TUNGUMÁL
Sökum þýðingar birtist íslensk netútgáfa NATO Frétta u.þ.b. hálfum mánuði síðar en enska útgáfan.
UM NATO FRÉTTIR
BIRTINGARKVAÐIR
HÖFUNDARRÉTTAR-UPPLÝSINGAR
RITSTJÓRN
 RSS
SENDA ÞESSA GREIN TIL VINAR
GERAST ÁSKRIFANDI AÐ NATO FRÉTTUM
  

Skipulagðir glæpir og hryðjuverkahópar: vopnabræður eða kameljón?

Get the Flash Player to see this player.

NATO Fréttir skoða hvernig hryðjuverkasamtök og skipulagðir glæpahópar starfa saman, hvaða breytingar eru í gangi, hvorir eru meiri öryggisógn og hvort hægt sé að gera greinarmun á hópunum núorðið.

Lengd myndskeiðs: 11 mínútur

 Texti: Á / Af

Það er auðvelt - og hughreystandi - að líta þannig á að starfsemi skipulagðra glæpahópa

og hryðjuverkasamtaka séu fjarlæg vandamál í öðrum heimshornum.

Við gætum einnig kosið að líta svo á að starfsemi þeirra

hafi aðeins áhrif á útjaðra samfélags okkar.

En þessir tveir hópar hafa hafið samvinnu,

og ekki aðeins svo lítið beri á, og ekki bara með ólöglega vöru og þjónustu.

Aðgerðum þeirra má sjá stað víða í hversdagslífi okkar.

Farið er að falsa rakvélar, rafhlöður og hvaðeina annað sem maður getur látið sér detta í hug,

aðallega í verksmiðjum í Austur-Asíu.

En vörurnar eru fluttar til Evrópusambandríkjanna

með aðstoð hefðbundinna hópa skipulagðra glæpagengja.

Smyglaðir vindlingar eru algengur hluti hversdagslífs venjulegs fólks.

Það sama gildir um smyglað áfengi. Og krítarkortasvindl og því um líkt.

Misha Glenny er verðlaunarithöfundur og fyrrum fréttaritari BBC.

Í nýlegri bók sinni „McMafia“ varpar hann ljósi á það

hvernig starfsemi skipulagðra glæpasamtaka er rekin með mismunandi hætti um allan heim.

Á því sviði sem flestir eru virkir,

hinni svokölluðu „kortun“, en það orð er notað yfir

til dæmis bankasvindl, krítarkortasvik o.s.frv. o.s.frv.,

hafa komið upp tilvik þar sem al-Kaída liðar hafa tekið þátt, bæði hér í Bretlandi

og annars staðar í þeim tilgangi að fjármagna starfsemi sína.

Ef maður lítur á fyrirbæri eins og kortunarmarkaðinn til dæmis,

sem alla jafna væri ósköp venjuleg smáglæpastarfsemi,

en síðan rekst maður skyndilega á tölvuþjarkanet sem er að vinna í kortunarsvindli

en sem einnig tekur þátt í að ráðast á Eistland eða eitthvað í þeim dúr.

Og þá segir maður, bíddu nú hægur, hvað er þetta fyrirbæri að gera hér?

Við fyrstu sýn er almennt ekki talið að skipulögð glæpastarfsemi og hryðjuverkasamtök

séu líklegir samstarfsaðilar.

Yfirleitt kjósa skipulögð glæpasamtök að láta lítið fyrir sér fara

og forðast athygli, sérstaklega frá lögreglunni;

á meðan hryðjuverkastarfsemi snýst um að ná á endanum sem allra mestri athygli.

Þeir sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi eru að því eingöngu með gróða í huga,

á meðan hryðjuverkamenn, í orði kveðnu að minnsta kosti, starfa í þágu hugsjóna.

Hópar í skipulagðri glæpastarfsemi láta ekki sannfæringu standa í vegi fyrir fjárhagslegum ávinningi,

á meðan hryðjuverkasamtök réttlæta margar aðgerðir sínar með pólitískum eða trúarlegum lífsskoðunum.

En þessar lýsingar sýna mjög svarthvíta mynd.

Í reynd er raunveruleikinn grár.

Ef við skoðum aðeins eðli skipulagðrar glæpastarfsemi,

og ef ég skipti henni upp í framleiðslusvæði

—Kólumbía, Afganistan, til dæmis

—dreifingarsvæði—Norður-Mexíkó, Balkanskaginn—

og neyslusvæði—Bandaríkin, Vestur-Evrópu.

Á framleiðslusvæðunum og dreifingarsvæðunum gegnir skipulögð glæpastarfsemi engu aukahlutverki.

Sérfræðingar í öryggismálum hafa komist að því að skörunin sem er milli skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverkahópa

gerir það að verkum að stundum er erfitt að greina þá í sundur.

Undanfarin ár hafa komið fram blendingssamtök sem hallast í aðra hvora áttina,

en eru í grunninn starfandi á báðum sviðum, jafnvel í svipuðum mæli,

þau eru mun samþættaðri bæði með tilliti til markmiða og aðgerða sem og aðferða við öflun nýliða.

Sú hugmynd að um sé að ræða e.k. deild innan Hezbollah sem sér um skipulagða glæpastarfsemi,

er þetta Juan Pablo hjá Calí-eiturlyfjahringnum? Það gengur ekki þannig fyrir sig.

Hóparnir tveir skarast hvað varðar aðgerðir, hagsmuni, mannskap og færniþætti.

Ef maður sér fyrir sér tengslanet liðsmanna, þá skiptir ekki máli hvort einhver er að vinna

helminginn af tíma sínum fyrir glæpahóp og hinn helminginn fyrir uppreisnarhóp,

það er bara verið að skiptast á færniþáttum.

Hryðjuverkahópar hafa lengi stuðst við glæpastarfsemi til að fjármagna samtök sín.

Þessi glæpastarfsemi getur verið t.d. mannrán með fjárkúgun í huga, smygl á fólki og sér í lagi eiturlyfjum.

Þannig að þetta er ákveðinn tilverugrundvöllur margra hryðjuverkahópa,

og þeir breytast því í skipulögð glæpasamtök.

Nánari tengsl hafa jafnvel orðið til þess að hópar hafi breytt skipulagi sínu til að forðast athygli lögreglunnar.

Þeir breyta skipulaginu úr stigskiptu valdakerfi yfir í netkerfi.

Þetta er lexía sem hóparnir hafa verið að læra hvorir hjá öðrum.

Hvað þetta atriði varðar mætti segja að glæpamennirnir hafi verið dálítið á eftir uppreisnarmönnunum.

Þeir fóru að styðjast við sellur í kerfi sínu og þeim hefur þannig tekist að komast hjá nákvæmri skoðun lögregluyfirvalda.

Þessi hluti Lundúna er mjög nálægt austurhluta borgarinnar,

sem einkenndist allt þar til fyrir nokkrum áratugum af því að þar bjuggu eingöngu heimamenn

í nátengdu samfélagi.

Í dag, aftur á móti, er í þessum hluta borgarinnar fjöldi alþjóðlegra verslana ásamt fólki og fjármagni alls staðar að úr heiminum.

Rétt eins og sjá má breytingarnar í þessu hverfi sem orðið hafa í kjölfar hnattvæðingarinnar,

þá hafa orðið breytingar á liðsmönnum og aðferðum bæði innan skipulagðrar glæpastarfsemi og hjá hryðjuverkamönnum.

Það að mögulegt er að flytja fjármagn með auðveldum hætti milli ríkja, yfir landamæri og fólk einnig,

upp að vissu marki, hefur augljóslega auðveldað tengslin milli skipulagðra glæpa og hryðjuverka.

Tækniframfarirnar, sérstaklega á sviði samskiptatækni, hafa hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi,

haft í för með sér að þau geta núna átt samskipti með hraðvirkari hætti við liðsmenn í öðrum löndum,

í öðrum heimsálfum og að þau geta einnig með skjótum hætti náð sambandi við viðskiptavini eða mögulega samstarfsmenn.

Hrun Berlínarmúrsins og fall Sovétríkjanna árið 1991,

ásamt öðrum atburðum á tíunda áratugnum sköpuðu úrvals kringumstæður fyrir vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi.

Á sama tíma var frjálsræði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukið mikið.

Það hafði í för með sér á skömmum tíma að umfang fjármagnsflutninga,

sérstaklega ef tekið er tillit til þeirra nýju tækni sem kom fram á sjónarsviðið,

jókst gríðarlega á fjármálamörkuðum,

og enginn, bókstaflega enginn gat rakið slóð þeirra.

Rétt eins og tíundi áratugurinn var tímabil óstöðugleika og óöryggis,

hefur fjármálakreppan á árunum 2008 og 2009 haft í för með sér kringumstæður sem

glæpa- og hryðjuverkahópar eru reiðubúnir til að notfæra sér.

Þetta er miðstöð fjármálastarfseminnar í City í London.

Eitt af áhyggjuefnunum sem greinendur á sviði öryggismála hafa bent á er að

fjármálakreppan bjóði upp á tækifæri fyrir skipulögð glæpasamtök

og hryðjuverkahópa til að fjárfesta í miðstöðvum á borð við þessa,

þar sem eftirspurnin eftir fjármagni er gríðarleg og hætt við að færri spurninga sé spurt um t.d. hvaðan féð komi.

Segja mætti að glæpahópar séu meðal þeirra fáu sem muni komast mjög vel frá

lausafjárkreppunni, einfaldlega vegna þess að þeir hafa nú tækifæri til að kaupa

upp fyrirtæki á fallandi fæti eða að kaupa sig inn í þau, til dæmis gegnum fasteignamarkaðinn.

Þessir hópar koma einnig inn í lítil- og meðalstór fyrirtæki, í þeim tilgangi að njóta góðs

af aðgerðaáætlunum og viðleitni margra ríkisstjórna til að efla þessa geira atvinnulífsins.

Lykilatriðið í þessu sambandi er hin alvarlega lausafjárkreppa sem við stöndum frammi fyrir

en skipulögð glæpastarfsemi er rekin í umhverfi þar sem mikið er um reiðufé.

Þannig að þetta er kjörið tækifæri fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

Sambandið milli hryðjuverkahópa og skipulagðra glæpa byggir á hagsmunum beggja,

en þetta samband getur líka steytt á skeri.

Fyrstu merkin eru farin að sjást um baráttu um yfirráðasvæði milli sumra hópanna,

sérstaklega á stöðum á borð við Rússland og Mið-Asíu

þar sem liggur við að of mikið sé í boði af hinu góða fyrir þá.

Þeir eru núna að reyna að fikra sig inn á sviðið og skipta með sér fengnum

og það hefur augsýnilega haft í för með sér baráttu um yfirráðasvæði.

Ég tel að þetta megi sjá á flestum sviðum, eins og í eiturlyfjunum, þú veist,

fólk sem er að koma inn á sviðið sem nýliðar verður að hlusta á það sem hinir eldri og færari hafa að segja.

Ég meina, ef þú vilt reyna að berjast við gengin sem stunda heróínviðskipti í þessu landi

þá er það velkomið, en, þú veist, jafnvel þótt ég væri Osama bin Laden

þá myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég færi að berjast við þessa náunga.

Eitt er alveg ljóst og það er að sambandið milli skipulagðra glæpa og hryðjuverkahópa

er ekki nýtt af nálinni.

Árið 1981 myrti El-Jihad hópurinn Anwar Sadat forseta Egyptalands

en þeir fjármögnuðu árásina með ránum á nokkrum skartgripaverslunum í eigu kristinna manna.

Fyrstu árásirnar á World Trade Centre árið 1993 voru að hluta til fjármagnaðar

með sölu á fölsuðum stuttermabolum.

Hraði 21. aldarinnar virðist hvorki valda skipulagðri glæpastarfsemi

né hryðjuverkahópum nokkrum vandkvæðum.

Hezbollah eru mun nútímalegri samtök en fólk almennt virðist átta sig á.

Ég meina, tök þeirra á internetinu eru aðdáunarverð,

hvað varðar, þú veist, þróun árásargetu, netgetu,

sú staðreynd að þeir hafa verið að koma upp eigin ljósleiðaraneti í Líbanon.

Og með hinum ögrandi viðfangsefnum nútímans á borð við hnattræna hlýnun koma nýjar leiðir til að hagnast fyrir þá.

Í fyrsta skipti hafa komið fram smáatriði í tengslum við meiriháttar svik á sviði viðskipta með losun kolefna -

en þar voru gríðarlegir fjármunir í húfi.

Ein skilvirkasta leiðin í baráttunni við þessa hópa er öflug samhæfing

milli ríkja og samtaka. Ef það er ekki gert verða til glufur sem eru miskunnarlaust misnotaðar.

Það verður alltaf mun erfiðara að standa sameiginlega að aðgerðum

ef annar aðilinn er ekki tilbúinn til að deila upplýsingum þeim sem hann býr yfir með öðrum.

Ég tel að núna sé þetta líklega eitt aðalvandamálið hvað varðar nægilegt samstarf.

Tilkoma bankastarfsemi á netinu hefur reynst afskaplega notadrjúg við að afla fjár,

flytja fjármuni með skjótum hætti um allan heim og við að hylja sporin.

Reyndar er það svo að ein breytinganna er sú að það er orðið mun fljótvirkara

að forðast lögsagnarumdæmi og aðgerðir löggæsluyfirvalda vegna þess einfaldlega að

við fyrstu teikn þess að rannsókn sé í uppsiglingu er hægt að hefja fjármagnsflutninga nánast samstundis.

Það er áhugavert að sú grein skipulagðrar glæpastarfsemi í Evrópu sem veltir hvað mestum fjármunum

eru hin svokölluðu hringekjusvindl, eða svik týndu kaupmannanna,

sem gengur í grunninn út á að nýta sér misræmi milli virðisaukaskattskerfa ýmissa ríkja.

Hagnaðurinn er upp á marga milljarða evra á ári hverju.

En kannski er lykilatriði hér hvor starfsemin veldur meiri skaða

og hefur í för með sér meiri ógn í öryggismálum: skipulagðir glæpir eða hryðjuverkastarfsemi?

Persónulega tel ég að ógnin sem stafar af hryðjuverkum sé oft orðum aukin

ef miðað er við þá félagslegu ógn sem stafar af skipulögðum glæpum um allan heim.

Ég meina, það hefur miklu meiri áhrif á líf almennings ef til dæmis,

eins og ég geri, litið er til stríðsins í Austur-Kongó

sem er í reynd afleiðing stórfelldrar glæpastarfsemi

þar sem fimm milljónir manna hafa verið drepnar.

Hryðjuverkastarfsemi getur, ef satt skal segja, aðeins látið sig dreyma um slíkar tölur.

Það er auðvelt - og hughreystandi - að líta þannig á að starfsemi skipulagðra glæpahópa

og hryðjuverkasamtaka séu fjarlæg vandamál í öðrum heimshornum.

Við gætum einnig kosið að líta svo á að starfsemi þeirra

hafi aðeins áhrif á útjaðra samfélags okkar.

En þessir tveir hópar hafa hafið samvinnu,

og ekki aðeins svo lítið beri á, og ekki bara með ólöglega vöru og þjónustu.

Aðgerðum þeirra má sjá stað víða í hversdagslífi okkar.

Farið er að falsa rakvélar, rafhlöður og hvaðeina annað sem maður getur látið sér detta í hug,

aðallega í verksmiðjum í Austur-Asíu.

En vörurnar eru fluttar til Evrópusambandríkjanna

með aðstoð hefðbundinna hópa skipulagðra glæpagengja.

Smyglaðir vindlingar eru algengur hluti hversdagslífs venjulegs fólks.

Það sama gildir um smyglað áfengi. Og krítarkortasvindl og því um líkt.

Misha Glenny er verðlaunarithöfundur og fyrrum fréttaritari BBC.

Í nýlegri bók sinni „McMafia“ varpar hann ljósi á það

hvernig starfsemi skipulagðra glæpasamtaka er rekin með mismunandi hætti um allan heim.

Á því sviði sem flestir eru virkir,

hinni svokölluðu „kortun“, en það orð er notað yfir

til dæmis bankasvindl, krítarkortasvik o.s.frv. o.s.frv.,

hafa komið upp tilvik þar sem al-Kaída liðar hafa tekið þátt, bæði hér í Bretlandi

og annars staðar í þeim tilgangi að fjármagna starfsemi sína.

Ef maður lítur á fyrirbæri eins og kortunarmarkaðinn til dæmis,

sem alla jafna væri ósköp venjuleg smáglæpastarfsemi,

en síðan rekst maður skyndilega á tölvuþjarkanet sem er að vinna í kortunarsvindli

en sem einnig tekur þátt í að ráðast á Eistland eða eitthvað í þeim dúr.

Og þá segir maður, bíddu nú hægur, hvað er þetta fyrirbæri að gera hér?

Við fyrstu sýn er almennt ekki talið að skipulögð glæpastarfsemi og hryðjuverkasamtök

séu líklegir samstarfsaðilar.

Yfirleitt kjósa skipulögð glæpasamtök að láta lítið fyrir sér fara

og forðast athygli, sérstaklega frá lögreglunni;

á meðan hryðjuverkastarfsemi snýst um að ná á endanum sem allra mestri athygli.

Þeir sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi eru að því eingöngu með gróða í huga,

á meðan hryðjuverkamenn, í orði kveðnu að minnsta kosti, starfa í þágu hugsjóna.

Hópar í skipulagðri glæpastarfsemi láta ekki sannfæringu standa í vegi fyrir fjárhagslegum ávinningi,

á meðan hryðjuverkasamtök réttlæta margar aðgerðir sínar með pólitískum eða trúarlegum lífsskoðunum.

En þessar lýsingar sýna mjög svarthvíta mynd.

Í reynd er raunveruleikinn grár.

Ef við skoðum aðeins eðli skipulagðrar glæpastarfsemi,

og ef ég skipti henni upp í framleiðslusvæði

—Kólumbía, Afganistan, til dæmis

—dreifingarsvæði—Norður-Mexíkó, Balkanskaginn—

og neyslusvæði—Bandaríkin, Vestur-Evrópu.

Á framleiðslusvæðunum og dreifingarsvæðunum gegnir skipulögð glæpastarfsemi engu aukahlutverki.

Sérfræðingar í öryggismálum hafa komist að því að skörunin sem er milli skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverkahópa

gerir það að verkum að stundum er erfitt að greina þá í sundur.

Undanfarin ár hafa komið fram blendingssamtök sem hallast í aðra hvora áttina,

en eru í grunninn starfandi á báðum sviðum, jafnvel í svipuðum mæli,

þau eru mun samþættaðri bæði með tilliti til markmiða og aðgerða sem og aðferða við öflun nýliða.

Sú hugmynd að um sé að ræða e.k. deild innan Hezbollah sem sér um skipulagða glæpastarfsemi,

er þetta Juan Pablo hjá Calí-eiturlyfjahringnum? Það gengur ekki þannig fyrir sig.

Hóparnir tveir skarast hvað varðar aðgerðir, hagsmuni, mannskap og færniþætti.

Ef maður sér fyrir sér tengslanet liðsmanna, þá skiptir ekki máli hvort einhver er að vinna

helminginn af tíma sínum fyrir glæpahóp og hinn helminginn fyrir uppreisnarhóp,

það er bara verið að skiptast á færniþáttum.

Hryðjuverkahópar hafa lengi stuðst við glæpastarfsemi til að fjármagna samtök sín.

Þessi glæpastarfsemi getur verið t.d. mannrán með fjárkúgun í huga, smygl á fólki og sér í lagi eiturlyfjum.

Þannig að þetta er ákveðinn tilverugrundvöllur margra hryðjuverkahópa,

og þeir breytast því í skipulögð glæpasamtök.

Nánari tengsl hafa jafnvel orðið til þess að hópar hafi breytt skipulagi sínu til að forðast athygli lögreglunnar.

Þeir breyta skipulaginu úr stigskiptu valdakerfi yfir í netkerfi.

Þetta er lexía sem hóparnir hafa verið að læra hvorir hjá öðrum.

Hvað þetta atriði varðar mætti segja að glæpamennirnir hafi verið dálítið á eftir uppreisnarmönnunum.

Þeir fóru að styðjast við sellur í kerfi sínu og þeim hefur þannig tekist að komast hjá nákvæmri skoðun lögregluyfirvalda.

Þessi hluti Lundúna er mjög nálægt austurhluta borgarinnar,

sem einkenndist allt þar til fyrir nokkrum áratugum af því að þar bjuggu eingöngu heimamenn

í nátengdu samfélagi.

Í dag, aftur á móti, er í þessum hluta borgarinnar fjöldi alþjóðlegra verslana ásamt fólki og fjármagni alls staðar að úr heiminum.

Rétt eins og sjá má breytingarnar í þessu hverfi sem orðið hafa í kjölfar hnattvæðingarinnar,

þá hafa orðið breytingar á liðsmönnum og aðferðum bæði innan skipulagðrar glæpastarfsemi og hjá hryðjuverkamönnum.

Það að mögulegt er að flytja fjármagn með auðveldum hætti milli ríkja, yfir landamæri og fólk einnig,

upp að vissu marki, hefur augljóslega auðveldað tengslin milli skipulagðra glæpa og hryðjuverka.

Tækniframfarirnar, sérstaklega á sviði samskiptatækni, hafa hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi,

haft í för með sér að þau geta núna átt samskipti með hraðvirkari hætti við liðsmenn í öðrum löndum,

í öðrum heimsálfum og að þau geta einnig með skjótum hætti náð sambandi við viðskiptavini eða mögulega samstarfsmenn.

Hrun Berlínarmúrsins og fall Sovétríkjanna árið 1991,

ásamt öðrum atburðum á tíunda áratugnum sköpuðu úrvals kringumstæður fyrir vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi.

Á sama tíma var frjálsræði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukið mikið.

Það hafði í för með sér á skömmum tíma að umfang fjármagnsflutninga,

sérstaklega ef tekið er tillit til þeirra nýju tækni sem kom fram á sjónarsviðið,

jókst gríðarlega á fjármálamörkuðum,

og enginn, bókstaflega enginn gat rakið slóð þeirra.

Rétt eins og tíundi áratugurinn var tímabil óstöðugleika og óöryggis,

hefur fjármálakreppan á árunum 2008 og 2009 haft í för með sér kringumstæður sem

glæpa- og hryðjuverkahópar eru reiðubúnir til að notfæra sér.

Þetta er miðstöð fjármálastarfseminnar í City í London.

Eitt af áhyggjuefnunum sem greinendur á sviði öryggismála hafa bent á er að

fjármálakreppan bjóði upp á tækifæri fyrir skipulögð glæpasamtök

og hryðjuverkahópa til að fjárfesta í miðstöðvum á borð við þessa,

þar sem eftirspurnin eftir fjármagni er gríðarleg og hætt við að færri spurninga sé spurt um t.d. hvaðan féð komi.

Segja mætti að glæpahópar séu meðal þeirra fáu sem muni komast mjög vel frá

lausafjárkreppunni, einfaldlega vegna þess að þeir hafa nú tækifæri til að kaupa

upp fyrirtæki á fallandi fæti eða að kaupa sig inn í þau, til dæmis gegnum fasteignamarkaðinn.

Þessir hópar koma einnig inn í lítil- og meðalstór fyrirtæki, í þeim tilgangi að njóta góðs

af aðgerðaáætlunum og viðleitni margra ríkisstjórna til að efla þessa geira atvinnulífsins.

Lykilatriðið í þessu sambandi er hin alvarlega lausafjárkreppa sem við stöndum frammi fyrir

en skipulögð glæpastarfsemi er rekin í umhverfi þar sem mikið er um reiðufé.

Þannig að þetta er kjörið tækifæri fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

Sambandið milli hryðjuverkahópa og skipulagðra glæpa byggir á hagsmunum beggja,

en þetta samband getur líka steytt á skeri.

Fyrstu merkin eru farin að sjást um baráttu um yfirráðasvæði milli sumra hópanna,

sérstaklega á stöðum á borð við Rússland og Mið-Asíu

þar sem liggur við að of mikið sé í boði af hinu góða fyrir þá.

Þeir eru núna að reyna að fikra sig inn á sviðið og skipta með sér fengnum

og það hefur augsýnilega haft í för með sér baráttu um yfirráðasvæði.

Ég tel að þetta megi sjá á flestum sviðum, eins og í eiturlyfjunum, þú veist,

fólk sem er að koma inn á sviðið sem nýliðar verður að hlusta á það sem hinir eldri og færari hafa að segja.

Ég meina, ef þú vilt reyna að berjast við gengin sem stunda heróínviðskipti í þessu landi

þá er það velkomið, en, þú veist, jafnvel þótt ég væri Osama bin Laden

þá myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég færi að berjast við þessa náunga.

Eitt er alveg ljóst og það er að sambandið milli skipulagðra glæpa og hryðjuverkahópa

er ekki nýtt af nálinni.

Árið 1981 myrti El-Jihad hópurinn Anwar Sadat forseta Egyptalands

en þeir fjármögnuðu árásina með ránum á nokkrum skartgripaverslunum í eigu kristinna manna.

Fyrstu árásirnar á World Trade Centre árið 1993 voru að hluta til fjármagnaðar

með sölu á fölsuðum stuttermabolum.

Hraði 21. aldarinnar virðist hvorki valda skipulagðri glæpastarfsemi

né hryðjuverkahópum nokkrum vandkvæðum.

Hezbollah eru mun nútímalegri samtök en fólk almennt virðist átta sig á.

Ég meina, tök þeirra á internetinu eru aðdáunarverð,

hvað varðar, þú veist, þróun árásargetu, netgetu,

sú staðreynd að þeir hafa verið að koma upp eigin ljósleiðaraneti í Líbanon.

Og með hinum ögrandi viðfangsefnum nútímans á borð við hnattræna hlýnun koma nýjar leiðir til að hagnast fyrir þá.

Í fyrsta skipti hafa komið fram smáatriði í tengslum við meiriháttar svik á sviði viðskipta með losun kolefna -

en þar voru gríðarlegir fjármunir í húfi.

Ein skilvirkasta leiðin í baráttunni við þessa hópa er öflug samhæfing

milli ríkja og samtaka. Ef það er ekki gert verða til glufur sem eru miskunnarlaust misnotaðar.

Það verður alltaf mun erfiðara að standa sameiginlega að aðgerðum

ef annar aðilinn er ekki tilbúinn til að deila upplýsingum þeim sem hann býr yfir með öðrum.

Ég tel að núna sé þetta líklega eitt aðalvandamálið hvað varðar nægilegt samstarf.

Tilkoma bankastarfsemi á netinu hefur reynst afskaplega notadrjúg við að afla fjár,

flytja fjármuni með skjótum hætti um allan heim og við að hylja sporin.

Reyndar er það svo að ein breytinganna er sú að það er orðið mun fljótvirkara

að forðast lögsagnarumdæmi og aðgerðir löggæsluyfirvalda vegna þess einfaldlega að

við fyrstu teikn þess að rannsókn sé í uppsiglingu er hægt að hefja fjármagnsflutninga nánast samstundis.

Það er áhugavert að sú grein skipulagðrar glæpastarfsemi í Evrópu sem veltir hvað mestum fjármunum

eru hin svokölluðu hringekjusvindl, eða svik týndu kaupmannanna,

sem gengur í grunninn út á að nýta sér misræmi milli virðisaukaskattskerfa ýmissa ríkja.

Hagnaðurinn er upp á marga milljarða evra á ári hverju.

En kannski er lykilatriði hér hvor starfsemin veldur meiri skaða

og hefur í för með sér meiri ógn í öryggismálum: skipulagðir glæpir eða hryðjuverkastarfsemi?

Persónulega tel ég að ógnin sem stafar af hryðjuverkum sé oft orðum aukin

ef miðað er við þá félagslegu ógn sem stafar af skipulögðum glæpum um allan heim.

Ég meina, það hefur miklu meiri áhrif á líf almennings ef til dæmis,

eins og ég geri, litið er til stríðsins í Austur-Kongó

sem er í reynd afleiðing stórfelldrar glæpastarfsemi

þar sem fimm milljónir manna hafa verið drepnar.

Hryðjuverkastarfsemi getur, ef satt skal segja, aðeins látið sig dreyma um slíkar tölur.

Senda ábendingu:    DiggIt   MySpace   Facebook   Delicious   Permalink