því víðtækur hernaðarlegur ávinningur.
En ekki er hægt að gera ráð fyrir að NATO,sem öryggisstofnun með vaxandi fjölda aðildarríkja, verðimeginvettvangur samhæfingar á stefnu beggja vegna Atlantshafsinsgagnvart Miðausturlöndum og nágrenni þeirra. Slík samhæfing yrðiörugglega auðveldari innan smærri hópa, þar sem Evrópusambandiðgæti gegnt stóru hlutverki.
Kveðja,
Peter
Ágæti Peter,
Meðan myndirnar af hinu skelfilega blóðbaðií Madrid eru mér enn í fersku minni er erfitt að taka alvaralega þáhugmynd að mikilvægara sé að „vinna að því að stjórna samskiptumstórveldanna” en að finna leiðir gegn fjöldamorðum hryðjuverkamannaog þeim ógnvænlega möguleika að hryðjuverkamenn komist yfirgereyðingarvopn. Annað úrlausnarefnið virðist mér nánastóhlutbundið, fræðilegt; hitt er sprengja sem tifar beint fyrirframan nefið á okkur.
Í öllu falli hafa Bandaríkjamenn hvort semer verið að vinna í samskiptum sínum við stórveldið Kína frá því íKóreustríðinu og munu halda því áfram jafnhliða því sem ráðist ertil atlögu við hryðjuverkastarfsemi og ofstækisfullt heilagt stríð,jihad. Ég tel ekki að Bandaríkjunum eða Evrópu stafisérstök ógn af auknu pólitísku vægi Kína. Ef einhver ógn er fyrirhendi stafar hún af hugmyndafræði og metorðagirnd leiðtoganna íKína og þeirri hefðbundnu tilhneigingu einræðisstjórna að töfrafram ytri „ógnir” til að réttlæta harðstjórn sína. Ef þeirfrelsisstraumar sem nú eru að breyta Kína eru ekki kæfðir og haldaáfram að seytla frá efnahagssviðinu yfir í stjórnmálin eru tengslKína og Bandaríkjanna líkleg til að batna fremur en að versna. Þvíhef ég núna meiri áhyggjur af því að Rússar séu að hneigjast afturtil valdboðsstefnu en hugsanlegu stríði við Kína.
En snúum okkur að hinu raunverulegaágreiningsefni okkar. Þú segir að NATO sé of mikilvæg stofnun tilþess að rétt sé „að stofna tilveru hennar í hættu með viðamiklum ogdýrum afskiptum af Mið-Austurlöndum”. Mikilvæg til hvers? Byggisttilvera NATO nú bara á því að vera til, eða hefur það einhvernstrategískan tilgang? Ef bandalagið stendur nú frammi fyrir svogífurlegum vandamálum að það geti ekki veitt auknum mannafla ogbúnaði í að koma á stöðugleika í Afganistan þætti mér gott að vitahver þau eru. Ef ekki er ráðist í raunveruleg verkefni gegnraunverulegum ógnum er hætta á að NATO verði eins og værðarvoðlítils barns – eitthvað sem huggar en bægir í raun engri hættufrá.
NATO gæti veitt öryggistryggingar til aðgreiða fyrir að semja megi um tvíhliða lausn á deilu Ísraela ogPalestínumanna.
Og svona í framhjáhlaupi vil ég nefna aðég sagði ekki, eins og þú gefur í skyn, að verkefni NATO íAfganistan ætti að vera að koma þar á lýðræðisstjórn. Þvert á mótier hlutverk þess að hjálpa miðstjórninni að koma á friði í landinuþannig að það leysist ekki upp í glundroða og verði á nýgriðastaður fyrir hryðjuverkamenn. Vissulega kann það að krefjastþess að ráðist verði gegn einhverjum stríðsherrum, sem þú segir aðfá Evrópuríki kæri sig um að gera. Samt er það nokkuð sem verður aðgera ef ætlunarverkið á að takast. Engin hætta er á að seilast oflangt í þeim efnum: Auðug Evrópuríki eiga augljóslega nægileganmannafla og búnað til þess að hjálpa ríkisstjórn fátæks, vanþróaðsríkis að teygja stjórnarumboð sitt út fyrir Kabúl og í leiðinni aðhjálpa herafla Bandaríkjamanna að koma fyrir kattarnefeftirlegukindum úr flokki Talíbana og al-Qaida meðframlandamærum Pakistan. Þetta er spurning um vilja, ekki um mannaflaog búnað.
Að lokum er það rétt hjá þér að nýttsameiginlegt átak ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins til þess aðnútímavæða Miðausturlönd og nágrenni krefjist nýrra viðhorfa bæði íBandaríkjunum og Evrópu. En Evrópubúar geta ekki bæði haldið ogsleppt. Ef þeir vilja ekki að Bandaríkin komi fram við þá sem„smærri hluthafa” verða þeir að axla þá ábyrgð sem stærri hluthafarbera. Það þýðir að þeir verða að verja meira fé til varna,endurnýja vígbúnað sinn og laga hann að tæknivæddu nútímastríði og,það sem kannski reynist langerfiðast, vera reiðubúnir að beitavaldi þegar sameiginlegir öryggishagsmunir krefjast þess. Ég gerimér grein fyrir að þetta eru stór og erfið pólitísk skref. MargirEvrópuleiðtogar virðast ekki telja að ógnirnar sem stafa fráMiðausturlöndum og nágrenni réttlæti slík skref. Ef til vill hafaþeir rétt fyrir sér, en atburðirnir í Madrid eru öflug rök gegnandvaraleysi.
Kveðja,
Will
Ágæti Will,
Látum liggja á milli hluta hvort friðsamlegumsjón með samskiptum stórveldanna verði eins aðkallandi verkefni áþessari öld og þeirri síðustu. Ég vildi bara að ég gæti deilt meðþér frjálslyndri bjartsýni þinni um að samkeppnin millistórveldanna sé liðin undir lok. Það sem ég dreg í efa er súhugmynd, sem er að skjóta upp kollinum í bandarískriutanríkismálaumræðu, að Miðausturlönd verði helstaátakasvæðið á þessari öld – ég efast ekkert um þá staðreynd að viðstöndum nú frammi fyrir lífshættulegri, fjölþjóðlegrihryðjuverkaógn af stærðargráðu sem á sér ekkertfordæmi.
Þessi fjölþjóðlega ógn stafar að vísu fráMiðausturlöndum, hún hefur þegar verið fyrir hendi í evrópskumþjóðfélögum um nokkurt skeið og ekki er unnt að ráðast gegn hennieingöngu með hernaðarúrræðum. Þess vegna hefur NATO takmarkað gildií þeirri baráttu. Í augum Evrópubúa þýðir þetta samt ekki aðbandalagið verði gagnslaust nema það skipti sér af Miðausturlöndum.Þú virðist ganga út frá því sem gefnu að hefðbundin öryggisvandamálí Evrópu skjóti aldrei aftur upp kollinum, þó að rétt sé að takafram að þú lýsir nokkrum áhyggjum af þróuninni í Rússlandi. Kannskiskjóta þau ekki upp kollinum á ný. En um það getum við ekki veriðviss. NATO er ekki „værðarvoð lítils barns” heldur skynsamlegtrygging. Tilteknar hættur eru ef til vill ekki mjög líklegar ogkunna því að virðast „fræðilegar”, svo notuð séu þín orð. En þaðhlýtur að vera bæði hyggilegt og skynsamlegt að tryggja sig gegnþeim, svo framarlega sem iðgjöldin eru ekki of há.
Átaksverkefni á því svæði verða til einskisnema bandarísk stjórnvöld fari aftur að láta til sín taka í deiluÍsraela og Palestínumanna.
Fyrir utan þann ramma sem bandalagiðskapar um evrópsk öryggismál, vegna rótgróinna hefða sem orðið hafatil með langvarandi hernaðarsamvinnu, líkist hið „nýja” NATO ámargan hátt öryggisþjónustufyrirtæki. Sem slíkt getur það einnigséð tilfallandi ríkjabandalögum um afmörkuð verkefni fyrir heraflaog búnaði. Ef NATO bjóðast tækifæri til þess að leysa eða vinna ítilteknum vandamálum í Miðausturlöndum, er auðvitað rétt að grípaþau. Eitt er að taka að sér einstök pólitískt viðkvæmhernaðarverkefni á svæðinu – og auðvelt er að hugsa sér aðkallandihættuástand sem þar sem í hlut eiga „vinveittar” þjóðir á borð viðSaudi Arabíu og/eða Pakistan. Að setja Miðausturlönd og nágrenni áþann stall í augum bandalagsríkja að þau séu það sem fremur öðruskapar því tilverurétt er allt annað.
Hvað varðar Afganistan er einfaldlega ekkihægt að neita því að ekkert aðildarríki NATO – ekki einu sinniBandaríkin – er reiðubúið að leggja til þann mannafla og búnað semnauðsynlegur er til að ljúka verkinu þar. Vel meintar tillögur umað ráðast í metnaðarfull verkefni, þar sem ekki er tekið mið afpólitískum raunveruleika og mismunandi sýn á framtíðarskipanvarnarmála í heiminum, eru dæmdar til að enda í gremju ogpirringi.
Hins vegar tel ég að við séum sammála umþað, að bæði innan NATO, og jafnvel enn frekar á öðrum vettvangi,sé brýn þörf á áframhaldandi umræðu yfir Atlantshafið umforgangsverkefni í varnarmálum og sameiginlega stefnu gagnvartMiðausturlöndum og nágrenni.
Kveðja,
Peter
Ágæti Peter,
Ég segi hvergi að samkeppni millistórveldanna hafi runnið sitt skeið. Það er alls ekki óhugsandi aðný tegund af slavneskri þjóðernisstefnu nái undirtökum í Rússlandiog verði jafnvel til þess að stjórnvöld í Moskvu ráðist í það meðofbeldi að ná aftur hlutum af gamla sovéska stórveldinu. Þetta erreyndar svartsýnisspá, en þar sem frjálslyndi virðist vera áundanhaldi í Rússlandi um þessar mundir er ekki unnt að afskrifahana alveg og því skulum við fyrir alla muni halda í NATO semtryggingu.
Það sem mér kemur hins vegar spánskt fyrirsjónir er sú röksemd að veita þeim hættum forgang sem byggja ágetgátum en ekki ógnum sem við stöndum beinlínis frammi fyrir hérog nú. NATO er hernaðarbandalag sem stofnað var til að verndaaðildarríki gegn vopnuðum árásum og þvingunum. Nú þegar hafa þrjúNATO-ríki orðið fyrir árásum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka, semrætur eiga að rekja til Miðausturlanda og íslamskrar öfgatrúar.Annað hvort ætti NATO að koma sér upp áætlunum, vígbúnaði og viljatil að berjast gegn þessari ógn af alvöru eða hætta allri þykjustuum að vera raunverulegt varnarbandalag.
Sú hugmynd að NATO gæti orðið eins konarbirgðastöð þar sem aðildarríkin gætu sótt herafla og búnað eðasameinast í „tilfallandi ríkjabandalög” virðist út í hött þegarekki liggur fyrir neitt pólitískt samkomulag um það hvenær meginota þennan búnað og herafla. Líklegra er að bandalagið breytist íumræðuvettvang yfir Atlantshafið um varnarmál, eða ef til villfyrst og fremst í evrópskan vettvang samhæfingar í öryggismálum. Íbáðum tilvikum mundi það marka endalok NATO eins og við þekkjum þaðsem vettvang öflugs samstarfs milli Bandaríkjanna og Evrópu sembyggist á skýru og ótvíræðu ætlunarverki, en það var einmittmeginstoð árangursríkrar stefnu Vesturlanda í kalda stríðinu ogstórkostlegrar útbreiðslu frjálslynds lýðræðis.
Við erum sammála um að ekki sé unnt aðvinna bug á hryðjuverkastarfsemi með hernaðarúrræðum einum saman.En sum verkefni – að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn eigi sérgriðastað í fallvöltum ríkjum og útlagaríkjum, að finnahryðjuverkahópa og tortíma þeim hvar sem þeir eru að rotta sigsaman um að valda okkur skaða, að stuðla áfram að friði ogþjóðfélagsuppbyggingu í Kosovo, Afganistan og Írak, að koma í vegfyrir flutninga á geislavirkum og öðrum hættulegum efnum – krefstóhjákvæmilega herafla. Afganistan er mikilvæg prófraun. Þúfullyrðir að hvorki Bandaríkin né aðildarríki NATO í Evrópu séureiðubúin til að leggja til þann mannafla eða vígbúnað sem þarf tilverksins. Eigum við þá að draga okkur í hlé og vona það besta?Hefur Osama bin Laden þá rétt fyrir sér um tvístígandaháttlýðræðisríkjanna í vestri?
Ef ekki er ráðist í raunveruleg verkefnigegn raunverulegum ógnum er hætta á að NATO verði eins og værðarvoðlítils barns
Undir yfirborði umræðunnar yfirAtlantshafið um hryðjuverk, Írak og umbreytingu Miðausturlanda mágreina ákveðinn gagnkvæman ótta. Evrópubúar óttast aðBandaríkjamenn muni draga þá inn í ónauðsynleg átök; Bandaríkjamennóttast að Evrópubúar hafi ekki kjark og þor í nauðsynleg átök. Éger þér sammála um að brýn þörf sé á hreinskilnum viðræðum yfirAtlantshafið til að eyða þessum ótta beggja aðila og móta ísameiningu árangursríkari úrræði gegn þeim ógnum sem við stöndumframmi fyrir.
Kveðja,
Will
Ágæti Will,
Þú minnist réttilega á ótta sem kraumarundir yfirborði umræðunnar yfir Atlantshafið. Þau virðast verabirtingarmynd fyrirbæris sem fræðimenn hafa kallað „öryggiskreppubandalagsins”. Annars vegar óttast bandalagsríkin að bandamennþeirra yfirgefi þá á ögurstundu. Hins vegar eru þau sjálf hrædd umað flækjast í deilur sem þau telja ekki þjóna hagsmunum sínum.Stríðið í Írak vakti nokkurn ótta í Evrópu um að þar væru menn aðdragast ofan í kviksyndi án þess að geta spyrnt við fæti – og þaðvakti alvarlegar efasemdir um skynsemi Bandaríkjastjórnar ívarnarmálum og forgangsröðun á tíma þegar alþjóðleghryðjuverkastarfsemi íslamskra öfgamanna er án nokkurs efa sú ógnsem við er að etja.
Rétt er að ítreka að ég tel ekki að unnt séað endurlífga „gamla” NATO sem byggðist á einu yfirgnæfandiverkefni með landfræðilega afmörkun. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11.september 2001 beitti NATO 5. grein Norður-Atlantshafssamningsins,en ekkert aðildarríki túlkaði það samt sem skuldbindingu um aðveita skilyrðislausan hernaðarstuðning. Þar að auki kusu stjórnvöldí Washington, eins og þú manst, greinilega fremur að myndatilfallandi ríkjabandalag í stríði sínu gegn hryðjuverkum en aðeiga á hættu á að ákvarðanataka innan bandalagsins þvældist fyrirþeim.
NATO er ekki „værðarvoð lítils barns”heldur skynsamleg trygging.
Ég hef ekki verið talsmaður þess, og erekki enn, að NATO dragi sig út úr Afganistan. Hins vegar sé ég ekkihvernig unnt er að brúa bilið milli háfleygs orðagjálfurs ograunverulegrar stefnu. Ekki hefur mér heldur tekist að greinaneinar vísbendingar um að stöðugleiki í Afganistan sé efst áforgangslista stjórnvalda í Washington. Því færi ég varlega í aðleggja trúverðugleika og orðstír NATO að veði í þessarihernaðaraðgerð. Fyrir meira en áratug voru Sameinuðu þjóðirnargagnrýndar harðlega (og ranglega) og síðan dregnar til ábyrgðar íBandaríkjunum fyrir aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins í málefnumSómalíu. Þetta átti þátt í að grafa enn frekar undan stuðningi viðSameinuðu þjóðirnar innan Bandaríkjanna. Ég vona fyrir hönd NATO ogtengslanna yfir Atlantshafið að bandalaginu takist að forðastsvipuð örlög í Afganistan.
Kveðja,
Peter